Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 42
Breska skáldkonan Monica Ali sendir frá sér í vor skáldsögu sem gerir sér mat úr örlögum fráskilinnar fimmtugrar konu sem var í eina tíð gift ríkisarfa Bretlands. Sagan er sem sagt snúningur á helgisög- unni um Díönu Spencer sem hefði orðið fimmtug á þessu ári ef hún hefði ekki dáið í bílslysi í París. Ali, sem er þekktust fyrir skáldsögu sína Brick Lane, sem til er í íslenskri þýðingu, segist lengi hafa verið heilluð af sögu Díönu. Nú kann ýmsum að þykja það tilviljun að þessi skáldsaga skuli koma á markað um leið og sonur Díönu heitinnar kvænist og olíu verður hellt á eld áhuga almennings og fjölmiðla í Bretlandi á framtíð Hannover-fjölskyldunnar á hásæti enskra landeigenda. Ali segist í sögunni leiða konu svipaða Díönu áfram til þroska á breyttum tímum. -pbb Dálítið líkt Díönu  Bókardómur kjarni málsins – fleyg orð á íslensku f yrir hálfum öðrum áratug tók Hannes H. Gissurarson saman ágæta bók með tilvitnunum eft- ir hina og þessa. Safn hans keppti við nokkra aðra safnara en Hannes hafði þá þegar haft ánægju af því að tína saman spekiyrði og skop á vegferð sinni um ís- lenska textaheima, verandi bókabéus og grúskari. Nú fyrir jól sendi hann frá sér stórbætta útgáfu þessa gamla rits, segir það raunar nýja bók sem má til sanns vegar færa: Kjarni málsins – fleyg orð á íslensku er tæplega þúsund síður – þar af atriðaskrá upp á ríflega 200 síður. Út- gefandi segir á kápu verkið vera árangur „fimmtán ára þrotlausrar vinnu á söfn- um á Íslandi og erlendis“. Hann þakkar líka aðstoðarmanni Hannesar, Snorra G. Bergssyni, sem hefur verið „í fullu starfi í nokkur ár“ við verkið. Þetta er því stór- virki sem hefur kallað á marga krafta. Hvað prýðir bókina umfram önnur slík söfn? Birting á tilvitnunum á frummáli ef um þýðingu er að ræða, þó með und- antekningum, nákvæm eftirgrennslan um uppruna og stundum tengsl, grein- argóðar upplýsingar um höfunda til- vitnana sem í langflestum tilvikum eru okkar tímum nauðsynlegar, hvort sem eru tilnefnd sögukunn stórmenni eða smærri spámenn úr íslensku samfélagi. Ritið hefur því ótvírætt varðveisluhlut- verk en minnir í því á hinn skelfilega for- gengileika hlutanna: Bætir það líf ungr- ar manneskju að vita hver Púlli var eða Beggi fíni? Nú, og eins má spyrja hvort ekki vanti í ritið yngstu kynslóðina sem fleygt hefur orðspeki og orðspreki inn í sálarkytrur samtímans: Tvíhöfða, Jón Geirdal, Gillz og Pétur Jóhann. Fátt er haft eftir Bubba og lítið er safnarinn les- inn í kveðskap Megasar. Hann hefur fátt eftir Bo, svo að taldar séu nokkrar mann- vitsbrekkur úr dægurmenningunni. Þetta er dálítið öldruð bók. Hannes er meinsamur: Er ástæða til að rifja upp í safnriti mistök Jónasar Krist- jánssonar um hunang og mél í Parísar- bók nema af meinsemi? Höfundurinn er líka harla gefinn fyrir að flíka sjálfum sér sem heimild um hvað einhver hefur látið flakka; meira að segja vitnar hann í móður sína sem er bæði sætt en líka hégómlegt. Ættfærslur í ritinu eru marg- ar kátlegar: Því er tekið fram að Guð- mundur Andri sé sonur Thors en ekki Margrétar móður sinnar? Ræður þar karllægt lífsviðhorf Hannesar, aðdáun á Thorsurunum eða þröngsýni? Verkið er samt vel nýtilegt og auðvelt að detta ofan í það á borði; það er illa lesandi annars, svo þung sem bókin er. Sú hugmynd að hún verði að gagni þeim sem vill halda ræður er svolítið skopleg í sjálfu sér og einhvern veginn fornfáleg – MR 72 „... hó hó, nú ætla ég sko að vera spakur og vitna í einhvern Grikkja eða góðan sjálfstæðismann á læons kvöldinu – nei, er ekki annars betra að segja einn klúran?“ Ritið ber með sér menningarsöguleg- an svip sem maður óttast að kunni að vera að líða undir lok; samtíminn heimti meiri þægindi: Á svona safn ekki helst heima á netinu eins og símaskráin og félagatal þjóðfélagsins, Íslendingasög- urnar og Biblían? Safn af þessu tagi ber vott um lang- vinna þráhyggju, þolgæði safnara, áhuga samstarfsmanna og þor útgefanda. Það er ánægjulegt að útgefandi skuli hafa þrek til slíkrar útgáfu. Önnur rit á mark- aði sem fáanleg eru um vel heppnuð fleyg orð komast ekki nærri þessu riti hvað varðar stærð, upplýsingagildi og fjöl- breytileika.  kjarni málsins – fleyg orð á íslensku Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók saman Gunnar Karlsson teiknaði myndir 992 bls. Bókafélagið, 2010 FLEYG ORÐ Á ÍSLENSKU 42 bækur Helgin 7.-9. janúar 2011  íslensk umræðuhefð í alþjóðlegu samhengi almanak í efsta sæti Almanak Háskólans, öðru nafni Íslandsalm- anakið, hefur komið út samfellt síðan 1837. Það trónir nú í efsta sæti bóksölulista Eymundsson. Höf- undur, eins og undan- farin ár, er Þorsteinn Sæmundsson. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Ný útgáfa af Stikilsberja-Finni eftir Mark Twain veldur nokkrum usla vestanhafs. New South Books hafa í nýrri útgáfu sögunnar breytt orðunum „nigger“ og „injun“ í „slave“ og „indian“ fyrir til- stilli prófessors í Montgomery. Tilgangurinn er að minnka móðgandi og særandi merkingu upphaflegu orðanna. Um þetta hefur sprottið nokkur deila og sýnist sitt hverjum, bæði eftir hörundslit og kyni. Það er bókmenntafólk og kennarar sem deila, færri kennarar og enginn úr röðum menntaskólakenn- ara en þar er bókin lesin sem námsefni. Þá dregur deilan fram þá staðreynd að „nigger“ hefur breytt um merkingu á sumum svæðum þótt enn sé það víða niðrandi í munni þeirra sem það nota. -pbb Blökkumaður, negri og niggari Tvö þung hefti af Ritinu komu í pósthúsið í liðinni viku, annað helgað heimsbíóinu og hitt heimspeki og bókmenntum. Þetta eru annað og þriðja hefti síðasta árs og þar með hefur Ritið náð árgangi. Ekki að útgáfan þurfi að haldast í hendur við ártalið en lengi vel voru áhöld um hvort þetta vísindatímarit hugvísinda- stofnunar ætti nokkuð að telja sig til árganga, svo langt leið oft á milli hefta. Bæði þessi hefti eru merkileg í umræðu sinni: Til- raunir manna til að ná tökum á alvarlegri vísindalegri umræðu um kvikmyndir takast misjafnlega. Björn Ægir Norðfjörð rökstyður vel hugtakið um heimsbíó en réttlæting fjölbreytilegs framboðs mynda frá öðrum lendum vestrænnar menningar en hinum engilsax- nesku verður aldrei nógsamlega brýnd. Grein Úlfhild- ar Dagsdóttur um hrollvekjur síðustu ára missir hins vegar marks; sýnir fátt nema fjölda verka í dreifingu og þekkingu Úllu um þann garð. Inngangskynning á Almodóvar er þekkileg en tilraun Guðna Elíssonar til að koma Hvalveiðidrápi Júlíusar Kemp í stærra sam- hengi, tekst miður. Af öðru efni þótti mér mestur matur í Arfleifðar- skoðun Öldu Bjarkar þótt hún liti fram hjá hinum gríðarlega fjölda bandarískra, ekki síður en breskra, sögulegra búningamynda sem hafa flætt hér yfir um gáttir sjónvarpsstöðva og miklu fleiri hafa séð en hinar hefðbundnu bíómyndir. Arfleifðin þarf ekki að vera bundin við söguverk fyrir 20. öld. Stríðsáraarfleifðin er ekki síður staðfestandi, bæði úr smiðju Hanks og Spielbergs og eldri þátta, svo sem Family at war. Hemspeki/bókmenntaheftið er þyngra: Merkileg grein Svans Kristjánssonar um Svein Björnsson er utan við þemað, en flytur stórtíðindi; setur Svein á stall sem fáir gerðu sér grein fyrir. Margt annað er hér fróðlegt: Gottskálk Jensson að greina tilurð lykilorðanna heimspeki og bókmenntir. Íris Erlingsdóttir reifar þau Derrida og Cixous á mannamáli. Jón Karl Helgason setur Turnleikhús Thors í samhengi. Svo að nokkuð sé nefnt. Hugvísindadeildin réðst í útgáfu Ritsins fyrir margt löngu. Þetta er falleg og mikilvæg útgáfa og hver sem vill hefjast yfir staglið í íslensku umræðunni verður að lesa þessi hefti. Þar stendur íslensk umræðuhefð ekki á brauðfótum heldur setur sig í alþjóðlegt samhengi. -pbb Ritið og þér munuð finna Fleyg orð í stórbók Önnur söfn á bók um vel heppnuð fleyg orð komast ekki nærri þessu riti hvað varðar stærð, upplýsingagildi og fjölbreyti- leika. Ritið:2/2010 Tímarit Hugvísindastofnunar Heimsbíó U 2 0 1 0 3 4 w w w . h a s k o l a u t g a f a n . h i . i s 9 789979 548980 ISBN 978 9979 54 898 0 Ritid 2/2010 strikam_isbn 865 2 11/30/10 2:00 PM Page 1 Áskriftarveffang: www.hugvis.hi.is/ritid Ritstjórar: Björn Ægir Norðfjörð og Úlfhildur Dagsdóttir R itið :2 /2 0 1 0 H eim sbíó Í þessu hefti: Alda Björk Valdimarsdóttir Dudley Andrew Björn Ægir Norðfjörð Björn Þór Vilhjálmsson Guðni Elísson Gunnþórunn Guðmundsdóttir Heiða Jóhannsdóttir Hjördís Stefánsdóttir Hólmfríður Garðarsdóttir Úlfhildur Dagsdóttir Ritið:3/2010 Tímarit Hugvísindastofnunar Heimspeki og bókmenntir U 2 0 1 0 3 5 w w w . h a s k o l a u t g a f a n . h i . i s 9 789979 548997 ISBN 978 9979 54 899 7 Ritid 3/2010 strikam_isbn 865 2 11/30/10 2:00 PM Page 1 Áskriftarveffang: www.hugvis.hi.is/ritid Ritstjórar: Ásdís R. Magnúsdóttir og Björn Þorsteinsson R itið :3 /2 0 1 0 H eim speki og bókm enntir Í þessu hefti: Geir Sigurðsson Gottskálk Jensson Gunnar Harðarson Irma Erlingsdóttir Jean-Paul Sartre Jón Karl Helgason Pétur Knútsson Róbert Jack Steinar Örn Atlason Svanur Kristjánsson Voltaire Lj ós m yn d: N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es Lj ós m yn d/ B al du r K r. BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 24. janúar ... 8 mánudagar frá 20-23 Framhald ... 26. janúar ... 8 miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Á vorönn er boðið upp á hefðbundið námskeið fyrir byrjendur og framhaldsnámskeið fyrir lengra komna. • Hægt er að mæta stakur, í pari eða í hóp. • Námskeið skólans eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna. • Sjá nánar á Netinu undir bridge.is/fræðsla. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 898-5427 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.