Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 72

Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 72
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 48 Á vit hins ókunnuga Höfundar: Erlendur Haraldsson og Hafliði Helgason Útgáfa: Almenna bókafélagið Fjöldi síðna: 256 Ian Stevenson hafði mik-inn áhuga á minningum frá fyrra lífi sem sum börn töldu sig búa yfir. Hann tók að rannsaka einstök dæmi upp úr 1950. Þetta vatt hratt upp á sig og hann fór að frétta af slíkum tilvikum víða um heim. Hann hóf rannsóknir á Indlandi og síðan bárust þær út til landa eins og Sri Lanka, Tælands, Tyrk- lands og Líbanons og til Suður- Ameríku. Fá tilvik komu fram frá Evrópu en þó fundust dæmi um þau þar líka. Þegar Stevenson hafði unnið að slíkum rannsóknum í fjölda ára og ritað um þær margar grein- ar og nokkrar bækur af sinni alkunnu nákvæmni og samvisku- semi, vildi Uppfuyhann fá óháða aðila til að gera nokkrar slíkar rannsóknir til að sjá hvort aðrir fengju sömu niðurstöður. Steven- son fór þess á leit við mig að ég gerði slíka rannsókn. Ég var fús til þess. … Ég rakst mjög fljótlega á eftir- tektarverð tilvik en sum þeirra voru á þann veg að enginn ein- staklingur fannst sem samsvar- aði lýsingum barnsins og hafði dáið áður en það fæddist. Stund- um voru þessar meintu minn- ingar svo almenns eðlis að engin leið var að rekja þær. En stund- um var frásögn barnanna um mjög óvenjulega og sértæka atburði. Tvennt leiddi okkur oft- ast á sporið. Börnin sögðu stund- um frá því hvar þau höfðu búið, ekki nákvæmt götuheiti en bæ eða hérað. Hitt var að þau skýrðu frá því hvernig dauða þeirra hefði borið að og hver aðdragandi hans hefði verið. Sérstaklega var eftir- tektarvert hversu mörg þeirra sögðu frá andláti sínu og kjarn- inn í því var að þau greindu frá aðdraganda þess þegar þau dóu, eins og síðustu minningum af fyrra lífi. … Ég rannsakaði í Líbanon til- vik meðal drúsa sem eru einn af fjórum megin trú- og þjóðfélags- flokkum í Líbanon. Þar gerði ég athugun á 30 tilvikum og birti greinar þar sem fjórum þeirra er rækilega lýst. Eitt tilvikanna var næsta ótrúlegt. Tilvikið um Nazih Al-Danaf Þetta var piltur, Nazih að nafni, sem fór strax mjög ungur að tala um það að hann hefði borið vopn, tvær skammbyssur og fjórar handsprengjur, verið með öðrum orðum vel vopnaður. Drengur- inn sagðist hafa verið fullorðinn, hafa átt hús og börn og að vopn- aðir menn hefðu komið, skipst hefði verið á skotum og þeir síðan skotið hann. Nazih sagði einnig frá því í hvaða bæ hann hefði átt heima. Hann vildi fara heim að sækja vopnin sín. Foreldrar hans sinntu þessu ekki lengi vel. Hann átti mörg systkini. Ég tók viðtöl við foreldrana og systkinin hvert í sínu lagi og þeim bar einstaklega vel saman um hvað drengurinn hefði sagt. Hann sagðist einnig hafa átt heyrnarlausan vin, að konan hans væri fallegri en núverandi mamma hans. Hann sagði helli vera nálægt húsinu sínu og taldi upp fleiri atriði. Nazih sagð- ist hafa átt heima í Kabersham- un sem er lítill bær í um 17 km fjarlægð frá heimili hans. Fjöl- skyldan lét loks undan kvabbi drengsins og fór með hann þang- að. Þegar komið var að aðal- krossgötunum í miðbænum vís- aði hann á næsta veg til vinstri, síðan skyldi beygja til vinstri yfir á annan veg og hann skyldi aka á enda. Þar var stansað og dreng- urinn hljóp þar upp bratta götu til vinstri og faðir hans á eftir honum. Þarna átti hann að hafa átt heima. Á meðan héldu móðir hans og systir sig niðri við bílinn. Ungur maður í neðsta húsinu við bröttu götuna var þar að þvo bíl- inn sinn. Hann sá til mæðgnanna, tók þær tali og spurði að hverju þau væru að leita. Þær sögðu honum að drengurinn teldi sig hafa átt heima við þessa götu í fyrra lífi og væri að leita að hús- inu sínu og fjölskyldu. Þær segja unga manninum frá fullyrðingum drengsins um fyrra líf og spyrja hvort hann þekki nokkurn þarna sem hafi verið skotinn, hafi borið byssur og handsprengjur og átt rauðan bíl. Ungi maðurinn segir það eiga vel við föður sinn sem hafi dáið fyrir mörgum árum. Hann spyr um aldur drengsins og kallar síðan á móður sína sem var að vinna á akri rétt hjá. Þá komu Nazih og faðir hans, sem höfðu hlaupið rétt upp fyrir, niður göt- una og að húsinu. Þessi ekkja bjó þarna með tveimur börnum sínum á ung- lingsaldri. Hún hafði átt mann sem hafði látist í átökum meðan á borgarastyrjöldinni stóð. Hann hafði verið lífvörður leiðtoga drúsa í Líbanon og einnig verið skrifstofustjóri í höfuðstöðvum þeirra í Beirút. Eina nóttina réð- ust menn inn í höfuðstöðvarnar, drápu tvo verði við varðhliðið, ruddust inn í húsið og þar var maður hennar skotinn til bana. Árásarmennirnir hurfu síðan á brott. Engin merki voru um að hann hefði fellt neinn en ekki er hægt að útiloka að það hafi gerst og árásarmenn hefðu tekið með sér á brott fallinn félaga. Þetta var hvorki hægt að stað- festa né hrekja. Annað í frásögn drengsins kom heim og saman við líf þessa manns sem hét Fuad Khaddage. Ekkjan var í fyrstu mjög tor- tryggin og spurði drenginn spurninga, til dæmis hver hefði smíðað hliðið að húsinu og hann svaraði því réttilega. Hún spurði hann líka hvort hún hefði slasast á meðan þau bjuggu í Ainab sem var ekki langt frá. Hann svaraði því til að hún hefði farið úr axlar- lið sem reyndist rétt. Hún spurði hann hvort dóttir þeirra hefði veikst og drengurinn svaraði um hæl að hún hefði orðið alvar- lega veik af inntöku lyfja sem hann átti og hún hafði komist í. Drengurinn spurði á móti: „Hvar er tunnan sem ég notaði þegar ég kenndi þér að skjóta?“ Í ljós kom að það var ryðguð tunna úti í garði sem þau höfðu notað þegar hann kenndi henni að skjóta. Þau buðu drengnum inn í húsið. Hann vildi fá vopnin sín og gekk að skáp í einu herberginu þar sem þau höfðu verið geymd en þau voru ekki þar lengur. Fjölskyldan hafði látið frá sér vopnin. Ekkj- an skýrði mér og túlki mínum, Majd Abu-Izzeddin, frá þessu svo að þetta er beint frá henni haft. Fleira fór þeim á milli sem of langt mál yrði að rekja hér. Allt reyndist rétt sem drengurinn sagði svo að ekkjan sannfærðist um að hann væri maður hennar endurborinn. Prófaði drenginn Fuad Khaddage hafði átt bróð- ur sem var á lífi og það var farið með Nazih heim til hans. Bróðir- inn, Sheik Adeeb, vildi líka prófa drenginn og spurði hvernig hann gæti sannað að hann hefði verið bróðir hans. Drengurinn svar- aði: „Ég gaf þér byssu.“ Bróðir- inn spurði þá hvernig byssu. „Það var Czech sextán“, og það var rétt. Sheik Adeeb bað drenginn að segja sér hvar hann hefði búið með fyrstu konu sinni. Nazih bað hann þá að koma með sér út á göt- una. Þeir gengu eftir henni nokk- urn spöl. Þar nemur drengurinn staðar, bendir fyrst á hús eitt og segir að faðir sinn hafi búið þar og síðan á húsið við hliðina þar sem hann hafi búið með fyrri konu sinni. Fuad Khaddage hafði verið tvíkvæntur og skilið við fyrri konu sína. Seinna kom Sheik Adeeb í heim- sókn til Nazih og lagði skamm- byssu á borðið og spurði hvort þetta væri byssan sem hann gaf honum. Drengurinn leit á hana og svaraði neitandi. Þetta reynd- ist rétt. Allt virtist rétt sem frá drengnum kom, fullyrtu bæði ekkjan, Najdiyah, og fyrrverandi mágur hennar, Sheik Adeeb. Það sem var óvenjulegt um þetta tilvik var að það bættust við fjölmargar fullyrðingar hjá drengnum þegar hann var spurður og hitti fólkið og þær stóðust. Oftast er það svo, að lítið sem ekkert nýtt bætist við, þegar börnin koma á fyrri slóðir. Um Sheik Adeeb er það að segja að hann var háttsettur starfsmað- ur Middle East Airlines (MEA) í Beirút. Sheik-titillinn meðal drúsa merkir ekki að þar fari höfðingi eða fyrirmaður heldur að maður- inn hafi fengið skólun í trúfélagi drúsa en þeir fara mjög dult með trú sína og trúarrit þeirra eru ekki gefin út. Gott samband við fjölskylduna Í framhaldinu myndaðist gott samband milli þessarar fjöl- skyldu og drengsins og þegar ég var þarna var augljóslega mjög hlýtt á milli drengsins og þessar- ar meintu fyrrum fjölskyldu hans. Hve vel bar 22 fullyrðingum Nazihs um fyrra líf saman við staðreyndir í lífi Fuad Khaddage? Allar sem unnt var að prófa hvort væru réttar eða ekki, reyndust réttar. Reyndar var ein sem vafi lék á. Drengurinn hafði sagt að hann hefði fengið deyfisprautu í handlegginn þegar hann var fluttur í sjúkrabíl á sjúkrahús. Fuad var hins vegar skotinn í höf- uðið í návígi og lést samstundis. Erfitt er því að skilja hvers vegna honum hafi verið gefin sprauta í handlegginn en ekki er það óhugsandi. Þá voru örfá önnur atriði sem ekki var unnt að segja til um hvort væru rétt eða ekki. Tilvikið um Nazih var afar merkilegt og það svo að það gat varla verið satt. Ég eyddi mikl- um tíma í að ræða við fólk sem var vitni en allt kom fyrir ekki, það bar öllum saman og öll próf- anleg atriði reyndust rétt. Ég rit- aði langa grein um þetta tilvik í Journal of Scientific Exploration (2002). Minningar barna um fyrra líf Nýlega komu út hjá Almenna bókafélaginu endurminningar Erlendar Haraldssonar, fyrrum sálfræðiprófessors, Á vit hins ókunna, sem Erlendur skráði í samvinnu við Hafl iða Helgason. Grípum hér niður í frásögn Erlendar af rannsóknum á minningum barna um fyrra líf. YFIRNÁTTÚRULEGT Nazih Al-Danaf fór snemma að krefjast þess að fá vopnin sín aftur. Hann lýsti atvikum úr fyrra lífi og þekkti sem sitt fyrra heimili hús Fuads Khaddage sem hafði verið myrtur nokkrum árum áður. Frásögn drengsins kom heim og saman við líf Fuads sem hafði verið lífvörður helsta leiðtoga Drúsa í Líbanon. THE MOONLIGHT COLLECTION BIRTING LÝSINGAR Útgefandi: OFAN VÍ fagfjárfestasjóður, kennitala 461211-9840, Borgartúni 19, 105 Reykjavík OFAN VÍ fagfjárfestasjóður hefur birt lýsingu í tengslum við umsókn um að flokkur eignavarinna skuldabréfa væri tekinn til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin er dagsett 20. desember 2012 og staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og gefin út rafrænt og birt á vefsíðu Stefnis hf. sem er rekstraraðili sjóðsins, nánar tiltekið á slóðinni www.stefnir.is/kaupholl. Lýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu 12 mánuði. NASDAQ OMX Iceland hf. tilkynnti opinberlega þann 20. desember 2012 um að skuldabréfin væru tekin til viðskipta og er 21. desember 2012 fyrsti mögulegi viðskiptadagur með bréfin á hinum skipulega verðbréfamarkaði. Skuldabréfin eru gefin út af OFAN VÍ fagfjárfestasjóði sem rekinn er af Stefni hf. Upphafleg höfuðstólsfjárhæð útgefinna skuldabréfa, sem öll hafa verið seld, og heildarheimild útgáfu nemur 1.150.000.000 kr. að nafnverði. Bréfin eru gefin út rafrænt í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. Auðkenni flokksins er OFANVI 11 1. ISIN-númer skuldabréfanna er IS0000021004. Bréfin eru gefin út í íslenskum krónum og er hver eining skuldabréfanna 1 kr. að nafnverði. Tilgangur með því að fá skuldabréfin tekin viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. er að tryggja fjárfestum að starfshættir og upplýsingagjöf um m.a. fjárhagsstöðu útgefanda séu í samræmi við Reglur fyrir útgefendur fjármálagerninga, útgefnar af NASDAQ OMX Iceland hf., eins og þær eru á hverjum tíma, svo og að auka markaðshæfi skuldabréfanna. Nánari upplýsingar um OFAN VÍ fagfjárfestasjóð og skuldabréfaflokkinn OFANVI 11 1 má finna í lýsingu sjóðsins. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hafði umsjón með því ferli að fá skuldabréfin tekin til viðskipta í Kauphöllinni. Reykjavík, 20. desember 2012 Stjórn Stefnis hf. Drengurinn sagðist hafa verið fullorðinn, hafa átt hús og börn og að vopnaðir menn hefðu komið, skipst hefði verið á skotum og þeir síðan skotið hann. Allt reyndist rétt sem drengurinn sagði svo að ekkjan sannfærðist um að hann væri maður hennar endurborinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.