Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 66

Fréttablaðið - 22.12.2012, Page 66
FÓLK| Það er engin ástæða til að vera í fýlu yfir því að fá ekki skötu á Þorláksmessu. Það eru ýmsir staðir sem bjóða til skötuveislu og ekki er nú verra að hafa góðan félagsskap með og eitthvað til að skrafa um. Á Grand Hóteli Reykjavík verður Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heiðurs- gestur á skötuhlaðborðinu. Þar fer hann með gamanmál eins og honum einum er lagið, spjallar um lífið og til- veruna og minnist án efa eitthvað á þjóðmálin og pólitíkina. Guðni mun hefja raust sína klukkan 12.45 en hlaðborðið stendur yfir frá klukkan 12-14 á Þorláksmessu. Þá mun Reynir Sigurðsson tónlistar- maður þenja harmonikk- una. Á boðstólum verður kæst vestfirsk skata sem rífur vel í, kæst og söltuð skata ásamt smáskötu, saltfiski og nætursöltuðum fiski. Meðlæti verður ekki af skornum skammti; kartöflur, rófur, rúgbrauð, soðkökur, flatkökur, laufabrauð og fleira. Sem sagt veglegt skötuhlaðborð í notalegu umhverfi með Guðna og rammíslenskan harmonikku- leik. 6 | FÓ K | JÓL Skata er ekki allra. Lyktin er sterk og bragðið eftir því. Hefð-in er þó jafnvel enn sterkari en lyktin og margir sem slafra lykt- sterkri skötunni í sig til að halda í hefðina. Hólmgeir Einarsson, fisksali í Mjóddinni, er þó ekki í þeim flokki. Honum þykir skata hinn mesti herra- mannsmatur. „Ég hlakka eiginlega meira til að borða skötuna á Þorlák en matinn á aðfangadagskvöld. Marg- ir myndu nú hvá við það að verka skötu en ég hreinlega fæ bara vatn í munninn,“ segir Hólmgeir og hlær. SKATA, SALTFISKUR, HÁKARL OG BRENNIVÍN Hólmgeir verkar sína skötu sjálfur en er með tindabikkju að vestan. „Já, ég er með tvær tegundir. Eina létt- saltaða og kæsta sem flestir taka. Enda mildari útgáfa en sú sterkari sem ekki er lögð í pækil. Svo er það tindabikkjan frá Tálknafirði.“ Yngsta kynslóðin á það til að fussa og sveia og skella túlanum í lás um leið og húsið fyllist af skötu- ilmi. „Aðrir valkostir eru saltfiskur, tilbúnir saltfisksréttir eða annað gott fiskmeti fyrir þá sem ekki þola skötuna.“ Fleira gotterí er þó í boði fyrir þá sem þora. „Mjög gott er að grípa með sér súran hval, hákarl og harðfisk til að bjóða upp á með. Þá er mjög góð hefð að fá sér snafs af íslensku brennivíni eða ákavíti á undan.“ GÓÐIR NÁGRANNAR Það er vandaverk að reka fiskbúð í verslunarmiðstöð. Sérstaklega þegar Þorláksmessa nálgast. Lyktin af skötunni er sterk og spyr hvorki veggi né dyr að því hvert eða hvort hún megi líða um loftið. „Ég á góða og umburðarlynda nágranna. Kven- fataverslunin Frú Sigurlaug er hérna við hliðina á mér og þegar ég fór til að afsaka mig yfir lyktinni sögðu þær bara: „Og hvaða máli skiptir það.“ Svo er hérna læknavakt og fleiri verslanir. Allir eru afskaplega elskulegir og láta sig hafa það. Enda ekki nema í tíu daga á ári.“ ERFITT AÐ EIGA VIÐ LYKTINA Ýmis ráð eru til að minnka skötulykt en í raun og veru afar fátt sem virkar nema að litlu leyti. „Sumir setja viskustykki yfir pottinn, henda smá kanil á eldavélarhelluna og fleira. Best er að elda skötuna úti við eða í bílskúrnum. Ég veit til þess að fólk hafi bara sett pott á grillið og soðið skötuna þannig.“ OPIÐ TIL FJÖGUR Á ÞORLÁKSMESSU Lyktin af skötunni gerir það að verk- um að fólk geymir í lengstu lög að kaupa hana. „Stærstu dagarnir eru 22. og 23. desember. Enda er opið í dag og á morgun frá 10-16. Það er því alls ekki of seint að ná sér í vænan skötubita.“ ■ vidir@365.is SKÖTUILMUR LÍÐUR UM MJÓDDINA HERRAMANNSMATUR Skötulykt líður um Mjóddina þar sem Hólmgeir Einarsson stendur vaktina svo að skötugráðugur landinn geti gleypt hana í sig á Þorláksmessu. Honum þykir skatan hinn mesti herramannsmatur. BETRA EN JÓLAMATURINN Hólmgeir hlakkar meira til að borða skötuna á Þorláksmessu heldur en matarins á aðfangadag. MYND/GVA SKÖTUHLAÐBORÐ OG GAMANMÁL Óþarfi er að vera heima í fýlu. Guðni Ágústsson verður í skötuveislu á Grand Hóteli Reykjavík. HEIÐURSGESTUR Guðni Ágústsson getur verið gaman- samur og verður það örugglega á Grand Hóteli Reykjavík á Þorláksmessu. Við erum á Facebook Jólakjólar á allan aldur 20% aflsáttur af öllum jólakjólum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.