Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 72
Jónsi á toppnum
Jónsi, söngvari Sigur Rósar, byrj-
ar nýja árið af krafti. Sólódiskur
hans Go situr á toppi sölulista
Félags
íslenskra
hljóm-
plötuút-
gefenda
fyrir
síðustu
viku og er þetta í fyrsta sinn
sem kappinn kemst í fyrsta sæti.
Diskurinn hefur fengið frábæra
dóma og var af mörgum talinn
vera besti íslenski diskurinn á
síðasta ári. Þriggja diska safn
með Ellý Vilhjálms, Heyr mína
bæn, er í öðru sæti og gullbark-
inn Páll Rósinkrans í því þriðja
með diskinn Ó, hvílík elska. -óhþ
Dikta á toppnum
sjö vikur í röð
Hljómsveitin Dikta hefur tekið
við keflinu af Páli Óskari og
Memfismafíunni á toppi Laga-
listans, lista
yfir mest
spiluðu lög
landsins.
Lagið Gor-
djöss sat á
toppi listans
í þrettán
vikur en
missti topp-
sætið til Diktu fyrir sjö vikum.
Síðan þá hefur lagið Goodbye með
þeim félögum setið sem fastast
á toppnum. Björgvin Halldórs-
son og Mugison gera þó atlögu
að toppsætinu með laginu Minn-
ing af dúettaplötu Björgvins og
í þriðja sæti eru Hjálmar með
lagið Gakktu alla leið sem er á
niðurleið. -óhþ
144 milljónir fyrir
getspaka
Íslenskar getraunir bjóða upp á
sannkallaðan risapott á morg-
un, laugardag, en þá verða til
reiðu 144 milljónir fyrir þá sem
hafa alla þrettán leiki getrauna-
seðilsins rétta. Þetta er stærsti
fyrsti vinningur í sögu Íslenskra
getrauna sem nær allt til ársins
1969. Ástæðan fyrir háum vinn-
ingi þessa helgina er að um síð-
ustu helgi voru svo margir með
tíu rétta að útborgun úr þeim
vinningsflokki náði ekki lág-
marksupphæð. Þaðan koma 42
milljónir. Síðan ákváðu Íslenskar
getraunir og Svenska Spel, sam-
starfsaðili þeirra í Svíþjóð, að
leggja til 34 milljónir króna. -óhþ
HELGARBLAÐ Hrósið…
... fá Klovn-bræðurnir Frank
Hvam og Casper Christiansen
fyrir að heimsækja Íslendinga
og hleypa birtu og yl inn í hjörtu
Íslendinga með sprenghlægilegri
mynd sinni.Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
70%
Höfuðborgarbúa
lesa Fréttatímann
Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember
meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.
www.icelandexpress.is
Boston og
Chicago í júní!
*
*
22.900 kr.
29.900 kr.
Boston frá:
Chicago frá:
Iceland Express býður fjölda flugsæta til Boston og
Chicago í júní á sérstöku kynningarverði. Bókaðu núna
flug á betra verði á www.icelandexpress.is
*Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.
Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar.
ÓTRÚLEGT KYNNINGARVERÐ!