Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Síða 4

Fréttatíminn - 07.01.2011, Síða 4
Færri ný einkahlutafélög Í nóvember 2010 voru skráð 117 ný einka- hlutafélög (ehf.) samanborið við 208 í október 2009, sem jafngildir tæplega 44% fækkun milli ára, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Eftir bálkum atvinnu- greina voru flest einkahlutafélög skráð í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1.483 fyrstu 11 mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um rúmlega 37% frá sama tímabili árið 2009 þegar 2.359 ný einkahlutafélög voru skráð. -jh Gjaldþrotum fjölgar Alls var 101 fyrirtæki tekið til gjaldþrota- skipta í nóvember 2010 samanborið við 80 fyrirtæki í nóvember 2009, sem jafngildir rúmlega 26% aukningu milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 er fjöldi gjaldþrota 877 sem er tæplega 6% aukn- ing frá sama tímabili árið 2009 þegar 829 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. -jh Staða ríkissjóðs betri en áætlað var Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 72,7 milljarða króna en var neikvætt um 122,8 milljarða króna á sama tímabili 2009. Tekjur reyndust um 44,2 milljörðum króna hærri en í fyrra á meðan að gjöldin drógust saman um 12,6 milljarða króna milli ára. „Þetta er mun betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um rúma 105 milljarða króna, segir í tilkynningu fjár- málaráðuneytisins. Einkaneysla er að aukast ef litið er til talna um vöruinnflutning sem var 1,4% meiri að magni til á fyrstu ellefu mán- uðum síðasta árs en á sama tímabili árið á undan. Aukningin er þó meiri ef aðeins er tekið mið af almennum innflutningi, þ.e. án óreglulegra liða á borð við skip eða flugvélar. Þá nemur aukningin 5,6%, samkvæmt samantekt Greiningar Íslandsbanka. Um 15,5% meira var flutt inn af fatnaði og um 10,9% meira af heimilistækjum og húsbúnaði en árið á undan. Þá vekur athygli að innflutn- ingur einkabíla jókst um 6,7% milli ára. Aukningin var minni í innflutningi matar- og drykkjarvara, eða 2,4%. Samdráttur var einungis í þremur vöruflokkum sem heyra undir neysluvarning, þ.e. í inn- flutningi áfengis, tóbaks og lyfja. -jh Einkaneysla eykst á ný Er þinn auður í góðum höndum? Byrjaðu árið með Auði • Séreignarsparnaður • Sparnaður • Eignastýring Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is Óháð staða skilar árangri K nattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen mun gefa skýrslu símleiðis frá Englandi í dag, föstudag, þegar aðalmeð- ferð í máli hans gegn ritstjórum DV, Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni, og blaða- manninum Inga Frey Vilhjálms- syni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta staðfestir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára, í sam- tali við Fréttatímann. Málið snýst um um- fjöllun DV um fjármál Eiðs Smára. Hann taldi umfjöll- unina vera brot á lögum um friðhelgi einkalífsins og fór í mál á þeim forsendum. Lögmenn stefndu, Gunnar Ingi Jó- hannsson og Vilhjálmur Hans Vilhjálms- son, fóru fram á að Eiður Smári gæfi skýrslu. Heiðrún Lind sagði að það væri ekkert við því að segja ef lögmenn vildu taka skýrslu af aðilum málsins en hún sæi hins vegar ekki hverju Eiður Smári gæti bætt við málið. „Þetta stendur skýrt í stefnunni og engu við það að bæta,“ segir Heiðrún Lind. Hinir stefndu fóru jafnframt fram á að Eið- ur Smári legði fram fjárhagsleg gögn á borð við skattskýrslur undanfarinna ára. Heiðrún Lind segir að ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. „Slík gögn skipta engu máli enda snýst málið ekki um það hvort fréttin sé rétt eða röng heldur um það hvort rétt sé að fjalla um fjármál einstaklinga,“ segir Heiðrún Lind. Óvíst er hvort Eiður Smári verður í leik- mannahópi Stoke sem mætir Cardiff á heima- velli á morgun, laugardag, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Hann var ekki í hópn- um í tapleik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á þriðjudaginn. Allt bendir til þess að Eiður muni yfirgefa raðir Stoke á með- an leikmannamarkaðurinn er opinn í janúar. Hann hefur fengið fá tækifæri hjá Tony Pulis, knattspyrnustjóra liðsins, síðan hann gekk í raðir liðsins í ágúst frá franska liðinu Mónakó. Hann hefur verið orðaður við ensku úrvals- deildarliðin Fulham, Black- burn og West Ham og 1. deildarliðin Swansea og Reading. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  dómsmál Eiður smári gEgn dV Eiður Smári Guð- johnsen kemst ekki til landsins vegna anna en fær símtal til Englands. Nordic Photos/Getty Images Símatími hjá Eiði Smára í dómsal Aðalmeðferð í dómsmáli Eiðs Smára Guðjohnsen gegn ritstjórum DV, Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni, og blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni fer fram í dag. Málið snýst um umfjöllun DV um fjármál Eiðs Smára. Hann taldi umfjöll- unina vera brot á lögum um friðhelgi einkalífsins og fór í mál á þeim forsendum. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Enn Er útlit fyrir Slæmt fErðavEður á landinu. HvöSS n- oG na-átt oG él Eða SnjÓkoma norðan- oG auStan- landS. nær að Hlána lítilSHáttar um tíma SuðauStan- oG auStanlandS. HöfuðborGarSvæðið: STrEkkinGS n-áTT, kAlT oG Smáél. vEður vErður orðið mun SkaplEGra, HæGari vindur oG úrkomulítið norðan- oG auStantil. léttir til Syðra. HöfuðborGarSvæðið: n-bláSTur. bjArT yFir, En FrEmur kAlT. Enn n-átt, En tiltölulEGa HæG. EinHvEr él, Einkum auStanlandS, En bjart Sunn- anlandS oG vEStan. HEldur Harðnandi froSt, aðallEGa inn til landSinS. HöfuðborGarSvæðið: Að mESTur bjArT vEður oG HEldur HArðnAndi FroST. HæGur vindur. vetrarríki og kuldi Eftirhreytur af norðanhvelli þrettándans verða á landinu í dag, föstudag. Enn verður nokkuð hvasst með hríð og skafrenningi fyrir norðan og austan. Tæpast ferðaveður á milli landshluta. Hins vegar skánar mikið á laugardag og sunnudag, þó enn sé spáð norðanátt og vetrarríki. munar mestu að vind hægir mikið og um leið dregur úr snjófjúki. Sunnan- lands lætur snjórinn hins vegar enn bíða eftir sér. Þessa vetrardaga með með kaldri norðanáttinni þarf svo sannarlega að taka mið af vindkælingu, en hún getur orðið umtalsverð við þessi skilyrði. 4 8 3 1 1 5 4 7 4 3 8 5 12 9 7 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Klæddu þig vel www.66north.is laugavegur dúnkápa 4 fréttir Helgin 7.-9. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.