Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 40

Fréttatíminn - 07.01.2011, Page 40
 MatartíMinn Matariðnaður er undir hæl tískusveiflna M jólkuróþol er í raun getu-leysi til að melta mjólk-ursykur, laktósa. Þetta fyrirbrigði finnst aðeins í mjólk spendýra. Til að melta mjólkur- sykur í móðurmjólkinni framleiðir afkvæmið sérstakt ensím, laktasa. Strax eftir fæðingu minnkar fram- leiðslan og hún hverfur alveg um það leyti sem afkvæmið venst á annan mat en móðurmjólkina. Eftir það geta spendýr ekki melt mjólk- ursykur. Ef þú gætir komið kapla- mjólk ofan í fullorðið hross myndi það fá niðurgang. Þetta er auðvitað ein af snilldar- lausnum náttúrunnar. Ef fullorðin spendýr gætu melt mjólk myndi ljónið rífa ungann af spenanum og sjúga ljónynjuna í stað þess að standa í veiðiskap. En einhvern tímann í fyrndinni tókst manninum að komast fram hjá þessum náttúrulögum. Ef til vill ræður þar einhverju að konumjólk hefur meira af mjókursykri en önn- ur mjólk og því hafa mannabörn haft í sér meira af ensíminu góða. En ef til vill getum við þakkað þetta þrjósku einhverra forfeðra okkar sem voru með niðurgang kynslóð- um saman þar til þeir römbuðu á stökkbreytingu sem dugði. Bestir í mjólkurþambi Framleiðsla á ensíminu laktasa meðal fullorðinna er þó ekki jöfn um allan heim. Við erum nálægt heimsmetinu ásamt öðrum Norð- urlandabúum. Hér eru aðeins um tvö prósent fólks með mjólkuróþol. Þegar við hugsum til mataræðis Íslendinga frá landnámi og fram yfir seinna stríð er auðvelt að sjá ástæðuna fyrir góðu mjólkurþoli. Hér var aðal góðrar húsmóður að geta breytt ull í fat og mjólk í mat. Gen þeirra sem ekki þoldu mjólk dóu út fyrir mörg hundruð árum. (Með þeim sem klæjaði undan ull.) Hafa ber þó í huga að hið hefð- bundna íslenska mjólkureldhús dempaði mjólkursykurinn. Við smjörgerð fer fitan úr rjómanum í smjörið en sykurinn í áfirnar og hann umbreytist síðan að hluta þeg- ar áfirnar eru sýrðar. Sama gerist við skyrgerð. Megnið af sykrinum fer út með mysunni. Þegar mysan er síðan sýrð nærist súrinn á mjólk- ursykrinum – svipað og í gerjun víns – og sáralítið af honum fer í súrmatinn. Við verksmiðjuvinnslu á nútíma- skyri hjá Mjólkursamsölunni er mysan sýrð og hleypt með skyrinu og því er meiri mjólkursykur í því skyri en hefðbundnu. Og mysan er allt önnur og þar með súrmaturinn. Tútsar þola mjólk – hútúar ekki Mjólkuróþol eykst um leið og við yfirgefum Norðurlöndin. Það er um 10 prósent meðal Frakka og Þjóð- verja, 60 prósent kringum Mið- jarðarhafið og 70 prósent sunnan Sahara. Í Suðaustur-Asíu og Kína hafa sárafáir þol gagnvart mjólk og næstum enginn indíáni eða inúíti. Við sjáum hvernig þjóðir hafa byggt upp þol gagnvart mjólk með því að lifa á mjólkurafurðum. Þannig eru aðeins um 20 prósent með mjólkuróþol á Norður-Ítalíu smjörsins en um 70 prósent á Sikil- ey ólívuolíunnar. Og þótt því hafi verið haldið fram að tútsar og hútú- ar séu sama fólkið og aðgreiningin milli þeirra aðeins brellur nýlendu- herra, þá eru aðeins 20 prósent tútsa með mjólkuróþol enda hafa þeir haldið nautgripi öldum saman. Hútúar rækta hins vegar korn og eru nálægt Afríkumeðaltali í mjólk- uróþoli, 70 prósent. Hannaður geimfaramatur Þótt mjólkuróþol sé þannig skrif- að í genin hefur það orðið að eins konar tískufaraldri á Íslandi. Í stað kúamjólkur er fólk farið að drekka sojamjólk, sem engin þjóð hefur hingað til litið við. Kínverjar sjóða reyndar og hleypa sojamjólk og búa þannig til tofu, sem er eins konar sojamjólkurostur. Vestræn soja- mjólk er hins vegar eins og sojakjöt eða jurtasmjör; eftirlíkingarmatur sem varð til í kjölfar offramleiðslu grænu byltingarinnar – hannaður geimfaramatur frekar en menn- ingarlegt fyrirbrigði. Það var óhjákvæmilegt að Íslend- ingar drægju úr mjólkurneyslu þeg- ar þeir kynntust matargerð annarra þjóða. Mjólkurneyslan var svo mikil að hún gat ekki annað en minnk- að. Það er hins vegar jafn bros- legt að horfa á fólkið í 101 drekka sojabaunasoð og það var að horfa á sama fólkið fyrir 200 árum tyggja með framtönnunum upp á danskan móð. Neysla á nýmjólk dregst hratt saman  Minna drukkið og eldað úr Mjólk  uppskrift torta de las tres leches Matur Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 40 matur Helgin 7.-9. janúar 2011 Þegar við vorum að velta fyrir okkur hvort ekki mætti búa til nútímalega og veitingahúsa- hæfa útgáfu af tvíbökumjólk, rákumst við á svarið í formi Torta de las Tres Leches. Þetta er mexíkósk ábætiskaka og mikill nostalgíusmellur í þeim sveitum. Ástæðan fyrir nafninu er að kakan er vætt með þrenns konar mjólk: niðursoðinni mjólk (e. evaporated), sætu niðursoðnu mjólkurþykkni (e. sweetened condensed milk) og rjóma. Úr því að KEA framleiðir ekki lengur Auðhumlu verðum við að sjóða mjólkina niður sjálf. Við niðursuðuna gufar vatn burt og nokkuð af próteininu er sigtað burt sem skán. Eftir er mjólkurþykkni með þrefalt meira af mjólkursykri en venjuleg mjólk. 1. Hellið þremur lítrum af nýmjólk í stóran pott ásamt 180 g af hrásykri, látið suðuna koma upp og sjóðið niður þar til eftir er einn lítri. Þetta getur tekið hátt í klukkutíma. Hellið í gegnum sigti í skál og hendið skáninni. Blandið einum pela (250 ml) af rjóma saman við og kælið vel. 2. Á meðan skuluð þið hræra saman 6 eggjum, 200 g af sykri, ¼ tsk. salti og innan úr einni vanillustöng og hita yfir vatnsbaði þar til það verður óþægilega heitt að stinga fingri í blönduna (ca 50°C). Takið af hitanum og þeytið með handþeytara þar til blandan verður ljós, létt og hefur vaxið fjórfalt (um 10 mínútur). 3. Blandið 200 g af sigtuðu hveiti varlega en örugglega saman við eggjablönduna með sleikju. 4. Hellið í smurt form, setjið í 175°C heitan ofn og bakið í 30 til 35 mínútur. Kakan er tilbúin þegar hún hefur lyfst en stingið samt prjóni í til öryggis. Hann á að koma hreinn út. 5. Takið kökuna úr forminu og kælið á grind. 6. Sneiðið örþunnt lag ofan af kökunni þegar hún er orðin köld. Setjið plast vandlega í formið sem þið bökuðuð kökuna í og kökuna síðan í formið. Hellið mjólkurblönd- unni yfir kökuna í nokkrum áföngum. Þótt ótrúlegt sé þá á hún að taka við allri blönd- unni. Leggið þá toppinn sem þið skáruð af aftur á kökuna. Breiðið plast yfir og geymið kökuna yfir nótt í ísskáp. 7. Setjið kökuna á disk. Þeytið rjóma með örlitlum vanillu- sykri og setjið rjómann ofan á kökuna. Sneiðið og borðið. Mjólkin verður fyrir tískuóþoli Torta de las Tres Leches er byggð á sömu hugmynd og tvíbökumjólk. Sæt mjólk, sem hefur verið soðin niður til að draga fram mjólk- ursykurinn, er notuð til að væta upp í bakkelsi. En eins og tvíbökumjólkin var hversdagsleg þá er þriggjamjólkurkakan himnesk. Þriggjamjólkurterta Sala á nýmjólk hefur dregist hratt og örugg- lega saman mörg undanfarin ár. Úr gögnum Hagstofunnar má lesa að á árunum 1990 til 2005 hafi hver Íslendingur minnkað mjólkurdrykkjuna um rétt tæpan þriðjung. Samanlögð neysla lands- manna féll úr 39 milljónum lítra í 29 milljónir. Fyrir þessu hruni eru margar ástæður. Ein er að eitthvað þarf undan að láta þegar meðalmaðurinn eykur gosdrykkju sína um sex lítra á hverju ári, ár eftir ár. Á sama tíma hefur þessi meðalmaður drukkið þremur lítrum færri af mjólk hvert ár. Á sama tíma hefur neysla á ávaxtasafa aukist stórlega. Og bjórdrykkja ekki síður. Að ógleymdu vatninu í plastflöskunum. Ef einhver hefði hag af því að skrásetja drykkju Íslendinga kæmi án efa í ljós að kranavatn hefur farið enn meir úr tísku en mjólkin. Nema Íslendingar séu svona miklu þyrstari í dag en á diskóárunum. En samdráttur í sölu mjólkur er ekki endilega bara saga um minnkandi mjólkurdrykkju. Sam- dráttinn má án efa ekki síður rekja til þess að fólk kaupir minna af mjólk sem hráefni til matargerðar. Það er minna búið til af grjónavellingi í heima- húsum, minna af kakósúpu og búðingum – og tví böku-, eggja- og grasa- mjólkin sést vart lengur. Minnkandi sala á nýmjólk er því líka saga um minni matargerð í heimahúsum. Heildarsala mjólkur- afurða hefur þannig ekkert dregist saman á meðan nýmjólkursalan hrynur. Mjólkina sem fólk kaupir ekki lengur á fernum kaupir það í dag í jógúrtfernum eða hrís- mjólkurdollum. Mjólkur- samsalan byrjaði að selja grjónagraut á fernum á síðasta ári. Kakósúpan kæmi næst ef hún væri ekki svona lík kókómjólk. Fólk kaupir ekki kakósúpu á sama lítraverði og kókómjólk með röri. Og talandi um kókómjólk; einn tíunda af samdrætt- inum í sölu nýmjólkur má skrifa á kókómjólkina. Á sömu 15 árunum sem sala á nýmjólk og létt- mjólk dróst samanlagt saman um 32 prósent jókst salan á kókómjólk um 39 prósent. Árið 1995 var neysla á kókómjólk 4,1 prósent af neyslu ný- og léttmjólkur. 15 árum síðar, 2005, var kókómjólkin orðin 8,3 prósent af neyslu ósætrar mjólkur. Þessi breyting er drifin áfram af börnunum og án efa er þessi sveifla úr venjulegri mjólk yfir í sæta mjólk enn ýktari ef aðeins væri horft til yngstu hópanna og ekki ólík því sem gerst hefur í Bandaríkjunum. Þótt Íslendingar séu allra þjóða best búnir til mjólkurdrykkju drekka þeir sojabaunasoð niðri í 101 eins og þeir væru afkomendur indíána en ekki komnir af skyrgámum í allar ættir. Fólk drekkur minna af nýmjólk og létt- mjólk ... ... en það er sífellt meiri kraftur í kókó- mjólkinni. Lj ós m yn d/ A ld a Ló a Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is FjölnOtapappír25 afsláttur í janúar með 25% afslætti 2.996kr Verð er gefið upp með vsk. en án aksturs. Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum. 5x500 blöð A4 3.995kr

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.