Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 6
Skuldatryggingarálagið hækkar Skuldatryggingarálag á evruskuldir ríkissjóðs hefur hækkað nokkuð á undanförnum dögum. Í lok þriðjudags stóð álagið til fimm ára í 308 punktum (3,08%), samkvæmt gögnum Bloom- berg, en viku áður var álagið komið niður í 257 punkta sem er með því lægsta frá bankahruninu haustið 2008. Sömu sögu er að segja um skuldatrygg- ingarálag ríkissjóðs til eins árs, sem stóð á sama tíma í 366 punktum en var viku áður 307 punktar. Þessi hækkun er ekki einsdæmi á meðal ríkja í Vestur- Evrópu. Greining Íslandsbanka telur litla innistæðu fyrir hækkuninni, segir hana tilfallandi og að hún muni ganga til baka með tíð og tíma. -jh Hrein eign lífeyrissjóða eykst Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris var 1.893,5 milljarðar króna í lok nóvember og hækkaði um 41,2 milljarða frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Seðla- bankans. Aukningin nemur 2,2% og er með mesta móti á milli mánaða, en fyrstu ellefu mánuði síðasta árs jókst hrein eign sjóðanna um að meðaltali um tæplega tíu milljarða króna í hverjum mánuði. Aukningin er að mestu til komin vegna aukinnar eignar lífeyrissjóðanna í íbúða- bréfum. Erlend verðbréfaeign sjóðanna lækkaði hins vegar í nóvember um 27 milljarða króna. Í lok nóvember hafði hrein eign lífeyrissjóðanna hækkað um tæpa 145 milljarða króna frá sama tíma fyrir ári. Enn ríkir nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum sjóðanna. -jh www.skjargolf.is GOLFKORTIÐ VEITIR 40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT STRAX! S kartgripaverslunin Leonard og verslun-in Nordic Store hafa tryggt sér pláss á jarðhæð Lækjargötu 2, einu húsanna sem risið hafa á brunarústum Lækjargötu og Austurstrætis. Einnig er ljóst að veitinga- staðurinn Happ opnar í stokkahúsinu og í Austur- stræti 2b, fyrrum Nýja bíói, verður veitingastaður þeirra Hrefnu Sætran og Ágústs Reynissonar sem reka Fiskmarkaðinn. „Nei, við ætlum ekki að loka Fiskmarkaðn- um heldur opna nýjan 500 fermetra veitinga- stað á tveimur hæðum. Við ætlum að nota íslenskan stíl og elda úr íslensku hráefni, en með nýjum áherslum þó. Við stílum bæði upp á ferðamenn og heimamenn og ætlum að vera með stórt barsvæði þar sem stórborgarstemn- ingin verður í fyrirrúmi. Hver drykkur verður spennandi fyrir braðlaukana,“ segir Hrefna. Hún stefnir á að opna staðinn fyrir sumarið. Örn Kjartansson, hjá M3 fasteignaráðgjöf og leigumiðlun, segir að enn eigi eftir að leigja út skrifstofur á þriðju hæð og í risi í Lækjar- götu 2, og skrifstofurými á annarri og þriðju hæð í Austurstræti 2b. Þeir sem hafi áhuga geti sett sig í samband við hann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  miðborgin Við ætlum að nota ís- lenskan stíl og stórborgar- stemningin verður í fyrir- rúmi. Hrefna Sætran með nýjan veitingastað Hrefna Sætran, meistarakokkur úr kokkalandsliði. Húsin sem byggð eru á brunarústum miðbæjarins taka óðum á sig endanlegt útlit. Ljósmynd/Hari Fjölmörg fyrirtæki tryggt sér pláss í spán- nýjum húsum byggðum á brunarústum Helgin 14.-16. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.