Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 6
Skuldatryggingarálagið hækkar
Skuldatryggingarálag á evruskuldir
ríkissjóðs hefur hækkað nokkuð á
undanförnum dögum. Í lok þriðjudags
stóð álagið til fimm ára í 308 punktum
(3,08%), samkvæmt gögnum Bloom-
berg, en viku áður var álagið komið
niður í 257 punkta sem er með því
lægsta frá bankahruninu haustið 2008.
Sömu sögu er að segja um skuldatrygg-
ingarálag ríkissjóðs til eins árs, sem
stóð á sama tíma í 366 punktum en var
viku áður 307 punktar. Þessi hækkun
er ekki einsdæmi á meðal ríkja í Vestur-
Evrópu. Greining Íslandsbanka telur litla
innistæðu fyrir hækkuninni, segir hana
tilfallandi og að hún muni ganga til baka
með tíð og tíma. -jh
Hrein eign lífeyrissjóða eykst
Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu
lífeyris var 1.893,5 milljarðar króna í lok
nóvember og hækkaði um 41,2 milljarða
frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Seðla-
bankans. Aukningin nemur 2,2% og er
með mesta móti á milli mánaða, en fyrstu
ellefu mánuði síðasta árs jókst hrein eign
sjóðanna um að meðaltali um tæplega
tíu milljarða króna í hverjum mánuði.
Aukningin er að mestu til komin vegna
aukinnar eignar lífeyrissjóðanna í íbúða-
bréfum. Erlend verðbréfaeign sjóðanna
lækkaði hins vegar í nóvember um 27
milljarða króna. Í lok nóvember hafði hrein
eign lífeyrissjóðanna hækkað um tæpa 145
milljarða króna frá sama tíma fyrir ári. Enn
ríkir nokkur óvissa um endanlegt mat á
eignum sjóðanna. -jh
www.skjargolf.is
GOLFKORTIÐ VEITIR
40% AFSLÁTT
AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND
AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT STRAX!
S kartgripaverslunin Leonard og verslun-in Nordic Store hafa tryggt sér pláss á jarðhæð
Lækjargötu 2,
einu húsanna
sem risið hafa
á brunarústum
Lækjargötu og
Austurstrætis.
Einnig er ljóst
að veitinga-
staðurinn
Happ opnar í
stokkahúsinu
og í Austur-
stræti 2b,
fyrrum Nýja
bíói, verður
veitingastaður
þeirra Hrefnu
Sætran og Ágústs Reynissonar sem reka
Fiskmarkaðinn.
„Nei, við ætlum ekki að loka Fiskmarkaðn-
um heldur opna nýjan 500 fermetra veitinga-
stað á tveimur hæðum. Við ætlum að nota
íslenskan stíl og elda úr íslensku hráefni, en
með nýjum áherslum þó. Við stílum bæði upp
á ferðamenn og heimamenn og ætlum að vera
með stórt barsvæði þar sem stórborgarstemn-
ingin verður í fyrirrúmi. Hver drykkur verður
spennandi fyrir braðlaukana,“ segir Hrefna.
Hún stefnir á að opna staðinn fyrir sumarið.
Örn Kjartansson, hjá M3 fasteignaráðgjöf
og leigumiðlun, segir að enn eigi eftir að leigja
út skrifstofur á þriðju hæð og í risi í Lækjar-
götu 2, og skrifstofurými á annarri og þriðju
hæð í Austurstræti 2b. Þeir sem hafi áhuga
geti sett sig í samband við hann.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
miðborgin
Við ætlum
að nota ís-
lenskan stíl og
stórborgar-
stemningin
verður í fyrir-
rúmi.
Hrefna Sætran með
nýjan veitingastað
Hrefna Sætran,
meistarakokkur úr
kokkalandsliði.
Húsin sem byggð eru á brunarústum miðbæjarins taka óðum á sig endanlegt útlit.
Ljósmynd/Hari
Fjölmörg fyrirtæki tryggt sér pláss í spán-
nýjum húsum byggðum á brunarústum
Helgin 14.-16. janúar 2011