Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 36
36 viðhorf Helgin 7.-9. janúar 2011 Hvað gera bændur þá? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Þ Það er mikið yndi Íslendinga að fara í búðir, hvort heldur er hér á landi eða í útlöndum. Jólasalan gekk vel og útsölurnar núna í janú- ar trekkja. Saklaus piltur sem sendur var í Kringluna í vikubyrjun fékk ekki bílastæði og varð frá að hverfa, slíkur var atgangur- inn. Eflaust hefur ástandið verið svipað í Smáralind og við Laugaveginn. Ég hef tilfinningu fyrir því að konur ráði þar för, eins og í svo mörgu öðru, án þess þó að styðjast við vísindalegar rannsóknir. Kinnroðalaust viðurkenni ég að ég elti konu mína í búðarápi, sjálfur stefnulaus með öllu. Ég er að sönnu sjaldan tekinn með innan- lands, helst þó fyrir jól þegar mikið liggur við. Annað er uppi á teningnum í útlöndum þar sem við erum aðeins tvö á ferð. Þá trítla ég þægur á eftir, búð úr búð. Þá örsjaldan ég hef farið einn og óstuddur utan fer ég ekki í verslun ótilneyddur. Það sem mér er falið að kaupa skrifa ég á miða og kaupi helst í einni og sömu búðinni, finni ég einhverja nógu stóra með fjölbreyttu vöruúrvali. Verð skoða ég ekki, kaupi bara það sem á miðanum stendur um leið og ég finn umbeðna vöru. Vafalaust er þetta ein- hvers konar þroskahömlun eða verslunar- fötlun sem vísindamenn kunna skil á og geta nefnt, hvort heldur er á íslensku eða latínu. Mér, sem leikmanni í röskunum, dettur í hug nafnið verslunarvanviska og þeir sem þjást af syndróminu séu því versl- unarvanvitar, haldnir verslunarrofi. Styttra og munntamara orð yfir hamlaðan mann þessarar gerðar er líklega búðabjáni. Tuskubúðir eru fleiri hér á landi en ég treysti mér til að nefna eða telja upp. Þar er um að ræða nauðsynjaverslanir fyrir kon- ur jafnt sem karla svo að kynin geti klætt sig og skætt sómasamlega. Sumar þessara verslana eru eins íslenskar og verða má en aðrar tengjast og bera nöfn erlendra keðja. Ein vinsælasta fataverslanakeðjan, H&M hin sænska, hefur þó ekki komið sér fyrir hér á landi, þótt hugsanlega verði breyting þar á innan tíðar. Verslanir H&M selja föt víða um lönd, á börn jafnt sem fullorðna, á viðráðanlegu verði. Það veit ég sem fylgdarmaður konu minnar í þessar búðir ytra, einkum í Dana- veldi. Þangað áttum við erindi um árabil til þess að heimsækja afkomendur, börn og barnabörn. Búðaráp fylgdi þessum ferðum, eins og verða vill, og ekki brást að við heim- sóttum H&M og yfirleitt oftar en einu sinni í hverri ferð. Því þekki ég innanstokksmuni og skipulag í H&M-verslunum í dönskum stórmörkuðum og við Strikið betur en inni- viði nokkurrar fatabúðar hér á landi. H&M-verslunin við þá frægu göngugötu Strikið var um margt sérstök, að minnsta kosti þegar útrásaræðið stóð sem hæst. Þá fóru íslensku flugfélögin að minnsta kosti tíu sinnum á dag á milli Keflavíkur og Kaup- mannahafnar með fullfermi farþega. Danir héldu því fram þá að á Strikinu væri töluð sænska og íslenska, sjaldan danska. Hundr- uð eða þúsundir Íslendinga sem gengu eftir Strikinu soguðust inn í H&M-verslunina. Þar var töluð íslenska, ef laust einhver sænska en lítil danska. Ég horfði stundum í forundran á það sem fram fór í téðri verslun. Stálpaðar stelpur og fullorðnar konur toguðu í tuskur í hverju horni, mældu jafnt á börn sem fullorðna, nánast allar íslenskar, svo það var vissara að hafa hægt um sig og láta lítið á sér bera. Fötin tóku þær með sér í kippum. Væri væntanlegur klæðishafi ekki með í versl- uninni heldur heima í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ eða Akureyri, var síminn óspart notaður. Það var einfaldlega hringt úr horn- um verslunarinnar og vörunni lýst. Þær sem lengst höfðu náð í tækninni tóku myndir af varningnum svo að viðmælandinn heima væri með á nótunum, sæi liti og snið. Eitt sinn man ég eftir því að við hjónin brugðum okkur í H&M á Strikinu en keypt- um lítið. Við stóðum í biðröð við kassann með smáræðið á eftir þungklyfjuðum við- skiptavinum. Þegar að okkur kom og ég dró upp mitt íslenska greiðslukort horfði afgreiðslustúlkan á okkur í forundran. „Er þetta allt og sumt?“ spurði hún og gat ekki leynt undrun sinni. Hún átti greinilega öðru að venjast þegar íslensk kort voru reidd fram til greiðslu. Innkaup Íslendinga í Danmörku voru svo gríðarleg á þessum tíma að 25 prósent allr- ar svokallaðrar „Tax-Free“-endurgreiðslu á Kastrup-flugvelli voru til Íslendinga. Ég segi og skrifa fjórðungur endurgreiðslu á virðisaukaskatti á flugvellinum sem er stór alþjóðlegur flugvöllur þar sem allra þjóða kvikindi fara um. Í því sambandi skal enn og aftur bent á að Íslendingar voru þá um 320 þúsund. Þeim hefur fækkað smálega síðan af völdum kreppu og hallæris. Tíðindi vikunnar eru hins vegar þau að Bolli í Sautján ku hafa farið með fulltrúa sænska risans H&M í skoðunarferð til að kanna húsnæði undir verslun í Kringlunni, Smáralind eða við Laugaveg. H&M hefur því greinilega áhuga á að opna verslun hér- lendis. Hvað gera bændur þá? Hvert leiðir kon- an mig í næstu Kaupmannahafnarferð ef H&M-verslun verður komin í Kópavoginn? Það er von að Eiríkur Jónsson blaðamaður spyrji í bloggi sínu: Hvað eiga Íslendingar að gera úti ef H&M kemur til Íslands? Það verður lítið spennandi fyrir Íslendinga að fara til útlanda, ef svo fer, segir Eiríkur. Ætli flugferðum til Hafnar fækki niður í eina á dag? Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Össur hf., Samtök iðnaðarins, Klak – nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Landsvirkjun og Eyri Invest ehf., kallar eftir hugmyndum sem gætu orðið FRÆ ÁRSINS 2011. Fræ ársins er útnefnt árlega, en markmið þess er að styðja við frumstig nýsköpunar með því að gefa frumkvöðlum tækifæri til að breyta hugmynd eða frumgerð í viðskipta- áætlun og sprotafyrirtæki. Verðlaunafé er kr. 1.000.000.-, að auki fá aðstandendur þeirrar hugmyndar sem hlutskörpust verður, vinnu- aðstöðu og niðurfelld skólagjöld í Viðskiptasmiðju Klaksins. Með þessu fá frumkvöðlar ekki aðeins fjárstuðning til að vinna að hugmynd sinni, heldur einnig það umhverfi, þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að fullgera viðskiptaáætlun og koma á fót starfandi sprotafyrirtæki. Allir einstaklingar með lögheimili á Íslandi geta sent inn eigin hugmyndir og/eða tilnefnt hugmyndir annarra í umboði þeirra. Allar hugmyndir þurfa að uppfylla eftir- farandi skilyrði: FRÆ ÁRSINS 2011 HVERJIR? – HVAÐ? – HVERNIG? Allir einstaklingar með lögheimili á Íslandi geta sent inn eigin hugmyndir og/eða tilnefnt hugmyndir annarra í umboði þeirra. Allar hugmyndir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Hugmyndin er ný • Hugmyndin er framkvæmanleg • Ekki hefur verið skráð fyrirtæki um hugmyndina Frestur til að skila inn hugmyndum er til 1. febrúar 2011. Nánari upplýsingar um samkeppnina og eyðublað til útfyllingar er að finna á vef Háskólans í Reykjavík, www.hr.is/fr2011 HUGMYND SEM ÞÚ ERT ÞÚ MEÐ GÓÐA VILT KOMA Í FRAMKVÆMD Á ÁRI NÝSKÖPUNAR? Te ik ni ng /H ar i Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.