Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 65
dægurmál 65Helgin 14.-16. janúar 2011
Föstudagur 14. janúar
Silfurberg lýsir upp skamm-
degið
Café rósenberg kl. 22
Hljómsveitin Silfurberg ætlar að
koma saman á Rósenberg um
næstu helgi og rifja upp sum-
arið 2010 og flytja þjóðlög frá
Norðurlöndunum sem meðlimir
útsettu í sameiningu síðastliðið
sumar.
Aðgangur 1.000 kr. en 500 fyrir
nemendur.
Laugardagur 15. janúar
Nýárstónleikar Salon
Islandus
salurinn, Kópavogi, kl. 17
Á efnisskrá tónleikanna er
Vínartónlist og önnur sígild
tónlist í léttari kantinum. Haldið
verður áfram á þeirri braut sem
mörkuð var með tónleikunum
nú í janúar og flutt nokkur
vinsæl dægurlög. Þá mun
afmælisbarnið Franz Liszt koma
við sögu.
Aðgangur 2.900 kr.
Silfurberg lýsir upp skamm-
degið – á ný
Café rósenberg kl. 22
Aðgangur 1.000 kr. en 500 fyrir
nemendur.
Agent Fresco, Rökkurró
sódóma Reykjavík kl. 22
Hljómsveitin Agent Fresco hefur
staðið í stórræðum undanfarið
ár og í lok nóvember kom út
breiðskífan A Long Time Lis-
tening. Hún vakti mikla athygli
sem skilaði henni svo inn á
marga árslistana. Fresco eru
því í blússandi gír þessa dagana
og munu undirstrika það með
tónleikunum á Sódómu.
Aðgangur 1.000 kr.
sunnudagur 16. janúar
Leikið af fingrum fram
norræna húsið kl. 15
Fyrstu jazztónleikar 15:15
tónleikasyrpunnar í Norræna
húsinu. „Leikið af fingrum
fram“ er yfirskrift tónleikanna,
en þá munu Helga Laufey
Finnbogadóttir píanóleikari,
Gunnar Hrafnsson kontrabassa-
leikari og Einar Valur Scheving
trommuleikari leiða saman
hesta sína.
Aðgangur 1.500 kr. en 750
fyrir öryrkja, eldri borgara og
nemendur.
Á hljómgrunnur.is er að finna að-
gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði
sem eru fram undan. Rokk, djass,
popp, klassík og allt þar á milli.
Hin nýja
Lisbeth
Salander
Það er óhætt að segja að leikkonan
Rooney Mara hafi þurft að breyta
sér mikið fyrir hlutverk sitt sem
Lisbeth Salander í bandarísku útgáf-
unni af Karlar sem hata konur eftir
Stieg Larsson í leikstjórn Davids
Fincher, eins og myndirnar hér að
ofan bera með sér.
Natalie ber í
auglýsingu
Leikkonan frábæra,
natalie Portman, er
í djarfari kantinum í
nýrri auglýsingu fyrir
Dior-ilmvatnið Miss
Dior Cherie. Þar berar
hún efri hluta líkamans
í kynþokkafullri stell-
ingu. Þetta er í fyrsta
sinn sem Portman
leikur í auglýsingu
á vegum Dior-fyrir-
tækisins en sennilega
ekki það síðasta.
Mara eins og
venjulega.
Mara sem
Lisbeth Salander
á forsíðu tímarits-
ins W.