Fréttatíminn - 07.01.2011, Síða 64
Bergsveinn selst
enn eins og heitar
lummur
Bók Bergsveins Birgissonar,
Svar við bréfi Helgu, sem hlotið
hefur einróma lof gagnrýnenda
og er tilnefnd til Ís-
lensku bókmennta-
verðlaunanna, var
söluhæsta bókin
í bókaverslunum
Eymundsson í síðustu
viku. Bókin var átt-
unda söluhæst á heildarlista
Félags íslenskra bókaútgefenda á
síðasta ári og eftir því sem næst
verður komist er mjög sjaldgæft
að vinsæl skáldrit séu á toppnum
í mestu skilavikunni. Þannig
komast til að mynda hvorki
Arnaldur Indriðason né Yrsa
Sigurðardóttir inn á topp tíu
lista Eymundsson.
Disney vinsæll
Nú þegar liggja fyrir niðurstöður
um mest seldu bækur landsins á
árinu 2010. Samkvæmt
lista Félags íslenskra
bókaútgefenda er Stóra
Disney Matreiðslubók-
in, sem framleidd er af
Eddu útgáfu – Disney
á Íslandi, í 4. sæti yfir mest seldu
bækur ársins. Auk þess á Edda
útgáfa, að því er segir í tilkynn-
ingu forlagsins, fjórar af tíu mest
seldu barnabókum landsins, sam-
kvæmt lista Eymundsson bóka-
verslananna. Það eru bækurnar:
Risasyrpa í grænum sjó, Jólasyrpa
2010, Stóra Disney Matreiðslubók-
in og Brandarabók Andrésar. Allt
eru þetta bækur undir merkjum
Disney, sem Edda gefur út.
Gamli grafreiturinn
vinsælast á Rás 2
Hljómsveitin Klassart í Sandgerði
skaut frægustu tónlistarmönnum
landsins ref fyrir rass
á árinu 2010. Lag
hennar, Gamli graf-
reiturinn með texta
eftir Braga Valdimar Skúlason,
menningarfrömuð Fréttatímans
árið 2010, var mest spilaða lagið
á Rás 2 á árinu. Lagið Thank You
með Diktu var í öðru sæti og í því
þriðja Leiðin heim með Lights on
the Highway. Páll Óskar á tvö
lög á topp 10, Söngur um lífið og
Gordjöss. Vinsælasta erlenda lag-
ið var Neutron Star Collision með
Muse í ellefta sæti. Alls voru 67 af
100 mest spiluðu lögum ársins á
HELGARBLAÐ Hrósið…
... Akureyringurinn Sigurgeir
Stefánsson sem bjargaði fjórum
ungmennum frá bráðum bana
þegar hann vakti eitt þeirra í
brennandi húsi á fyrsta degi nýs
árs.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
70%
Höfuðborgarbúa
lesa Fréttatímann
Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember
meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.
Í Baðhúsinu borgar þú aðeins 5.990* kr. á mánuði
og færð aðgang í alla opna og LOKAÐA tíma.
Hot jóga - innifalið
Heilsuátak - innifalið
Tabata - innifalið
Afró - innifalið
Magadans - innifalið
Bollywood - innifalið
Les Mills tímar - innifalið
Salsaleikfimi - innifalið
Flamenco - innifalið
Tæbox - innifalið
o.mfl.
Og auðvitað hefurðu líka aðgang að heitri laug,
vatnsgufu, sauna og notalegu hvíldarhreiðri.
Baðhúsið - fyrir klárar konur
Vertu velkomin.
Má bjóða þér aðgang að öllum tímum, jafnt opnum sem lokuðum námskeiðum?
Í Baðhúsinu borgar þú aðeins 5.990* kr. á mánuði
og hefur aðgang að öllu þessu með þátttöku í KK klúbbnum.
Klárar konur sjá hvaða leið er hagstæðust.
5.990* á mánuði í KK áskriftarklúbbnum, lágmarkstími 12 mánuðir. Hægt er að velja um 3 leiðir,
Skólaáskrift, Grunnáskrift og Eðaláskrift. Frír aðgangur að lokuðum tímum fylgir Grunn- og Eðaláskrift.
w w w. b a d h u s i d . i s
S í m i 5 1 5 1 9 0 0
Eitt verð - fyrir klárar konur
Nánari upplýsingar á www.badhusid.is/kk
Lj
ós
m
yn
da
ri
Ve
ra
P
ál
sd
.
Komdu strax í klúbbinn og byrjaðu að æfa,
fyrsta greiðsla kemur ekki fyrr en í febrúar!
Kynntu þér úrval tíma í stundaskrá á www.badhusid.is
110105_BakiðFrBlaðið.indd 1 1/4/11 4:46:20 PM