Fréttablaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 21.12.2012, Blaðsíða 83
FÖSTUDAGUR 21. desember 2012 | MENNING | 59 Söngkonan Selena Gomez skemmti sér ásamt Ronan Far- row á þriðjudagskvöld. Gomez og Farrow, sem er sonur Miu Farrow og Woody Allen, eru bæði sérleg- ir sendiherrar UNICEF. Vefsíðan HollywoodLife.com hefur það staðfest að Gomez og söngvarinn Justin Bieber eru nú endanlega hætt saman, en parið tók aftur saman í mjög skamman tíma eftir að fyrst voru sagðar fréttir af sambandsslitum þeirra. Gomez virðist ekki gráta sam- bandið, því á mynd sem Farrow birti á Twitter-síðu sinni, sést söngkonan faðma Farrow inni- lega. Við myndina skrifaði Far- row: „Ekki skora á hina yndislegu Selenu Gomez í danskeppni. Þú munt tapa.“ Farrow er menntaður lög- fræðingur frá Yale-háskóla og starfar bæði sem blaðamaður og sérfræðingur hjá Hvíta húsinu. Hann sinnir mannúðarstörfum af miklum móð og mat tímaritið Forbes hann sem eitt af þrjátíu áhrifamestu ungmennum ársins 2012. Tapaði fyrir Selenu Gomez TAPAÐI FYRIR GOMEZ Ronan Farrow, sem er hér ásamt móður sinni Miu Farrow, sagðist hafa tapað í danskeppni við Selenu Gomez. NORDICPHOTOS/GETTY Pekanhnetur og jurtir: 2 dl pekanhnetur 2–3 sellerístilkar, skornir í bita 1/2 blaðlaukur, skorinn smátt 1/2 rauð paprika, skorin í teninga 1 rauðlaukur, skorinn smátt 1 grænt epli, skorið í teninga 1/2 fenníka, skorin smátt 1 rauður chilipipar, fræhreinsaður, smátt skorinn 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 4 msk fersk estragonblöð, skorin smátt 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1 msk hlynsíróp kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga Kastaníuhnetur, ávextir og beikon: 2 dl kastaníuhnetur 1/2 dl furuhnetur 4 plómur, 4 apríkósur, 2 nektarínur, flysjaðar, steinninn fjarlægður og skornar í báta 1 dl vínber, steinlaus og skorin í tvennt 1 grænt epli, skorið í teninga 2 sellerístönglar, skornir smátt 8 sneiðar beikon, fínt skorið og steikt. 2 greinar rósmarín + 2 greinar timjan, heilar 250 g smjör, brætt 3 msk hvítvínsedik (eða annað úrvals vínedik) 1–3 msk hlynsíróp (fer eftir súrleika ávaxtanna) kryddsalt og svartur og hvítur pipar úr kvörn 6–8 sneiðar heilhveitibrauð, skorið í teninga Skolið fuglinn vel undir köldu vatni að innan og utan. Þerrið vel með eldhúspappír. Saltið (gjarnan með kryddjurtasalti) að innan. Að fylla kalkúna er ekki eingöngu sem meðlæti með hátíðarrétt- inum heldur er það líka bragð- og kryddkeimurinn sem skiptir máli. Best er að matreiða kalkúnann við lágan hita og lengi í ofni. Þumalfingursreglan er 120° og 40 mínútur á kíló. Pensla hann stöðugt með bráðnu smjöri sem hefur verið kryddað með salti og pipar. Einnig er vinsælt að væta viskustykki upp úr bræddu smjörinu og leggja ofan á. Þá smyr fuglinn sig sjálfur. Að loknum eldunartímanum er fuglinn tekinn út og ofninn hækkaður upp í 220°. Þegar það hitastig er komið smellið þá kalkúnanum í ofninn og brúnið við háa hitann í nokkrar mínútur. Athugið að fara þá ekkert frá ofninum og fylgist mjög vel með svo að kalkúninn brúnist ekki of mikið og brenni. Pekanhnetur og jurtir. Blandið hnetunum og öllum jurtunum saman, nema rósmarín og timjangreinunum í víða skál. Hellið bræddu smjörinu yfir, kryddið og piprið rausnarlega með bæði hvítum og svörtum pipar. Látið brauðteningana út í og blandið vel saman með sleif. Rósmarín- og timjangreinarnar stingast svo heilar með fyllingunni þegar hún fer í kalkúnann og verða fjarlægðar að lokinni eldun. Kryddjurtagreinarnar gefa ilm og angan í fyllinguna. Kastaníuhnetur, ávextir og beikon. Blandið innihaldinu saman eins og lýst er hér að ofan. Rósmarín og timjangreinar einnig not- aðar á sama hátt. KALKÚNI OG TVÆR FYLLINGAR 5–6 kílóa kalkúni fyrir 10–12 Leikkonan Drew Barrymore er í for- síðuviðtali í nýjasta tölublaði tímarits- ins Allure. Þar talar hún meðal annars um það að besta vinkona hennar, gam- anleikkonan Kristen Wiig, og fyrrver- andi kærasti hennar Fabrizio Moretti, trommuleikari The Strokes, séu byrj- uð saman. Moretti og Barrymore voru par árið 2005 en Barrymore er glöð yfir ráðahagnum. „Þetta er allt pínulít- ið skrýtið og smá eins og sifjaspell en svona virkar lífið víst. Þau passa mjög vel saman, þegar þau byrjuðu saman hugsaði ég strax „já auðvitað, þetta er fullkomin blanda“. Barrymore er nýgift listaverkasal- anum Will Koppelman og eiga þau saman dótturina Oliviu. Barrymore segist yfir sig hamingjusöm og að þau hjónin passi vel saman. „Bakgrunn- ur okkar er misjafn en við erum ekki andstæður. Við deilum ást á list, tón- list og erum ævintýragjörn,“ segir Barrymore sem segist vera farin að opna augun fyrir tískuheiminum en tengdafaðir hennar er fyrrum stjórn- arformaður Chanel-tískuhússins. „Ég klæðist miklu meira Chanel en áður og mér líkar vel að tengjast fjölskyldufyr- irtækinu.“ Ánægð með fyrrverandi og bestu vinkonuna Leikkonan Drew Barrymore talar um ástarsamband fyrrverandi kærasta síns og bestu vinkonu í forsíðuviðtali. HAM- INGJUSÖM Leikkonan Drew Barry- more er yfir sig ham- ingjusöm með nýbakaða eigin- mann- inum Will Koppel- man. MEÐ FYRRVERANDI Besta vinkonan, leik- konan Kristen Wiig, er byrjuð með fyrrverandi kærasta Barrymore. Lars Ulrich, trommari rokksveit- arinnar Metallica, tjáir sig um væntanlega plötu sveitarinnar í janúarhefti tímaritsins Metal Hammer. „Hún verður kraftmikil, hröð og hávær. Og það verða gítar- sóló og alvöru sneriltromma,“ en þar vísar hann til plötunnar St. Anger, sem sveitin sendi frá sér árið 2003. Hún var harð- lega gagnrýnd fyrir að innihalda hvorugt. Lars segir nýja efnið vera rök- rétt framhald af plötunni Death Magnetic, sem kom út fyrir fjór- um árum, en þó verða aðdáendur sveitarinnar að bíða útgáfunnar til ársins 2014. Í millitíðinni fá þeir þó dular- fulla þrívíddarmynd frá hljóm- sveitinni, sem stefnt er á að komi út næsta sumar. - hva Hröð og hávær Metallica Quentin Tarantino vill að ekki að fólki líði illa þegar þar horfir á myndirnar hans. Eina markmiðið hans er að persónurnar í mynd- inni séu sýndar á eins heiðarleg- an og sannan hátt og hægt er. Nýjasta mynd hans, Django Unchained, hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna, þar á meðal fimm Golden Globe-verðlauna. Einhverjir hafa samt amast yfir talsmáta leikaranna í myndinni. „Þegar ég er að semja handrit eru það persónurnar sem tala. Eina skyldan mín er að sýna þær í eins réttu ljósi og ég get,“ sagði hann við tímaritið Shortlist. Tarantino vill heiðarleika DJANGO UNCHAINED Nýjasta mynd Tarantino er komin í bíó vestanhafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.