Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 38
Þ rátt fyrir að raforkumark-aðir í Evrópu
lúti enn ströngum
reglum hefur um-
hverfi þeirra hér og
erlendis breyst mikið
í kjölfar einkavæð-
ingar síðustu ára og
áratuga. Atvinnu-
grein sem áður ein-
kenndist af einokun
eða fákeppni, og þeim
takmörkunum sem
slíkir markaðir eru
háðir, hefur nú þurft
að laga sig að sam-
keppnisumhverfi og
þarf að fylgja þeim
leikreglum sem sam-
keppnin setur. Þetta kallar á breytt-
ar aðferðir við stjórnun fyrirtækj-
anna.
Stjórnendur vanir
einokunarhugsun
Í ljósi ýmissa erfiðleika hjá ís-
lenskum orkufyrirtækjum má
spyrja hvort stjórnun þeirra sé í
kreppu. Erlendar rannsóknir sýna
að stjórnendur sem hafa starfað
í íhaldssömum atvinnugreinum
eins og orkugeiranum hafa tamið
sér fastheldinn stjórnunarstíl sem
stjórnendur úr öðrum „nýrri“ at-
vinnugreinum, svo sem eins og hjá
símafyrirtækjum og rafeindavöru-
fyrirtækjum, hafa ekki talið væn-
legan til árangurs á samkeppnis-
markaði.
Frumrannsóknir undirritaðs á Ís-
landi árin 2007 til 2009 sýna að sér-
fræðingar telja stjórnendur orkufyr-
irtækja eiga nokkuð í land með að
tileinka sér stjórnunarhætti nýrra
tíma þar sem þeir eru aldir upp við
einokunarhugsun og að það þurfi
nokkuð átak til að fá þá til að hugsa
á annan hátt. Þá sé erfitt að fá stjór-
nendur til að átta sig á hvað mark-
aðs- og samkeppnishugtak dagsins í
dag stendur fyrir. Ekki síst þar sem
nú séu, að einhverju leyti, sömu
stjórnendur og áður störfuðu í opin-
berum stofnunum að sinna annars
konar störfum í einkafyrirtækjum
sem eðli málsins samkvæmt eru
þeim nokkuð framandi. Stjórnend-
ur orkufyrirtækjanna taka sumir
hverjir í sama streng
og sérfræðingarnir
en nefna jafnframt
að það sé erfitt að
vinna að stefnumörk-
un þegar hana þurfi
jafnvel að endur-
skoða á fjögurra ára
fresti í kjölfar kosn-
inga.
Nýtt hugarfar
Fyrir afnám einka-
réttar ríkisins til
fjarskiptarekstrar í
ársbyrjun 1998 var
á Íslandi eitt fyrir-
tæki sem hafði það
eina hlutverk (fyrir
utan póstþjónustu)
að tengja tvo aðila sinn við hvorn
endann á símalínu. Á þeim vett-
vangi hafa hlutirnir mikið breyst og
ýmsir spá því að rafmagnsmarkaðir
eigi einnig eftir að umbreytast þótt
breytingar þar verði kannski ekki
jafn dramatískar og á símamarkaði.
Aðilar á orkumarkaði gera sér marg-
ir grein fyrir þessu og eru þegar að
leitast við að tileinka sér nýtt hugar-
far. Það er vel, því tiltölulega auðvelt
er að heimfæra svokallaðar „bestu
aðferðir“ úr öðrum atvinnugreinum
yfir á orkugeirann og krafa dagsins
til stjórnenda á þessum vettvangi
er að reka fyrirtækin á besta mögu-
lega máta í nýju umhverfi þótt slíkt
sé að einhverju leyti snúnara á orku-
markaði þar sem auk þess að gæta
að viðskiptalegum hagsmunum þarf
einnig að taka ríkt tillit til almanna-
hagsmuna um áreiðanlegt framboð
rafmagns. Vissulega er einnig gerð
krafa um fyrirmyndar stjórnun í
öðrum atvinnugreinum en krafan
á stjórnendur orkufyrirtækjanna
er síst minni vegna samfélagslegs
mikilvægis atvinnugreinarinnar á
einstaklinga og fyrirtæki í nútíma
þjóðfélagi. Hefðbundin rekstrar-
leg sjónarmið þurfa að ráða ríkjum
í orkufyrirtækjum og tenging við
almannahagsmuni er ekki afsökun
fyrir slælegri stjórnun.
Byggt m.a. á Friðrik Larsen, 2010
og 2009; Hartmann & Ibáñez, 2007,
Wiedmann, 2005, Joskow, 2003,
Morrison 2001, Brew & Phepls,
1998; Novak & Lyman, 1998.
38 viðhorf Helgin 14.-16. janúar 2011
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur
Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Ólíkt samningnum við Rio Tinto Alcan í Straumsvík eru
ekki endurskoðunarákvæði í samningnum við Alcoa. Ís-
lendingar virðast því vera læstir inni með heldur vondan
díl í 37 ár til viðbótar.
Fært til bókar
Þingmönnum mætt
með tunnuslætti
Alþingismenn eru enn í jólafríi og hafa
verið frá 18. desember síðastliðnum.
Vonandi hafa þeir hvílst vel en þeim er
gert að mæta til þings á ný næstkomandi
mánudag, 17. janúar. Þeir mega búast við
hávaða því boðað er til mótmæla þegar
þingið kemur saman á ný. Stjórn Hags-
munasamtaka heimilanna segir að tunn-
urnar og fleiri hafi í hyggju að mæta. Þar
er væntanlega átt við þá sem barið hafa
tunnur í mótmælum að undanförnu og
voru mest áberandi meðal þeirra þúsunda
manna sem mótmæltu fyrir framan Al-
þingi þegar Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra flutti stefnuræðu stjórnar
sinnar síðastliðið haust. Stjórn samtak-
anna segir að þeir hörðustu muni byrja
tunnusláttinn kl. 15 á mánudaginn en þeir
sem ekki eiga heimangengt svo snemma
mæti síðar, um kl. 16.30 eða svo. Stjórnin
hvetur félagsmenn til að nota tækifærið
og láta í sér heyra. Hún segir ríkisstjórn-
ina enn taka stöðu gegn heimilunum með
bönkum og kröfuhöfum. Úrræði sem
sett hafi verið fram sem skjaldborg fyrir
heimilin. „Einkennast þau öll af firringu
á ábyrgð og kostnaði hrunsins er áfram
fleytt yfir á varnarlaus heimilin,“ segir
stjórnin m.a. Þeir sem fylgdust með beinni
sjónvarpsútsendingu frá stefnuræðunni
og umræðum í kjölfar hennar muna að há-
vaðinn fyrir utan var slíkur að hann hafði
veruleg áhrif á ræðumenn og var mörgum
þingmönnum brugðið, ekki síst forsætis-
ráðherranum.
Geggjað á flóanum
Starfsmönnum Faxaflóahafna er ekki
skemmt þessa dagana en þeim verður
hér eftir gert að sæta læknisrannsókn þar
sem andlegt ástand þeirra verður meðal
annars skoðað, að því er Vísir greinir
frá. Starfsmennirnir kannast aðeins við
geðrannsóknir á mönnum sem sæta
rannsókn vegna meintra stórglæpa
og sjá ekki samhengið milli slíks og
að leiðbeina skipum til hafnar, enda
segir starfsmaður hafnaþjónustunnar,
fullur kvíða vegna geðheilsumatsins: „Er
það ekki bara fyrir klikkaða glæpamenn.“
Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumað-
ur reynir að róa sína menn í fréttinni og
segir hag starfsmannanna aðeins hafðan
í huga, engar hótanir hafi verið hafðar í
frammi gagnvart þeim.
Mæta þeir hærðir fram á völlinn?
Ný rannsókn á eðli skallamyndunar hjá
körlum ýtir undir vonir um að hægt verði
að lækna skalla, segir í frétt Vísis. Í rann-
sókninni er skallamyndun karla rakin til
þess að stofnfrumur í höfuðleðri ná ekki
að mynda hársekki þá sem rót hársins
hvílir í. Bent er á að hársekkir í höfuðleðri
sköllóttra séu samanskroppnir og örsmáir
og að sérfræðingar hafi löngum talið að
stofnfrumum fyrir hársekki hafi einnig
fækkað í sköllóttum mönnum. Nýja rann-
sóknin sýnir hins vegar fram á að sköllóttir
hafi jafnmargar slíkar frumur og þeir sem
hærðari eru. Ef hægt væri að örva stofn-
frumurnar til þess að framleiða húð með
hársekkjum, mætti leysa vanda sköll-
óttra. Ekki er að efa að það er
mörgum karlinum áhyggjuefni
þegar hárið fer að þynnast
og hverfur jafnvel alveg af
hvirflinum. Afstaða til skalla
hefur þó breyst undanfarin ár
og margir karlar raka kragann
og mæta galvaskir með bera hausa –
og þykja hinir karlmannlegustu. Talsvert
fer þó eftir höfuðlagi hvernig menn bera
skalla. Mörgum þætti þó eflaust undarlegt
tilsýndar ef þekktustu „skallar“ Íslendinga
mættu skyndilega vel hærðir fram á völl-
inn. Má þar nefna Steingrím J. Sigfússon,
Ómar Ragnarsson, Bubba Morthens,
Egil Ólafsson söngvara og son hans Ólaf
leikara, auk kvikmyndaleikstjórans Ragn-
ars Bragasonar.
Það er sláandi staðreynd að tæplega
helmingur allrar raforkuframleiðslu lands-
ins er bundinn tveimur álverum til ársins
2036. Þetta eru álverin í Straumsvík og
Reyðarfirði. Orkusölusamningur Lands-
virkjunar við síðarnefnda álverið er reyndar
enn lengri, eða til ársins 2048, en það eitt
og sér tekur til sín tæplega þriðjung af því
rafmagni sem framleitt er á Íslandi.
Langur samningstími við Alcoa var eitt
af því sem fulltrúar Landsvirkjunar töldu
mikinn styrk á sínum tíma. Efasemdamenn
hafa verið á öðru máli. Sérstaklega þar sem
lengi var grunur um að um-
samið verð fyrir orkuna til
Alcoa í Reyðarfirði væri í
lægri kantinum.
Komið hefur í ljós að sá
grunur reyndist réttur. Í
nýrri skýrslu stýrihóps
iðnaðarráðherra um mótun
orkustefnu fyrir Ísland
kemur fram að meðalverð
til stóriðju fyrstu tvo mán-
uðina 2010 var 19,6 dollarar á megavatt-
stund. Það er til mikilla muna lægra verð en
stóriðjufyrirtæki greiða fyrir orku annars
staðar í Norður-Evrópu.
Það er upplýsandi reikningsæfing að
máta 19,6 dollarana við þau miklu orkukaup
sem Alcoa hefur tryggt sér árlega í 40 ár. Ef
verðið fyrir megavattstundina væri einum
dollara hærra, fengi Landsvirkjun 600 millj-
ónir króna til viðbótar á ári. Á samningstím-
anum gerir það litla 24 milljarða króna. Ef
dæmið er tekið lengra, fer upphæðin í 120
milljarða ef megavattstundin hækkar um
fimm dollara og í tröllaukna 240 milljarða
króna ef hækkunin er 10 dollarar. Rétt er
að taka fram í þessu samhengi að 29,6 doll-
arar á megavattstund er vel undir því sem
iðnaðarfyrirtæki greiða innan OECD. Sam-
kvæmt skýrslu stýrihópsins var til dæmis
rafmagnsverð í Norður-Evrópu 60 dollarar
á megavattstund í fyrra.
Ólíkt samningnum við Rio Tinto Alcan í
Straumsvík eru ekki endurskoðunarákvæði
í samningnum við Alcoa. Íslendingar virð-
ast því vera læstir inni með heldur vondan
díl í 37 ár til viðbótar.
Annar heldur dapurlegur langtímasamn-
ingur er sá sem var gerður við kaupendur
HS Orku á sínum tíma. Nýtingarréttur HS
Orku var 65 ár þegar Magma keypti félagið,
með endurnýjunarákvæði til sama tíma.
Með réttu er hægt að halda því fram að 130
ára nýtingartími jafngildi nánast eignar-
haldi. Þessi samningur er nú það barefli
sem notað er til að berja á Ross Beaty og
Magma Energy. Beaty og félag hans hafa
þó ekki annað til saka unnið en að kaupa
hlutabréf í einkavæddu fyrirtæki í góðri trú.
Meðal þess sem kemur fram í orkustefnu
stýrihóps iðnaðarráðherra er tillaga um að
lögum verði breytt á þá leið að nýtingarrétt-
ur orkuauðlinda landsins verði ekki lengri
en 25 til 30 ár og fáist ekki endurnýjaður
nema umgengni við auðlindina sé sóma-
samleg. Það er gáfuleg tillaga eins og svo
margt annað í stefnunni sem stýrihópurinn
leggur til.
Orkusala og nýtingarréttur
Vondir langtímasamningar
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
M
Friðrik Larsen
lektor við viðskiptadeild
Háskólans í Reykjavík
Orkufyrirtæki
Breyttra stjórnun-
arhátta er þörf á
nýjum tímum
Getur þú verið heimilisvinur
Abigale?
www.soleyogfelagar.is