Fréttatíminn - 07.01.2011, Blaðsíða 55
tíska 55Helgin 7.-9. janúar 2011
Feðgarnir David og Romeo Beckham eru á listanum yfir
þrjátíu best klæddu karlmenn Bretlands í breska herra-
blaðinu GQ. Romeo Beckham, sem er aðeins átta ára, er sá
langyngsti á listanum en hann þykir hafa afburðanef fyrir
tísku þrátt fyrir ungan aldur. Hann þykir vera óhræddur við
að gera tilraunir, passar upp á litasamsetningar og sérfræð-
ingar eru ekki í vafa um að hann verði framtíðarstjarna. Sá
sem varð hlutskarpastur var leikarinn Aaron Johnson,
sem sló í gegn í myndinni Kick Ass. Hann velti Twilight-
hjartaknúsaranum Robert Pattinson úr sessi sem sá
best klæddi. Leikarinn góðkunni Mel Gibson, sem má
muna sinn fífil fegri, var valinn sá verst klæddi.
tíska Best klæddu karlmenn Bretlands
Beckham-feðgar á
meðal best klæddu
Mel Gibson
þarf að breyta
um stíl.
Aaron Johnson þykir
vera sá flottasti.Beckham-feðgarnir
David og Romeo
kunna að klæða sig.
Gossip Girl-stjarna
andlit Chanel
Leikkonan Blake Lively, sem er best
þekkt fyrir að leika Serenu í Gossip Girl-
þáttunum vinsælu, hefur landað einu af
stærstu verkefnunum í tískubransanum.
Hún verður andlit Chanel Mademoiselle-
tasknanna. Karl Lagerfeld, aðalhönn-
uður Chanel, er mikill aðdáandi Lively og
hefur tröllatrú á stúlkunni. „Hún er þessi
dæmigerða bandaríska draumastúlka.
Hún á eftir að verða frábær leikkona,“
sagði Lagerfeld. Blake Lively hefur í
nokkur ár þótt eitt mesta tískutáknið í
Bandaríkjunum og þykir það ekki síður
gott fyrir Chanel að hafa náð að landa
þessari fyrirmynd margra ungra kvenna.
Victoria Beckham
á forsíðu Vogue
Kryddpían Victoria Beckham
mun prýða forsíðu febrúar-
heftis ensku útgáfunnar af
tískublaðinu Vogue. Þetta er
í sjötta sinn sem tískudrottn-
ingin er á forsíðu þar. Í blaðinu
má lesa ítarlegt viðtal við
hana þar sem hún segir meðal
annars frá því hvernig fatastíll
hennar hefur breyst eftir að
hún varð vinsæll fatahönnuður
sjálf. Þá segir hún frá því í við-
talinu hvernig er að vakna upp
við hliðina á David Beckham
á hverjum morgni og vilja
margir lesendur vafalítið fá að
vita það.