Fréttablaðið - 21.12.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 21.12.2012, Síða 34
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 34 Í nýlegri grein í Frétta- blaðinu heldur Sandra B. Jónsdóttir (Sandra Best) uppteknum hætti og ber á borð fyrir lesendur rang- færslur um erfðabreytt matvæli. Sandra fjallar nú í annað skipti um niður- stöður franskra vísinda- manna sem, undir for- ystu Gilles-Eric Séralini, töldu sig sýna að neysla á erfðabreyttum maís gæti valdið bæði æxlis myndun og ótímabærum dauðs- föllum í rottum. Í þessari nýjustu grein sinni segir Sandra „[f]ranska rannsóknin sem Sér- alini o.fl. gerðu komst að því að taka hefði átt niðurstöður tilrauna Monsanto um eitrunaráhrif mun alvarlegar“ og kallar rannsókn- ina „vakningu til stjórnvalda og eftirlitsaðila allra landa“. Gall- inn er hins vegar sá að franska rannsóknin komst ekki að neinu, um það eru flestir sammála, m.a. eftirlitsaðilar fjölmargra landa. Það er nefnilega þannig að óháð því hvað fólki finnst um tölfræði skiptir hún máli í vísindum og í því tilfelli sem hér um ræðir var tilraunauppsetning og töl- fræðileg úrvinnsla með þeim hætti að niðurstöð- urnar styðja hvorki álykt- anir Séralini né hræðslu- áróður Söndru. Ómarktækt Söndru verður tíðrætt um „líftækniiðnaðinn“ í grein- um sínum, og má ljóst vera að tilgangurinn er að gera þá sem ekki deila skoð- unum hennar tortryggi- lega í augum lesenda. Í grein sinni segir Sandra „[l]íftækniiðnaðurinn brást hart við frönsku rannsókninni“ og „[h]ið sama gerir gengi nokk- urra íslenskra vísindamanna sem auðsjáanlega telja það atvinnu- og fjárhagslegum hagsmunum sínum fyrir bestu“. Dylgjur af þessu tagi dæma sig sjálfar. En ef málið væri nú svo einfalt að líftækniiðnaður- inn væri hér að verja hagsmuni sína í samstarfi við „gengi nokk- urra íslenskra vísindamanna“ ætti Söndru að reynast það létt verk að fletta ofan af samsærinu. Mergur málsins er hins vegar sá að mjög fáir hafa tekið til varna fyrir rann- sókn Séralini, ef frá eru taldir aðilar sem hafa þá bjargföstu og jafnframt óstaðfestu trú að erfða- breytt matvæli séu stórhættuleg. Fjölmargar evrópskar stofnanir á vegum stjórnvalda hafa sent frá sér umsagnir um rannsókn Séral- ini og það er fróðlegt að sjá hvort umsagnir þeirra séu samhljóða skoðunum Söndru. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) segir um rannsókn Séral- ini að hún sé „ófullnægjandi hvað varðar tilraunaskipulag, greiningu og birtingu niðurstaðna“. Bundes- institut für Risikobewertung (BfR) í Þýskalandi segir að niður stöður rannsóknarinnar styðji ekki álykt- anir Séralini „vegna galla í til- raunauppsetningu …“. Danska matvælastofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að ómögulegt sé að draga ályktanir um áhrif erfða- breytinga á heilsu byggt á grein Séralini sem þeir segja af „litlum faglegum gæðum“. ANSES og HCB (Haut Conseil des biotechnologies) fóru yfir málið fyrir frönsk stjórn- völd og niðurstöðurnar voru þær að tilraunauppsetning væri röng, lýsing niðurstaðna ófullnægjandi, ályktanir ekki rökstuddar og því ekki ástæða til að endurskoða áhættumat á umræddum maís (ofangreindar skýrslur má nálgast hér http://www.efsa.europa.eu/en/ efsajournal/pub/2986.htm). Niður- stöður fjölmargra annarra eftir- litsstofnana eru sambærilegar. Sandra hefur áður gefið í skyn að EFSA hafi óeðlileg tengsl við líf- tækniiðnaðinn og sé þ.a.l. ekki marktæk í umræðunni, en mikill er máttur líftækniiðnaðarins ef hann hefur tangarhald á öllum þeim stofnunum sem lýst hafa rannsókn Séralini ómarktæka. Samdóma álit þessara opinberu aðila og fjölmargra vísindamanna er einfaldlega að rannsóknin sem um ræðir sé ómarktæk og veiti engar nýjar upplýsingar um áhrif erfðabreyttra matvæla á heilsu. Afneitunariðnaðurinn Eftir því sem reynslan af nýt- ingu erfðatækni í landbúnaði og matvælaframleiðslu eykst kemur betur og betur í ljós að erfða- tæknin er ekki varhugaverð sem slík. Þetta er meðal annars niður- staða nýlegrar skýrslu Evrópu- sambandsins (http://ec.europa.eu/ research/biosociety/pdf/a_decade_ of_eu-funded_gmo_research.pdf). En þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og fjölmarga augljósa kosti erfðatækninnar fer mikið fyrir hópi fólks sem grípur sér- hvert tækifæri til að halda fram þeirri skoðun að erfðatæknin sé stórhættuleg og að notkun hennar eigi jafnvel að banna með öllu, sér í lagi notkun hennar í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Þessar kröfur byggja þó ekki á vísindum heldur áróðri og endurteknum rangfærslum óháð vísindaniður- stöðum. Málflutningurinn líkist þannig helst málflutningi afneit- unarsinna sem mikið hefur borið á í umræðunni um loftslagsmál. Það er vonandi að íslensk stjórn- völd sjái í gegnum þennan áróður og styðjist við niðurstöður vís- indanna í þessu máli rétt eins og þau hafa ákveðið að gera í lofts- lagsmálunum. Endurteknar rangfærslur um erfðabreytt matvæli Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti ein- kennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einka- eignarrétti.“ Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggða- nefnd“, sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins. Nefnd þessi hafði mjög ítar- legt vald til að rannsaka og úrskurða um eignarrétt. Verður úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra sem æðra stjórnvalds (14. gr.) heldur skyldi sá sem þótti sig bera halla af úrskurði nefndarinnar höfða einkamál innan 6 mánaða frá því að hann hafði verið birtur í Lögbirtingar- blaði (19. gr.). Þar með er sönnunarbyrð- inni snúið við, þ.e. úr skurður Óbyggðanefndar stendur uns honum hefur verið hnekkt. Niður staðan getur verið glanna- leg, byggð á nokkuð frjálslegri túlkun heimilda. Ber þá þeim sem ekki vill una að stefna ríkis- valdinu um endurheimt eignar- réttar síns og færa sönnur fyrir máli sínu. Hafa mörg kostuleg dæmi verið nefnd í þessu sambandi. Má þar nefna svo nefndan Geitlands- dóm þar sem norðan- verður Kaldi dalur er dæmdur þjóðlenda með vísun í Landnámu en eignarréttur Reykholts- kirkju hundsaður þrátt fyrir að kirkjan eigi Geitland með skógi, en svo stendur skýrum stöfum í Reykholtsmál- daga, sem er elst varð- veitt skjal á Íslandi (elsti hluti hans talinn vera frá 1185, Saga Íslands II:75). Geitlandsdómur Um Geitlandsdóm Hæstaréttar hefur dr. Einar Gunnar Péturs- son skrifað: http://www.mbl.is/ greinasafn/grein/564037/ Þá má nefna vægast sagt undar lega niðurstöðu Óbyggða- nefndar um Lónsöræfi, en fyrir um öld voru eiganda Stafafells í Lóni seld öræfi þessi af sama aðila, ríkisvaldinu, og nú hefur yfirtekið án bóta. Á slóðinni: http://www.mbl. is/greinasafn/grein/584227/ má lesa óánægju landeigenda í Austur-Skaftafellssýslu um kröfur Óbyggðanefndar á hendur þeim. Þeir telja, sem réttilegt er, að ríkisvaldið sé að ganga á stjórnarskrárvarinn eignarrétt þeirra. Þá er einnig góð grein um Stafafell í Lóni eftir Gunnlaug Ólafsson: http://www.mbl.is/ greinasafn/grein/1138328/ En hvernig er háttað heimilda- öflun þeirra sem málið varðar vegna eignarréttar? Í opinberum skjalasöfnum er umtalsvert magn skjala sem varða eignarrétt. Talið er að nálægt 16 þúsund skjöl liggi órannsökuð hjá Árnastofnun, Landsbókasafni og Þjóðskjala- safni. Ekki er ljóst hvort þar kunna að vera heimildir um eignarhald á landi sem dæmt hefur verið sem þjóðlenda. Því kann að vera að síðar komi í leitirnar sönnunar- gögn um eignarrétt á landi sem ekki var vitað um þegar niðurstaða var fengin í dómsmálum um þjóð- lendur á Íslandi. (Heimild: http:// landeigendur.is/landbunadur/ wgbi.nsf/Attachment/fundargerd_ lli_2010_adalfundur/$file/fundar- gerd_lli_2010_adalfundur.pdf) Ljóst er að þjóðlendumál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. Hefur verið farið af stað meira af kappi en forsjá? Heimildir um eignarrétt jarða, sveitarfélaga og annarra aðila þarf að rannsaka betur en verið hefur. Veita þarf aukið fé til þessara mála. Aukið á réttaróvissu Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningar- málaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmáls- túlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra ann- arra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móður- mál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref. Mannréttindi, forréttindi eða heppni, ég upplýsi ykkur lesendur góðir, að það að segja mig heppna að fá táknmálstúlk eða að ég ætti að vera þakklát að fá táknmálstúlk er ekki rétt. Ég á rétt á því að vera heil manneskja, móðir barnanna minna, taka þátt í félagslífi þeirra, vera virkur þjóðfélagsþegn og það geri ég með reisn ef borin er virðing fyrir mannréttindum mínum. Ég vil ekki þurfa að vera bogin og skríða til þess að fá að gera þessa hluti í mínu daglega lífi. Ég og fjölskylda mín njótum lífsins með reisn. Við hjónin erum döff, eigum þrjú yndisleg börn sem hafa alist upp við táknmál frá fæð- ingu. Við njótum þess að taka þátt í uppeldi þeirra, öllu sem kemur að þeirra daglega lífi. Við sitjum við sama borð og aðrir foreldrar þegar við mætum á við- burði barnanna og tákn- málstúlkur túlkar þá, við kynn- umst vinum barnanna okkar og for eldrum þeirra, við förum í leik- hús með börnunum okkar, ættar- mót, fjölskylduboð, fermingu, skírn og allt þetta venjulega sem þið gerið í lífi ykkar. Við erum venju- leg fjölskylda í Kópavoginum sem nýtur þess að vera íslenskir þjóð- félagsþegnar þegar við fáum tákn- málstúlk og virðing er borin fyrir mannréttindum okkar til að nota táknmálstúlk óháð stað, stund og kringumstæðum. Við viljum sinna okkar daglegu skyldum og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. Hver dagur í bið er dýr fyrir þjóðfélagið og líf okkar, sem og barnanna. Ef táknmálstúlkar segja upp fer líf mitt á hvolf ÞJÓÐLENDU- MÁL Guðjón Jensson bókasafnsfræðingur ERFÐABREYTT MATVÆLI Jón Hallsteinn Hallsson dósent við auð- linda deild Land- búnaðarháskóla Íslands SAMFÉLAG Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra ➜ Það er vonandi að íslensk stjórnvöld sjái í gegnum þennan áróður og styðjist við niðurstöður vísindanna… ➜ Ljóst er að þjóðlendu- mál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. ➜ Við viljum sinna okkar daglegu skyld um og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. TVENNU TILBOÐ Sæng+kodd i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.