Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 78

Fréttablaðið - 21.12.2012, Page 78
21. desember 2012 FÖSTUDAGUR| MENNING | 54 Við lifum og hrærumst í neyslusamfélagi og auglýs- ingar glymja í eyrum okkar daglega hvort sem er í útvarpi eða sjónvarpi. Auglýsingar geta vakið upp ljúfar minningar, líkt og gamla, góða Coca Cola- jólaauglýsingin, pirrað okkur eða slegið í gegn líkt og Vodafone-froskurinn. En hvaða fólk er á bak við raddirnar sem hvetja okkur daglega til aukinna við- skipta? HVER Á RÖDDINA? INGVAR E. SIGURÐSSON Ingvar er rödd Icelandair-flugfélagsins og óskar þér góðrar ferðar. EGILL ÓLAFSSON Leikarinn og söngvarinn er meðal annars rödd Toyota- bílategundarinnar. UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR Leikkonan talar inn á auglýsingar Lyfju og Smáralindar. Hlustið eftir því næst. HILMIR SNÆR GUÐNASON Leikarinn vinsæli er rödd Arion banka. STYRMIR SIGURÐSSON Leikstjóranum er margt til lista lagt, hann er rödd TM. GÍSLI ÖRN GARÐARSSON Vesturportleikarinn talar inn á auglýsingar Landsbankans. RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR Söngkonan ljær Húsgagnahöllinni rödd sína. Hönnuðurinn Zac Posen tekur við dómarahlut- verki í raunveruleikaþættinum Project Runway. Þar tekur hann við keflinu af bandaríska fata- hönnuðinum Michael Kors sem hefur tekið þátt í síðustu tíu seríum af raunveruleikaþættinum vinsæla. Project Runway ætti að vera sjónvarpsáhorf- endum og tískuáhugafólki vel kunnugur en hann snýst um að finna næstu stjörnu í fatahönn- unarheiminum. Þessi sería verður sú ellefta og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. Project Runway er stjórnað af ofurfyrirsætunni Heidi Klum og tekur Posen sér sæti við hlið hennar, tískuritstjóra bandaríska Elle, Ninu Garcia, og Tim Gunn. Kors mun þó koma fram sem gestadómari í lokaþættinum en meðal annarra gestadómara í nýju seríunni eru Kristen Davis, Susan Sarandon, Bette Midler og Joan Rivers. Nýr stjórnandi Project Runway Í SJÓNVARPIÐ Zac Posen tekur við keflinu af Michael Kors í raunveruleikaþátt- unum Project Runway. NORDICPHOTOS/GETTY Aðdáendur gamanmyndarinnar Anchor man geta glaðst yfir því að framhaldsmyndin Anchorman: The Legend Continues kemur í bíó á næsta ári. Slæmu fréttirnar fyrir þá er að hún kemur ekki út vestanhafs fyrr en 20. desember. Þá snýr Will Ferrell aftur sem fréttaþul- urinn Ron Burgundy. Með önnur hlutverk í myndinni fara Steve Carell, Christina Apple- gate og Paul Rudd. Á næsta ári verða liðin níu ár síðan fyrri myndin kom út og því hefur biðin verið ansi löng eftir framhald- inu. Vince Vaughn verður áfram í hlutverki and- stæðings Burgundy, Wes Mantooth. Á hinn bóginn er óvíst hvort Ben Stiller snúi aftur. Orðrómur hefur einnig verið um að Kristin Wiig verði á meðal leikara. Fyrri myndin, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, fjallaði um fréttaþulinn Burgundy sem átti erfitt með að sætta sig við ráðningu fréttaþularins Veronicu Corn- ingstone. Anchorman 2 í bíó í desember Eitt ár er í frumsýningu gamanmyndarinnar um fréttaþulinn Ron Burgundy. ANCHORMAN Will Ferrell var í aðalhlutverki í fyrri myndinni, Anchor- man: The Legend of Ron Burgundy. Dansk julegudstjeneste holdes i domkirken mandag den 24. december kl. 15.00 ved pastor María Ágústdóttir. Danmarks ambassade Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.