Fréttatíminn - 07.01.2011, Síða 22
Þ
egar ár kveður og nýtt tek-
ur við, liggja flest okkar
yfir völvuspám dagblað-
anna. Hvað skyldi nýja árið
nú færa okkur? Slíkar upp-
lýsingar geymast oft ekki lengi í minni
okkar, en þegar við tökum sjálf skrefið
og leitum upplýsinga hjá miðlum horfir
málið öðruvísi við. Þá erum við að leita
svara við persónulegum spurningum
og um eigin framtíð.
En hvers vegna sækir fólk til miðla?
Er rétt að raska ró hinna látnu? Slíkar
spurningar koma iðulega upp þegar
einhver segist vera að fara til miðils en
þeir sem það gera svara gjarna: „Ég er
ekki að raska ró neins sem látinn er.
Þeir koma sem vilja koma, með þau
skilaboð sem þeir telja nauðsynleg.“
Játaði svik á miðilsfundum
Fyrir sjötíu árum kom upp stórmál
þegar þekktur miðill, Lára Ágústs-
dóttir, viðurkenndi við yfirheyrslur hjá
rannsóknarlögreglunni að hafa haft í
frammi svik á miðilsfundum í fjölda-
mörg ár. Svikin fólust einkum í því að
Lára notaði slæður og andlitsgrímur
á svokölluðum líkamningafundum,
en hún sagðist þó vera skyggn og tala
ósjálfrátt. (Morgunblaðið 27. október
1940)
Við þennan atburð og játningu Láru
misstu margir alla trú á miðlum, en sá
miðill sem í mestum metum varð eftir
þetta var Hafsteinn Björnsson. Margar
góðar sögur eru til af Hafsteini og er
ein þeirra sú að hann hafi gerst búðar-
maður á yngri árum, en þar sem hann
gat ekki gert sér grein fyrir hvort fyrir
framan hann stóðu lifandi eða látnir var
hann víst ekki eftirsóttur starfsmaður
í versluninni! Hafsteinn hlaut mikla
þjálfun og meðal þeirra sem stóðu að
henni voru Einar H. Kvaran, Jónas Þor-
bergsson, Einar Loftsson og fleiri.
Nú á dögum heyrist minna af þjálfun
miðla en þó munu margir hljóta þjálfun
bæði innanlands og utan. Hér á landi
eru starfandi talnaspekingar, dulmiðl-
ar, konur og menn sem spá í bolla og
spil, en hér spyrjum við eingöngu um
þá sem virðast sjá og heyra það sem
okkur hinum er hulið.
En hverjir eru bestir? Flestir þeirra
sem rætt var við vegna þessarar greinar
nefndu einkum fjóra miðla: Láru Höllu
Snæfells, Skúla Lórenzson, Guðrúnu
Pálsdóttur og Ólöfu Guðnadóttur.
Ólöf miðill
Um Ólöfu Guðnadóttur í Hafnarfirði
fékk ég margar skemmtilegar sögur.
Ung stúlka, skotin í strák, leitaði til
Ólafar – auðvitað í þeirri von að Ólöf sæi
að nú kæmist á samband milli hennar
og unga herrans. En nei, ekki var orði
minnst á þann dreng. „Þú munt verða
orðin móðir tvíbura og frægur barna-
bókarithöfundur innan við þrítugt,“
sagði Ólöf, og jafnframt að hún yrði að
vera undir það búin að afi hennar færi
að kveðja þetta líf. Afinn, sem var stál-
hraustur þegar stúlkan fór til Ólafar,
lést nokkrum vikum síðar. Á þessum
tíma var stúlkan í námi og ætlaði sér
ekki að flytja að heiman en Ólöf full-
yrti að í mánuði sem hún tiltók yrði hún
flutt í íbúð, sem hún lýsti afar vel. Þetta
stóðst algjörlega. Tvíburarnir eru hins
vegar ókomnir, unga stúlkan orðin ríf-
lega fertug og hefur aldrei skrifað orð
sem tengist bókmenntum.
Að sættast við þann sem er að
kveðja
Til að komast að hjá Ólöfu þarf að
skrifa niður nafn sitt og símanúmer og
stinga inn um lúguna hjá henni. Ólöf
hringir í viðkomandi þegar hún finnur
að nú sé tímabært að ræða við mann-
eskjuna. Þannig var það í tilviki eldri
konu, en dóttir hennar hafði farið með
nafn hennar á blaði heim til Ólafar. Ólöf
hringdi einn morguninn og sagði kon-
unni að hún yrði að vera mætt klukk-
an eitt, það væru áríðandi skilaboð til
hennar. Bíllaus konan tók sér frí úr
vinnunni og skellti sér með leigubíl í
Hafnarfjörðinn. Skilaboð Ólafar voru
þau að hún yrði að fá börnin sín til að
sættast við föður sinn, en illdeilur höfðu
staðið um árabil. „Maðurinn þinn fyrr-
verandi verður látinn innan mánaðar
og börnin mega ekki búa við hatur og
reiði. Ég sé móður hans við uppbúið
rúm og það þýðir aðeins eitt.“ Þar sem
Ólöf býður upp á að miðilsfundurinn sé
tekinn upp – eins og flestir miðlar gera
– gátum við heyrt að fundurinn fór fram
17. mars 1996. Hinn 17. apríl sama ár
var maðurinn borinn til grafar. Börnin
höfðu farið að tilmælum móðurinnar,
öll sem eitt, farið til föður síns og sæst
við hann.
Skemmtileg ástarsaga
Kona á miðjum aldri, fullviss um að ást-
ina væri hvergi að finna, fór til Ólafar
sem sagði henni að innan skamms yrði
henni boðið í veislu. Konan yrði staðsett
þannig í íbúðinni að við henni blöstu
útidyrnar og inn um þær gengi maður
sem hún ætti eftir að verða ástfangin af.
„Hann er fráskilinn tveggja barna faðir,
mikill útivistarmaður, hár og myndar-
legur.“ Nokkru síðar var boðið til veislu
– og þegar í húsið var komið kom í ljós
að húsráðendur höfðu breytt uppröðun
húsgagnanna. Konunni sem um ræðir
var boðið til sætis – beint á móti útidyr-
unum. Nokkrum mínútum síðar opnuð-
ust þær og inn gekk maðurinn sem Ólöf
hafði lýst. Ástarævintýrið varði í eitt ár
– en þá var úti ævintýri. Það breytir þó
engu um það að Ólöf sá nákvæmlega
fyrir það sem gerðist nokkrum mán-
uðum áður en konan fann ástina!
Hús í útlöndum
„Ég fór fyrst til Ólafar árið 1991,“ segir
tæplega sextug kona. „Þá hafði ég verið
gift í átján ár og við áttum fjögur börn,
tvær dætur og tvo syni. Ólöf sagði mér
að manninum mínum myndi bjóðast
starf í útlöndum, lýsti landinu og stað-
háttum og auk þess húsinu sem hún
sagði að við myndum búa í. Á þessum
tíma var maðurinn minn í góðri vinnu
hér og við áttum engan veginn von á
því að flytja frá Íslandi. En ári síðar
fékk hann atvinnutilboð frá útlöndum.
Þegar við komum að húsinu sem búið
var að velja fyrir okkur mundi ég hvað
Ólöf hafði sagt – en sá enga samlíkingu
með hennar lýsingu og húsinu. Það var
ekki fyrr en ég stóð í bakgarðinum að
myndin kom upp í huga mér. Húsið leit
út nákvæmlega eins og Ólöf hafði lýst
því. Hún sagði mér líka að ég myndi
eignast þriðju dótturina í þessu landi,
en það þótti mér afar ótrúlegt því ég var
að nálgast fertugt. En viti menn: Þarna
fæddist okkur fimmta barnið, stúlka!
Á þessum miðilsfundi hjá Ólöfu spurði
ég hana hvort við myndum nokkuð
búa í útlöndum meira en í eitt, tvö ár,
en hún sagðist sjá átta ár fram í tím-
ann og mig þá ennþá í útlöndum. Það
stóð allt heima og við fluttum ekki heim
fyrr en fyrir fimm árum. Það sem mér
fannst erfiðast við tímann hjá Ólöfu var
að ég var alls ekki nógu hamingjusöm
á þessum tíma og spurði hvort hún sæi
nokkuð skilnað fram undan hjá mér.
„Ekki næstum því strax,“ svaraði hún,
„en það verður skilnaður.“ Hún lýsti
þeim manni sem ég ætti eftir að giftast,
sagði að börnin hans yrðu í fyrstu ósátt
við mig en síðan myndi allt falla í ljúfa
löð. Þetta hefur allt gengið eftir. Það
sem þó situr einna fastast í mér er að
Ólöf lýsti algjörlega fyrri konu manns-
ins míns núverandi, konu sem ég hafði
aldrei séð, en þegar ég hitti hana fyrst
hefði ég þekkt hana hvar sem var eftir
lýsingu Ólafar! Það var mögnuð upp-
lifun.“
Lára Halla
Því miður náðist ekki í miðilinn Láru
Höllu fyrir vinnslu þessarar greinar. Ég
ræddi við þrjár ungar konur sem höfðu
farið til hennar – og engin á sama stað-
inn! Ein fór í Grafarvog, önnur í Hafnar-
fjörð og sú þriðja í Kópavog, en þeim
bar saman um að Lára Halla væri stór-
kostlegur miðill.
„Þegar ég fór til Láru Höllu í haust
var ég ánægð í mínu námi og ætlaði
mér að ljúka því,“ segir 24 ára kona
sem stundar háskólanám. „Ég hef
farið til nokkurra miðla en Lára Halla
situr svo sterkt í mér því hún las mig
algjörlega. Hún vissi um tilfinningar
sem ég hef haldið alveg fyrir sjálfa
mig; vissi nákvæmlega hverju ég væri
að velta fyrir mér og hvernig mér leið.
Hún vissi hversu mörg systkin ég átti,
að pabbi minn væri útlendingur og í
hvaða námi ég væri. Það var mjög sér-
stakt andrúmsloft hjá henni. Ég fór um
miðjan dag, það var bjart úti og stór-
ir gluggar umhverfis okkur. Lára var
með kveikt á kertum og í herberginu
var allt hvítt. Mér leið ólýsanlega vel hjá
henni. Hins vegar varð ég hissa þegar
hún sagði að það myndi eitthvað óvænt
koma upp á og ég myndi fara til útlanda
Bestu miðlar landsins
Íslendingar hafa
löngum haft
mikinn áhuga á
miðlum. Anna
Kristine fór
á stúfuna og
athugaði hverjir
væru bestu
miðlar landsins.
Til að
komast að
hjá Ólöfu
þarf að
skrifa niður
nafn sitt og
símanúmer
og stinga
inn um
lúguna hjá
henni. Ólöf
hringir í
viðkomandi
þegar hún
finnur að nú
sé tímabært
að ræða
við mann-
eskjuna. Framhald á næstu opnu
22 úttekt Helgin 7.-9. janúar 2011