Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 66
FÓLK|
Það er engin ástæða til að vera í fýlu yfir því
að fá ekki skötu á Þorláksmessu. Það eru
ýmsir staðir sem bjóða til skötuveislu og ekki
er nú verra að hafa góðan félagsskap með og
eitthvað til að skrafa um.
Á Grand Hóteli Reykjavík verður Guðni
Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, heiðurs-
gestur á skötuhlaðborðinu. Þar fer
hann með gamanmál eins og honum
einum er lagið, spjallar um lífið og til-
veruna og minnist án efa eitthvað á
þjóðmálin og pólitíkina. Guðni mun
hefja raust sína klukkan 12.45 en
hlaðborðið stendur yfir frá klukkan
12-14 á Þorláksmessu. Þá mun
Reynir Sigurðsson tónlistar-
maður þenja harmonikk-
una. Á boðstólum verður
kæst vestfirsk skata sem
rífur vel í, kæst og söltuð
skata ásamt smáskötu,
saltfiski og nætursöltuðum
fiski. Meðlæti verður ekki af
skornum skammti; kartöflur,
rófur, rúgbrauð, soðkökur,
flatkökur, laufabrauð og fleira.
Sem sagt veglegt skötuhlaðborð
í notalegu umhverfi með Guðna
og rammíslenskan harmonikku-
leik.
6 | FÓ K | JÓL
Skata er ekki allra. Lyktin er sterk og bragðið eftir því. Hefð-in er þó jafnvel enn sterkari
en lyktin og margir sem slafra lykt-
sterkri skötunni í sig til að halda í
hefðina. Hólmgeir Einarsson, fisksali
í Mjóddinni, er þó ekki í þeim flokki.
Honum þykir skata hinn mesti herra-
mannsmatur. „Ég hlakka eiginlega
meira til að borða skötuna á Þorlák
en matinn á aðfangadagskvöld. Marg-
ir myndu nú hvá við það að verka
skötu en ég hreinlega fæ bara vatn í
munninn,“ segir Hólmgeir og hlær.
SKATA, SALTFISKUR, HÁKARL OG
BRENNIVÍN
Hólmgeir verkar sína skötu sjálfur
en er með tindabikkju að vestan. „Já,
ég er með tvær tegundir. Eina létt-
saltaða og kæsta sem flestir taka.
Enda mildari útgáfa en sú sterkari
sem ekki er lögð í pækil. Svo er það
tindabikkjan frá Tálknafirði.“
Yngsta kynslóðin á það til að
fussa og sveia og skella túlanum í lás
um leið og húsið fyllist af skötu-
ilmi. „Aðrir valkostir eru saltfiskur,
tilbúnir saltfisksréttir eða annað
gott fiskmeti fyrir þá sem ekki þola
skötuna.“ Fleira gotterí er þó í boði
fyrir þá sem þora. „Mjög gott er að
grípa með sér súran hval, hákarl
og harðfisk til að bjóða upp á með.
Þá er mjög góð hefð að fá sér snafs
af íslensku brennivíni eða ákavíti á
undan.“
GÓÐIR NÁGRANNAR
Það er vandaverk að reka fiskbúð
í verslunarmiðstöð. Sérstaklega
þegar Þorláksmessa nálgast. Lyktin
af skötunni er sterk og spyr hvorki
veggi né dyr að því hvert eða hvort
hún megi líða um loftið. „Ég á góða
og umburðarlynda nágranna. Kven-
fataverslunin Frú Sigurlaug er hérna
við hliðina á mér og þegar ég fór
til að afsaka mig yfir lyktinni sögðu
þær bara: „Og hvaða máli skiptir
það.“ Svo er hérna læknavakt og
fleiri verslanir. Allir eru afskaplega
elskulegir og láta sig hafa það. Enda
ekki nema í tíu daga á ári.“
ERFITT AÐ EIGA VIÐ LYKTINA
Ýmis ráð eru til að minnka skötulykt
en í raun og veru afar fátt sem virkar
nema að litlu leyti. „Sumir setja
viskustykki yfir pottinn, henda smá
kanil á eldavélarhelluna og fleira.
Best er að elda skötuna úti við eða
í bílskúrnum. Ég veit til þess að fólk
hafi bara sett pott á grillið og soðið
skötuna þannig.“
OPIÐ TIL FJÖGUR Á ÞORLÁKSMESSU
Lyktin af skötunni gerir það að verk-
um að fólk geymir í lengstu lög að
kaupa hana. „Stærstu dagarnir eru
22. og 23. desember. Enda er opið í
dag og á morgun frá 10-16. Það er því
alls ekki of seint að ná sér í vænan
skötubita.“ ■ vidir@365.is
SKÖTUILMUR LÍÐUR UM MJÓDDINA
HERRAMANNSMATUR Skötulykt líður um Mjóddina þar sem Hólmgeir Einarsson stendur vaktina svo að skötugráðugur landinn
geti gleypt hana í sig á Þorláksmessu. Honum þykir skatan hinn mesti herramannsmatur.
BETRA EN
JÓLAMATURINN
Hólmgeir hlakkar meira
til að borða skötuna á
Þorláksmessu heldur en
matarins á aðfangadag.
MYND/GVA
SKÖTUHLAÐBORÐ
OG GAMANMÁL
Óþarfi er að vera heima í fýlu. Guðni Ágústsson
verður í skötuveislu á Grand Hóteli Reykjavík.
HEIÐURSGESTUR
Guðni Ágústsson
getur verið gaman-
samur og verður það
örugglega á Grand
Hóteli Reykjavík á
Þorláksmessu.
Við erum á Facebook
Jólakjólar á allan aldur
20% aflsáttur af öllum jólakjólum