Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 36
Marko Vujin
Serbía/Fotex Vezsprem
„Örvhent skytta sem Kiel er búið að
kaupa. Efnilegasti handboltamaður í
heimi.“
Mikkel Hansen
Danmörk/AG Handbold
„Besta rétthenta skyttan í heiminum í
dag. Ótrúlegir hæfileikar en á það til að
fara fram úr sér.“
„Þrátt fyrir ungan aldur er hann að verða
ein besta skytta heimsins.“
Domagoj Duvnjak
Króatía/HSV Hamburg
„Besti leikstjórnandi í heimi. Hann er
öflugur varnarmaður, góður skotmaður og
leikur félaga sína afar vel uppi.“
„Einn efnilegasti handboltamaður heims
sem gæti sprungið út á þessu móti.“
Uwe Gensheimer
Þýskaland/ Rhein Neckar Löwen
„Ótrúlega flinkur leikmaður,
hraðaupphlaupsmaður góður,
lykilmaður í þýska liðinu.“
Handbolti HM byrjaði í gær
Sextán áhugaverðustu á HM í handbolta
Heimsmeistaramótið í handbolta í Svíþjóð hófst í gær, fimmtudag. Allir Íslendingar þekkja íslenska liðið en Fréttatíminn fékk handboltaspekingana Guðjón Guðmundsson
á Stöð 2 Sport og Henry Birgi Gunnarsson hjá Fréttablaðinu til að fara yfir hvaða leikmönnum áhorfendur eiga að fylgjast með í leikjum mótsins.
Igor Vori
Króatía/HSV Hamburg
„Ótrúlega heilsteyptur leikmaður. Hann er
lykilmaður í króatíska liðinu,
afburðamaður í vörn.“
Juan Garcia
Spánn/Barcelona
„Sannkallaður listamaður og besti
hraðaupphlaupsmaður í heimi.“
Nikola Karabatic
Frakkland/Montpellier
„Besti handboltamaður í heimi. Hann
hefur allt sem prýða þarf góðan hand-
boltamann.“
„Besti handboltamaður heims. Frábær í
vörn sem og í sókn. Nánast óstöðvandi.“
Thierry Omeyer
Frakkland/Kiel
„Líklega besti markvörður sem heimurinn
hefur átt, mesta undur sem sést hefur í
markinu frá upphafi.“
„Besti markvörður heims. Markvörður
sem vinnur leiki.“
Luc Abalo
Frakkland/Ciudad Real
„Þar er á ferðinni undrabarn.
Strákur sem býr yfir ótrúlegum
hæfileikum og er besti örvhenti horna-
maður í heimi.“
Bartlomiej Jaszka
Pólland/Füsche Berlin
„Ótrúlega góður leikstjórnandi. Hann
skorar ekki mikið en býr til mikið í
kringum sig og er prímus mótor í liði
Pólverja.“
Ivano Balic
Króatía/Croatia Zagreb
„Einn besti handboltamaður heims og
hefur ekki enn sungið sitt síðasta. Ótrú-
lega lunkinn og seigur handboltamaður.“
Karol Bielecki
Pólland/Rhein Neckar Löwen
„Þrátt fyrir að hafa aðeins sjón á öðru
auga er hann enn ein besta skytta
Evrópu.“
Iker Romero
Spánn/Barcelona
„Gríðarlega reynslumikill leikmaður og
lykilmaður í sterku liði Spánverja.“
Momir Ilic
Serbía/Kiel
„Reynslumikil skytta sem Alfreð Gíslason
hefur miklar mætur á en Ilic spilaði hjá
Gummersbach með Alfreð og er núna hjá
Kiel.“
Kim Ekdahl du Rietz
Svíþjóð/Lugi
„Upprennandi stjarna í liði heimamanna
sem gæti látið til sín taka.“
Viktor Szilagyi
Austurríki/TSV Flensburg
„Magnaður miðjumaður, útsjónarsamur
með eindæmum og heilinn í sterku austur-
rísku liði.“
36 handbolti Helgin 14.-16. janúar 2011