Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 21.12.2012, Qupperneq 66
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42MENNING Víkingur Heiðar Ólafsson gaf nýverið út Vetrarferð Schuberts á mynddiski og geisladiski í flutn- ingi hans og Kristins Sigmunds- sonar söngvara. Vetrarferðin er þriðji diskurinn sem útgáfufyrir- tæki Víkings Heiðars, Dirrindí, gefur út. Fréttablaðið sló á þráð- inn til Víkings Heiðars og for- vitnaðist um útgáfuna og tildrög hennar. „Mig hafði lengi langað til þess að takast á við Vetrarferðina, verk sem ég hafði þekkt í tíu til fimmtán ár, og mannaði mig svo loks í að spyrja Kristin Sigmunds- son hvort hann væri til í að flytja flokkinn með mér í fyrra. Flutn- ingurinn tókst vel til held ég, ferl- ið var kannski svolítið öðruvísi en alla jafna þar sem Kristinn hefur flutt ljóðaflokkinn reglulega und- anfarin 30 ár og ég aldrei áður,“ segir Víkingur og bætir við að þeir Kristinn hafi smollið vel saman strax á fyrstu æfingunni. „Það kom okkur nánast á óvart hversu sammála við vorum um túlkunina á sumum stöðum og höfðum svo ólíka nálgun annars staðar. Alls staðar náðum við lendingu en samstarfið var dýna- mískt, við erum mjög hreinskilnir báðir.“ Tilraunir á stærri skala Tónleikarnir sem voru í Eldborg voru teknir upp með útgáfu mynd- disks í huga en Víkingur segir að hann hafi fljótlega langað til að taka verkið einnig upp í stúdíói og gefa út bæði tónleikaupptöku og stúdíóupptöku um leið. „Vetrarferðin er svo ólík frá degi til dags og tónleikar vissu- lega allt annað form en stúdíó- upptaka. Mig langaði afar mikið til þess að taka upp Vetrarferðina í stúdíói og reyna að komast eins nálægt þeirri sýn sem ég hafði á verkið og hægt er að komast. Tónlist Schuberts er beinskeytt og berskjölduð og að sumu leyti er auðveldara að flytja flokkinn á tónleikum en í hljóðveri. Túlkun- armöguleikarnir eru svo margir að það getur orðið óhemju flókið mál að hafa valmöguleikann að horfa til baka á miðri leið, eins og maður gerir óumflýjanlega í hljóðverinu. En á móti kemur að þar getur maður leyft sér til- raunir á enn stærri skala, prófað sig áfram með smæstu smáatrið- in, þessi hlutföll í tónlistinni sem erfitt er að koma í orð, en sem allir skynja þó þegar vel tekst til. Öll hugsunin á bak við útgáfuna miðast við þetta fullkomna jafn- vægi milli raddar og píanós sem er að finna hjá Schubert, það fyr- irfinnst ekki taktur af „undirleik“ í Vetrarferðinni. Útkoman voru tvær ólíkar Vetrarferðir,“ segir Víkingur Heiðar en þess má geta að gagnrýnandi Fréttablaðsins, Jónas Sen, hrósaði túlkun Víkings Heiðars og Kristins í hástert og gaf disknum fimm stjörnur. Umbúðir og innihald Víkingur segir mjög gleðilegt að fá hrós fyrir diskinn og útgáfuna sem hann stendur í sjálfur. „Ég hef miklar skoðanir á umbúðum geisladiska, hvaða pappír á að nota og hvernig myndir eiga að vera og fæ auðvitað að ráða allri umgjörð sjálfur sem ég viður- kenni reyndar að er mjög tíma- frekt. Ég var svo heppinn að vinna með frábærum listakonum, þeim Helgu Gerði Magnúsdóttur hönnuði og Karólínu Thorarensen ljósmyndara, að allri myndrænni framsetningu. Það var óskap- lega langt ferli að finna rétta tóninn, en við ákváðum á endan- um að hafa tvær forsíður, maður veit eiginlega ekki alveg hvernig maður á að snúa disknum, þ.e.a.s. hvor hliðin snýr fram og hvor aftur. Og við vildum fanga þenn- an hráa tón í þessum allt að því óþægilegu nærmyndum, en samt með hlýjum litum.“ Er frekar óþolandi „Það kallast á við hljóminn á upp- tökunni sem er tekin upp með close-up hljóðnemum, en samt með fylltum og mjúkum hljómi. Ég hef verið að vinna með frá- bærum tónmeistara, Christopher Tarnow, og það var gaman að hann skyldi líka fá tilnefningu fyrir bestu upptökustjórn til Íslensku tónlistarverðlaunanna um daginn. Ég var svolítið ánægð- ur með það, þar sem ég er örugg- lega frekar óþolandi við hann, endalaust að biðja hann um enn eina útgáfuna af upptökuhljómi og prófa nýjar klippingar,“ segir Vík- ingur Heiðar áður en blaðamaður sleppir honum aftur út í Kaliforn- íusólina en hann er staddur í fríi í Hollywood um þessar mundir. „Ég ákvað þegar var sem mest að gera hjá mér í haust að bóka frí og hitta gamlan skólafélaga hér. Fer svo aftur til Berlínar þar sem ég bý og ætla að halda jólin að þessu sinni en það verður í fyrsta sinn sem ég held jólin annars staðar en heima á Íslandi. Mér líst bara mjög vel á jólastemminguna í Berlín,“ segir hann að lokum. sigridur@frettabladid.is Vildi ná hinu fullkomna jafnvægi Víkingur Heiðar Ólafsson og Kristinn Sigmundsson fl uttu Vetrarferð Schuberts á Listahátíð. Í kjölfarið fóru þeir í stúdíó og tóku ljóðafl okkinn upp. Útgáfurnar báðar er að fi nna á nýjum disk þeirra sem hrósað er í hástert af gagnrýnendum. Það er ýmislegt á döfinni hjá Víkingi Heiðari á komandi ári, meðal annars einleikstónleikar í Washington á menningarhátíðinni Nordic Cool sem haldin verður í febrúar. Í tengslum við þessa hátíð verður efnt til hátíðar- kvöldverðar þar sem meðal annars er búist við friðarverðlaunahafa Nóbels og forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. „Þetta er skemmtilegt ævintýri og hressandi. Það verða að mér skilst þrjú skemmtiatriði á milli rétta þetta kvöldið, þar á meðal mun ég flytja eitt verk,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég hef sett saman mjög skemmtilegan kokteil af norrænum verkum fyrir einleikstónleikana sem hittir vonandi í mark, þetta er mjög metn- aðarfull hátíð þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og öllum list- greinum flytja verk.“ Spilar fyrir Obama í Washington BÆKUR ★★★★★ Ólíver Birgitta Sif. Sigþrúður Gunnarsdóttir. MÁL OG MENNING Það er ekki oft sem á fjörur okkar rekur eins fallega íslenska barnabók og Ólíver eftir Birgittu Sif. Ólíver er skrifuð og teiknuð fyrir yngri kynslóðina, börn þriggja til fimm ára, og fjallar um hvern- ig það er allt í lagi að vera svolítið öðruvísi. Ólíver segir frá litlum dreng sem á ekki aðra vini en tuskudýrin sín þrjú. En það er bara allt í lagi. Ólíver les mikið, ímyndunarafl hans fer á flug og hann og vinirn- ir þrír lenda í miklum ævintýrum. Kassar og púðar eru úlfaldar sem vinirnir fjórir ríða yfir eyðimörk- ina í leit að fjársjóði, sófar eru hrörlegar brýr sem þeir fikra sig varlega yfir. Einn daginn spilar Ólíver á píanó fyrir vini sína, en nú bregður svo við að þeir liggja grafkyrrir og klappa ekki. Ólíver leggur af stað, aleinn, í glænýtt ævintýri og eignast nýja vinkonu. Ólivía er lítil stúlka sem er líka afskaplega sérstök. Myndirnar í bókinni eru léttar og lifandi, en ekki sérlega íslensk- ar. Glæsileg, frönsk yfirvaraskegg prýða efri varir karlmanna, her- bergin í timburhúsunum er vegg- fóðruð og rauðar og hvítar sólhlíf- ar skýla sundlaugargestum fyrir sólinni. Rómantískur blær er yfir teikningunum, og þær eru með sepíaáferð eins og á gömlum ljós- myndum. Góðar samræður á milli mynda og texta einkenn- ir bestu barna- bækurnar, þegar myndirnar styðja ekki bara við text- ann heldur lifa sjálf- stæðu lífi. Myndirn- ar í Ólíver segja aðra og meiri sögu en textinn sjálfur. Þær endurspegla sálarlíf Ólívers. Þegar honum líður vel, þá er mikið að gerast á myndun- um, þær eru stútfullar af dýrum og fólki og hlutum. Yngstu lesendurnir geta starað á þessar blaðsíður tímunum saman og allt- af fundið eitthvað nýtt. En þegar Ólíver er einmana tekur tómarúm- ið blaðsíðurnar yfir. Ólíver er fyrsta bók Birgittu Sifjar. Birgitta lauk meistaranámi í Bretlandi í myndskreytingum fyrir barnabækur og þessi mennt- un skilar sér svo sannarlega í bók- inni. Sagan var upphaflega skrifuð á ensku en hún kom út í Bretlandi síðastliðið haust. Hér birtist hún í íslenskri þýðingu Sigþrúðar Gunn- arsdóttur. Ég er spennt að sjá hvað gerist þegar Birgitta spreytir sig á að teikna íslenskan söguheim. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA: Falleg saga um ímyndunaraflið, góða vini og börn sem eru svolítið sérstök. Gullfalleg barnabók VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON Segir samstarfið við Kristinn Sigmundsson hafa verið mjög dýnamískt. MYND/KAROLINA Öll hugsunin á bak við útgáfuna miðast við þetta fullkomna jafnvægi milli raddar og píanós sem er að finna hjá Schubert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.