Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 28

Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 28
... ég vissi að það var ekkert í mínu lífi sem bauð upp á það að ég gæti orðið skikkanleg móðir og séð þessu ófædda barni farborða.“ Þannig fórust Ólöfu de Bont orð í bókarkafla fyrir níu árum þegar hún sagði frá fæðingu elstu dóttur sinnar. Þá var Ólöf 19 ára og í sam- bandi við erlendan mann sem var faðir barnsins en þau tvö höfðu gengið þyrnum stráða braut í mörg ár. „Ég var vel gefinn unglingur en baldin og óánægð. Mér leið illa í heimabæ mínum, Ólafsvík, og illa lyktandi frystihúsið, sem ég vann í, jók á löngun mína að komast burtu frá þessum stað. Ég tók eitt feilspor. Ég hafði enga lífslöngun og náði mér því í lyfjaglas í eldhússkápnum og tók allar töflurnar í einu. Eftir það sá ég Reykjavík í fyrsta sinn. Gegnum rimlana á Kleppi.“ Stimpluð Þá var hún sextán ára óharðnaður unglingur og það er núna fyrst sem hún opinberar hvað dvölin á Kleppi hefur verið grafin djúpt í undir- vitund hennar og skaðað hana allt hennar líf. „Sú dvöl markaði líf mitt og mót- aði meira en nokkurn getur grunað. Ég varð opinber eign sjúkraskýrsln- anna og þótt ég hafi hætt allri óreglu þegar ég var 25 ára var þetta tímabil í lífi mínu límt við mig og í sjúkraskýrslunum fékk ég stimpil- inn „ambivalent“. Ég var ekki alveg eins og hinir, ég var smá klikk.“ Leyndarmál í 40 ár „Á undanförnum árum hefur ver- ið að koma fram hvernig ýmislegt miður gott átti sér stað á opinberum stofnunum. Mörgum börnum og unglingum var misþyrmt, sum þeirra voru beitt kynferðislegu of- beldi og mörg þeirra áttu sér enga lífsvon og týndust. Við höfum lesið um hvernig kirkjan tók á ásökunum um kynferðisafbrot sem borin voru á biskup, hvernig heilt bákn sam- einaðist um að þagga verknaðinn niður, gera eftirlifandann að ger- anda og ásækja þannig að sú sem stóð upp og ákærði, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, þurfti að flýja land,“ segir Ólöf og heldur áfram. „Ég átti mér svona leyndarmál, þar sem ég bjó í kassa sjálfsvand- lætingar og skammar. „Uss uss, ekki segja frá, það trúir þér eng- inn, litla geðveika hóran þín.“ Þessi orð hafa bergmálað í höfðinu á mér í meira en 40 ár. Á Kleppi var lagður grunnur að áratugalöngum kvíða og skömm sem varð til þess að ég týndist í flöskunni. Vera mín á Kleppi rændi mig öllum börnun- um mínum. Ég trúði því að ég væri að sjálfsögðu geðveikt lítið hóruúr- hrak, eins og læknir hafði talið mér trú um.“ Misnotuð af lækni á Klepps- spítalanum Ólöf segir frá því hvernig hún kynntist öðrum guðum en þeim sem hún ólst upp við að trúa á. Þeir guðir voru klæddir hvítum slopp- um, sumir góðir og einlægir, aðrir valdagráðugir nautnaseggir. „Þegar ég var sextán ára og vist- uð á Kleppi var ég tæld af deildar- lækni. Hann var tólf árum eldri en ég og hann heillaði mig upp úr skónum. Ég festist auðveldlega í kóngulóarvefnum og hann fékk vilja sínum framgengt. Að því loknu var- aði hann mig við því að segja nokkr- um manni frá, „hver trúir geðveikri hóru?“ sagði hann. Þessi læknir, sem síðar varð velmegandi geð- læknir, notaði ekki bara mig heldur fleiri sem ég er nýbúin að frétta af.“ Það var ekki fyrr en síðastliðið haust sem Ólöf ákvað að stíga fram. Hún var að byrja þriðju önn sína við guðfræðideild Háskóla Íslands og í byrjun annar voru haldnir hádegis- fyrirlestrar sem báru yfirskriftina „Kirkjan, kynferðislegt ofbeldi og þöggun“. „Ég sótti þessa fyrirlestra og var sem slegin, þarna var verið að segja söguna mína, söguna sem ég hafði bara sagt einum geðlækni árið 1994. Á fyrsta fyrirlestrinum talaði Sigrún Pálína og lýsti afleið- ingum þöggunar kirkjunnar á líðan hennar. Hún er glæsileg og sterk kona sem hefur staðið með sjálfri sér, sama hver fórnarkostnaður- inn hefur verið. Eftir að hún hafði lokið máli sínu gekk ég til hennar, kynnti mig og spurði hvort hún hefði augnablik fyrir mig. Í sömu andrá kom til hennar prestur, föl- ur sem nár, með stórt umslag og í horni þess var merki Dómkirkjunn- ar. Presturinn greip í hendur Sig- rúnar Pálínu og horfði niðurbrot- inn í augu hennar. Þarna stóð ég og fann hvernig samúðin óx í brjósti mér. Ég varð miður mín af að horfa á þennan sársauka og tók skref til baka. Ég var undrandi, skildi ekkert í sjálfri mér. Samúðin var ekki með Sigrúnu Pálínu heldur prestinum, einum þeirra sem höfðu þaggað málið niður og hótað eftirlifanda kynferðisofbeldis biskups öllu illu. Ég kom ekki upp einu einasta orði þegar ég áttaði mig á því að ég, eins og svo margir aðrir, þolandi kyn- ferðisofbeldis, hafði samúð með gerandanum en ekki þolandanum.“ Lagði fram kæru í haust „Þetta augnablik varð til þess að ég fór heim og skrifaði landlækni bréf þar sem ég kærði viðkomandi lækni sem hafði misnotað mig á Kleppi og stofnunina Klepp og starfsmenn hennar fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni. Þrátt fyrir að mál mitt væri fyrnt fór ég fram á að kæru minni yrði sinnt og að lagt yrði mat á hvort ég væri að segja satt eða ljúga. Ég hefði „Hver trúir geðveikri hóru?“ Ólöf de Bont burðaðist með leyndarmál í fjörutíu ár. Hún var mis- notuð ítrekað af geðlækni á Kleppi og lifði í synd og skömm allt þar til hún opnaði sig og landlæknisembættið bað hana afsökunar. Hún hvetur aðrar konur í sömu aðstöðu til að stíga fram. Því fylgi frelsi frá skömm og sjálfshatri. Ljósmyndir/Hari alveg eins getað verið að ljúga, ekki satt? Ég fékk fund með landlækni, geðhjúkrunarfræðingi og lögmanni landlæknisembættisins og ákvað að fara án þess að hafa með mér vitni mér til halds og trausts. Þar var vel tekið á móti mér. Ég sagði sögu mína og mér var trúað. Landlæknir var miður sín og harmaði þá misnotkun sem hafði átt sér stað á sjúkrastofnun. Ég hafði frétt að menn hefðu vitað af þessu káfi læknisins og áreitni og að hann hefði verið færður til í starfi. En hann var aldrei rekinn, tímarnir voru bara þannig þá; káf og klapp þótti saklaust. Þessi læknir áreitti mig aftur kynferðislega árið 1987 þegar ég reyndi að losa um böndin sem kynferðisofbeldið hafði tengt okkur. Þá var hann geðlæknir á dagdeild geðdeildar Borgarspítala við Eiríksgötu. Hann sýndi mér enn einu sinni kynferðislega áreitni eftir að hafa haldið fyrirlestur á vegum sorgarsamtakanna Nýrrar dögunar þar sem við vorum ein úti á bílaplani. Það hafði verið haldið hlífiskildi yfir honum eins og öðrum mönnum í valdastöðum. Ég er landlækni og þeim sem þar komu að mínu máli innilega þakklát fyrir að hafa leyst mig undan skömminni, trúað mér og fært mér til baka æruna. Þau hafa veitt mér kjark til að tjá mig um þessa reynslu án þess að skammast mín og líta á sjálfa mig sem óhreina manneskju. Það eru níðingar úti í þjóðfélaginu, fullt af þeim, en það er líka til fullt af vel gerðu fólki víða og í gegnum árin hef ég kynnst því. Ég vona að með því að segja sögu mína þurfi fólk nú ekki lengur að óttast að vera ekki treyst. Ég vona að þessi frásögn hjálpi þeim sem hafa lent í sömu reynslu og ég, og jafnvel af sama manni, að komast út úr skömm sinni, kvíða og vanmætti, að þau þurfi ekki að loka sig inni föst í kvíða og ótta. Með því að opna á þessa reynslu mína hef ég öðlast frelsi frá skömm og sjálfshatri.“ Barnaverndarnefnd tekur dótturina Ástæða þess að Ólöf kýs að hefja greinina á þessari frásögn er sú að hún telur – og það sjálfsagt með réttu – að sú misnotkun sem hún varð fyrir sextán ára af völdum virts læknis, hafi verið undirrótin að óreglusömu lífi sem tók við. „Maðurinn minn var bóhem og honum féll alls ekki að ég skyldi verða ófrísk. Hann var ekki í neinni óreglu og ég varaðist áfengi á með- göngunni. Þegar dóttir okkar var fjögurra mánaða gafst hann upp og flutti til heimalands síns aftur. Eftir sat ég ein með barnið og litla mögu- leika á að afla mér tekna. Þá fór að halla undan fæti. Áfengisneysla mín ágerðist og í bland við lyf sem ég varð að taka vegna kvíða og afleið- inga af áverkum á höfði sem ég hafði hlotið af hendi barnsföður míns, breyttist ég í skelfilegt skrímsli. Ég varð allt önnur Ólöf undir áhrifum. Þegar ég stóð uppi ein með barnið leitaði ég ásjár Félagsmálastofnun- ar. Þá var málum þannig háttað að einstæð móðir sem þangað leitaði lenti sjálfkrafa undir eftirliti barna- verndarnefndar. Dag einn kom ég ársgamalli dóttur minni fyrir í pöss- un hjá konu í næstu götu og fór á hressilegt fyllirí. Þegar ég kom að sækja hana daginn eftir hafði barna- verndarnefnd verið skrefi á undan mér. Barnið var farið.“ Dótturinni var komið fyrir hjá yndislegu fólki þar sem henni hefur liðið vel og kaus Ólöf að láta dóttur sína alast upp hjá þessum hjónum án sinna afskipta. „Auðvitað leið ekki svo dagur að ég hugsaði ekki til hennar og meira að segja fegurð Ítalíu, þangað sem ég hélt í söngnám, náði ekki að sefa sorgina. Í fegurð Norður-Ítalíu grét ég í sex vikur af söknuði …“ Mér var sagt að menn hefðu vitað af þessu káfi læknisins og áreitni og að hann hefði verið færður til í starfi. En hann var aldrei rekinn, tím- arnir voru bara þannig þá; káf og klapp þótti saklaust. 28 viðtal Helgin 7.-9. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.