Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 38

Fréttablaðið - 21.12.2012, Side 38
FÓLK|HELGIN Hlemmur hefur verið vettvangur tónleikaraðarinnar „Hangið á Hlemmi“ alla laugardaga í desem- ber. Búið er að skreyta bygginguna í anda jólakvikmyndarinnar alræmdu Christmas Vacation, sem þýðir að sögn skipuleggj- enda að meiri áhersla sé lögð á magn jóla- skrauts en gæði. Á morgun stíga tónlistar- mennirnir Jónas Sig og Ómar Guðjóns á stokk og flytja nokkur laga sinna. Þeir félagar ferðuðust nýlega hringinn kringum landið og héldu fjórtán tónleika saman á jafnmörgum dögum. Báðir hafa þeir nýlega gefið út nýjar plötur. Jónas Sig gaf út plötuna Þar sem himin ber við haf, en hana vann hann í samvinnu við Lúðrasveit Þorlákshafnar og tónlistarbands eldri borgara í bænum, Tóna og Trix. Platan var nýlega valin sjö- unda besta plata ársins hjá Fréttablaðinu. Plata Ómars Guðjóns heitir Útí geim og er hún fjórða sólóplata gítarleikarans. Tónleikarnir verða þeir síðustu í tón- leikaröðinni en áður hafa hljómsveitirnar Tilbury, Agent Fresco og Retro Stefsson haldið tónleika á Hlemmi. Tónleikaröðin tengist verkefninu Jólaborgin Reykjavík sem Höfuðborgar- stofa skipuleggur í samvinnu við fjölda aðila á höfuðborgarsvæðinu. Meginmark- mið verkefnisins er að efla höfuðborgina sem jólaborg um jól og áramót gagnvart íbúum borgarinnar og gestum hennar. Tónleikarnir hefjast um kl. 15 á morgun laugardag og það kostar ekkert inn. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 HANGIÐ Á HLEMMI Jónas Sig og Ómar Guðjóns spila fyrir gesti á morgun. JÓLATÓNLEIKAR Á HLEMMI TÓNLEIKAR Sérstök jólastemning verður á Hlemmi á morgun þegar síðustu tónleikar í tónleikaröðinni „Hangið á Hlemmi“ verða haldnir. Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is LAGERSALA Lagersala Ármúla 22 2. Hæð Fullt af frábærum jólagjöfum á frábæru verði Fullt af nýjum vörum Opið alla daga frá 10-17 nema miðvikudaga 10-19 Save the Children á Íslandi Við erum á Facebook Jólakjólar á allan aldur 20% aflsáttur af öllum jólakjólum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.