Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 16

Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 16
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness kvað í gær upp dóm yfir tíu mönnum vegna hrottafeng- inna líkamsárása. Fangelsisrefs- ing þeirra nemur í heild 20 árum og þremur mánuðum. Þyngstu dómana hlutu Ann- þór Kristján Karlsson, sjö ár, og Börkur Birgisson, sex ár. Aðrir sakborningar fengu eins og hálfs til tveggja ára dóm, utan eins sem fékk fimmtán mánaða dóm sem bundinn er skilorði. Annþór og Börkur, sem hafa verið duglegir að sækja öll þing- höld í málinu frá því á rann- sóknarstigi, voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna í gær. Eini sakborningurinn sem lét sjá sig var Sigmundur Geir Helgason, betur þekktur sem Simbi, sem mætti í fylgd föður síns. Þrjár hrottafengnar árásir Réttarhöldin í málinu voru gríðar- lega mikil að vöxtum, tóku rúm- lega þrjá daga, og viðbúnaðurinn í Héraðsdómi Reykjaness var for- dæmalaus. Þrettán lögreglumenn stóðu vörð í þinghúsinu þegar mest lét. Ástæðan var sú að Ann- þór og Börkur höfðu orðið uppvís- ir að slæmri hegðun bæði í fang- elsi og í dómshúsum mánuðina á undan. Málið sem allt snýst um var þrí- þætt; ákært var fyrir þrjár lík- amsárásir, framdar frá því í októ- ber 2011 og fram í janúar 2012. Sakfellt var fyrir alla ákærulið- ina í málinu. Fyrsta árásin var framin á sól- baðsstofu Annþórs í Hafnarfirði í október í fyrra. Kaj Anton A. Lar- sen og sakborningurinn sem fékk vægustu refsinguna í málinu öllu færðu þá tvo menn á sólbaðstof- una í því skyni að fá Annþór til að „ræða við“ þá um skuld. Þar tók Annþór á móti þeim og beitti þá báða ofbeldi. Þessi ákæruliður var sá eini sem Ann- þór viðurkenndi að hluta, þótt hann segðist ekki hafa gengið jafnlangt og ákæruvaldið full- yrti. Ekki var tekið mark á þeim athugasemdum og mennirnir þrír allir sakfelldir. Önnur árásin var framin í Jötnaborgum í Grafarvogi um miðjan desember í fyrra. Þar réð- ust Annþór og Börkur inn á heim- ili í félagi við aðra, slógu tvo menn með bareflum og neyddu þann þriðja til að kasta af sér vatni yfir annan þeirra. Annþór og Börkur sögðu þennan ákærulið uppspuna en dómurinn tekur ekkert mark á þeim. „Fram- burður ákærðu Annþórs og Bark- ar er í öllum atriðum ótrúverðug- ur,“ segir þar um. Hópur manna veitti þeim lið- sinni við árásina, en aðeins Jón Ólafur Róbertsson og áðurnefnd- ur Sigmundur Geir voru ákærðir fyrir hlutdeild í brotinu. Þeir voru báðir sakfelldir. Ástæða árásar- innar mun hafa verið sú að einn þolendanna hafði látið það út úr sér að réttast væri að skjóta fæt- urna undan Annþóri og Berki. Þriðja og síðasta árásin var framin í blábyrjun þessa árs. Þar eru Annþór og Börkur dæmdir, ásamt sjö öðrum sakborningum, fyrir að hafa ruðst inn á heimili að Háholti í Mosfellsbæ og gengið í skrokk á mönnum sem þar voru inni. Einn þolendanna hlaut opið beinbrot á sköflungi. Annþór og Börkur neituðu alfarið að hafa haft sig nokkuð í frammi við árásina – þeir hefðu verið á staðnum í öðrum erinda- gjörðum. Á þetta fellst dómur- inn ekki og telur „alveg ljóst“ að nímenningarnir hafi tekið ákvörð- un um árásina í sameiningu. Ann- þór og Börkur hafi farið fyrstir inn til að kanna hvort öðrum væri óhætt að ráðast til atlögu. Ljóst þykir að Annþór hafi litlu ofbeldi beitt sjálfur, hins vegar telur dómurinn ljóst að „tilviljun ein réð því hver gerði hvað“. Börk- ur hafi tekið þátt í árásinni, en Annþór léð árásinni „aukið vægi með nærveru sinni“. Virða ekki skilorð Annþór og Börkur eiga sér báðir langa afbrotasögu. Annþór hefur hlotið ellefu refsidóma frá árinu 1993, meðal annars þriggja ára dóm fyrir líkamsárás árið 2005 og fjögurra ára fangelsi fyrir fíkni- efnasmygl árið 2009. Börkur hefur sjö sinnum verið dæmdur til refsingar frá árinu 1997, meðal annars fékk hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir manndrápstilraun með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Báðir hafa þeir ítrekað rofið skilorð. „Virðast varnaðaráhrif skilorðsdóma eða reynslulausn- ar engin áhrif hafa á ásetning [ákærðu] til afbrota,“ segir í dómn- um. Þeir eru, eins og áður er lýst, dæmdir fyrir ítrekaðar hættuleg- ar líkamsárásir, frelsissviptingar, nauðung, hótanir og fjárkúgun og eiga sér engar málsbætur að mati dómsins. Saksóknari fór fram á átta ára dóm yfir Annþóri og sjö ára dóm yfir Berki. Verjendur eru engu að síður óánægðir með niðurstöðuna og telja dómana allt of þunga. Þeir sögðu við fjölmiðla að lokinni dómsuppkvaðningunni í gær að niðurstöðunni yrði að öllum lík- indum áfrýjað til Hæstaréttar. ASKÝRING | 16 DÓMUR FALLINN Í MÁLI ANNÞÓRS OG BARKAR Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? KALT ÚTI Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.990 LI! Panelofnar í MIKLU ÚRVA FRÁBÆRT VERÐ! KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum og yfirhitavörn 9 þilja 7.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum Ryco-2006T Rafmagns - þilofn Turbo me ð y firhita - vari 3 stillingar 2000w 4 490. Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.995 Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA Fengu samtals 20 ár í fangelsi Annþór Karlsson, Börkur Birgisson og átta aðrir fengu þunga dóma fyrir aðild sína að þremur líkamsárásum. Dómari segir Annþór og Börk ekki eiga sér neinar málsbætur. Verjendur segjast líklega munu áfrýja. Stígur Helgason stigur@frettabladid.is 7 ÁR 6 ÁR 2 ÁR 1,5 ÁR Annþór Kristján Karlsson Börkur Birgisson Jón Ólafur Róbertsson Smári Valgeirsson Viggó Emil Berglindarson Kaj Anton A. Larsen Sigmundur Geir Helgason Sindri Kristjánsson Viktor Hrafn Einarsson Tíundi maðurinn hlaut 15 mánaða skilorðsbundinn dóm. Þessir hlutu dóma í málinu: ÚR DÓMSAL Í GÆR Verjendur voru mættir, ásamt Sigmundi Geir Helgasyni, sem situr hér lengst til vinstri við hlið föður síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á SAKAMANNABEKK Þar sem Annþór og Börkur huldu í öllum tilvikum andlit sín á leið í dómsal brá Fréttablaðið á það ráð að fá teiknarann Halldór Baldursson til að bregða upp mynd af þeim. Þeir sjást hér, sitjandi á bak við verjendur í málinu. Framburður ákærðu Annþórs og Barkar er í öllum atriðum ótrúverð- ugur Úr dómi Héraðsdóms Reykjaness

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.