Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 14
M álverk sem Gallerí Borg seldi sem verk eftir Louisu Matth-íasdóttur á þrjár milljónir króna, hefur fengið þann stimpil inn- lendra sérfræðinga, eftir átta mánaða rannsóknir, að það sé falsað. Eigandi þess staðfestir að hann hafi fengið það munnlega staðfest en verið sé að ganga frá skýrslunni sem hann vill ekki láta af hendi vegna þess að enn eigi eftir að rita undir hana. Samkvæmt heimildum Fréttatímans sá Temma Bell myndina fyrst í New York. Hún lýsti yfir efasemdum um að málverkið væri eftir móður sína. Hún er dóttir Louisu Matthíasdóttur, einnar ástsælustu listakonu landsins sem lést í febrúar árið 2000. Ólafur Ingi Jónsson forvörður staðfestir að hann hafi skoð- að eigendasögu verksins og í kjölfarið lýst yfir efasemdum sínum um að hún stæðist, því myndin var sögð hafa verið í eigu bróður Jónasar Freydal frá því seint á níunda áratugnum. „Og hann vott- aði skriflega í skjali að hann hefði keypt myndina á vinnustofu Louisu. Það hlýtur að teljast skjalafals,“ segir Ólafur. Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar, og Jónas Freydal voru ákærðir fyrir stórtæka málverkafölsun árið 2003. Fjölskipaður héraðsdómur taldi sannað að rúmlega 40 af þeim 102 myndum sem ákært var fyrir í stóra mál- verkafölsunarmálinu væru falsaðar en að þeir félagar hefðu aðeins vitað af því að brotabrot af þeim væru falsaðar. Mál- ið fór fyrir Hæstarétt árið 2004 og lauk þannig að dómurinn vísaði málinu frá vegna formgalla og þeir því sýknaðir. Gallerí Borg var lokað nú í haust. Vill verkið endurgreitt Eigandi hins meinta Louisu-verks vill ekki tjá sig opinberlega um málið við Fréttatímann þar sem hann freistar þess nú að fá eigendur Gallerí Borgar til að taka myndina aftur og fá peningana sína til baka – ella komi til málaferla. Þór- unn Guðmundsdóttir hrl. er lögmaður mannsins. Hún er með tvö mál á sinni könnu, þar sem kaupendur listaverka af Gallerí Borg reyna að fá málverk endur- greidd vegna gruns um falsanir; mál þessa manns og hjartalæknisins Skúla Gunnlaugssonar, sem keypti grunlaus verk af galleríinu fyrir 1.600 þúsund krónur í upphafi sumars. Verkið keypti hann eftir að því hafði verið skilað stuttu áður vegna grunsemda um fölsun. RÚV greindi frá því í sumar að sá sem fyrst keypti verkið, sem átti að hafa verið þrjá- tíu ára gamalt, hefði fundið af því olíu- málningarlykt. „Bæði málin varða málverk sem keypt voru af Galleríi Borg,“ segir Þórunn og að mál Skúla Gunnlaugssonar sé komið mun lengra á veg. Þegar hann skilaði myndinni á sínum tíma hafi hann fengið þrjú málverk í stað endurgreiðslu þar sem Pétur Þór hafi ekki getað greitt hon- um féð til baka. Síðar hafi komið í ljós að Pétur Þór átti ekki myndirnar þrjár heldur var með þær í umboðssölu. Skúli afhenti því réttmætum eigendum mynd- irnar aftur, segir Þórunn. Segir hótað að selja myndina aftur „Skúli situr eftir með óbætt tjón,“ segir Þórunn og að í bréfi lögmanns Péturs Þórs vegna málsins, sem barst henni milli jóla og nýárs, sé því haldið fram að myndin verði seld í þriðja sinn upp í „ótil- greindan“ kostnað vegna málsins. „Þeir bjuggu til alls konar kröfur sem Pétur Þór telur sig eiga á Skúla. Það versta er að þeir segja að þeir íhugi að selja mynd- ina aftur upp í kostnað. Það er það alvar- legasta, því ekki má gleyma því að einn maður var búinn að skila þessu meinta Þorvaldar-verki til Gallerís Borgar vegna þess að það var talið falsað og sá mað- ur fékk endurgreitt. Galleríið seldi svo Skúla það án þess að greina honum frá því að grunur léki á fölsun,“ segir hún. „Þetta er grafalvarlegt mál og mjög ósvíf- ið.“ Þórunn á eftir að svara bréfinu. Hvorugt málið hefur verið kært til lög- reglu og segir Valtýr Sigurðsson ríkis- saksóknari að embættið tæki málið ekki upp af sjálfsdáðum. Hann hafi ekkert heyrt af þessum málsatvikum. En eins og fyrr sagði freista eigendurnir að fá myndirnar endurgreiddar og málin leyst þannig. Ólafur Ingi segir nýja hringrás virðast hafa farið af stað. Nú glími markaðurinn ekki aðeins við hundruð falsaðra mál- verka úr stóra málverkafölsunarmálinu sem dúkki reglulega upp, heldur sjáist nú nýmáluð verk eignuð dáðum, íslenskum listamönnum og það frá sömu mönnum og komu að stóra málinu. „Nú hefur Gallerí Borg ekki haldið mörg uppboð, heldur selt beint úr galleríinu. Það er því ómögulegt að vita hvort þessi dæmi eru einstök eða hvort fleiri myndir eru í um- ferð. Það kemur ekki í ljós nema fólk gefi sig fram,“ segir hann og gagnrýnir stjór- nvöld fyrir sinnuleysið. „Varla er endalaust hægt að leggja þá skyldu á borgarana að þeir veki máls á fölsuðum verkum og málin detti síðan upp fyrir,“ segir hann. Lögregluyfir- völd, sem hafi klúðrað stóra málverka- fölsunarmálinu, verði að fá botn í málið fyrir dómi. Forkastanlegt væri ef falsaða Þorvaldar-verkið færi í þriðja sinn í sölu. „Hvað telja yfirvöld um slíkt? Er í lagi að bjóða verkið til sölu í þriðja sinn án þess að seljendurnir svari nokkru um þær efasemdir sem vaknað hafa um verkið. Þeir eiga ekki að komast upp með það sem galleríistar á opinberum vettvangi að vinna svona óátalið,“ segir hann. „Ég hvet því yfirvöld til að fylgjast með þessu máli og taki svo til sinna ráða ef tilefni er til. Málverkamarkaður lýtur lögmálum. Hann er viðkvæmur og persónulega lít ég á falsanir eins og peningafölsun. Þetta er svo alvarlegt mál.“ Pétur Þór Gunnarsson vísaði á lög- mann sinn, Steinberg Finnbogason, og vildi ekki tjá sig um málið (sjá dálk að neðan). Gunnhildur Arna Gunnardóttir gag@frettatiminn.is Sjá einnig bls. 16 og 17  Málverkabransinn Þriggja Milljóna króna Málverk sagt falsað Með milljónir fastar í meintri fölsun Þórunn Guðmundsdóttir lögmaður berst nú fyrir því fyrir hönd tveggja manna að fá tvö verk endurgreidd frá Gallerí Borg vegna þess mats forvarða að þau séu fölsuð. Annað verkið, sem selt var á þrjár milljónir króna, var sagt vera eftir Louisu Matthíasdóttur. Hitt var selt sem verk eftir Þorvald Skúlason. Síðara málið er lengra komið segir lögmaðurinn og í bréfi frá listaverkasalanum og lögmanni hans sé hótað að selja málverkið í þriðja sinn. Mynd af málverki sem selt var sem verk Þor- valdar Skúlasonar. Eigandi Gallerís Borgar hótar nú lögfræðingi kaupandans – að hans sögn – að selja það í þriðja sinn. Ólafur Ingi Jónsson forvörður segir ekki endalaust hægt að leggja þá skyldu á borgara að benda á málverkafölsun án þess að yfirvöld bregðist við. Ljósmynd/Hari Ekki má gleyma því að einn maður var búinn að skila þessu meinta Þor- valdar-verki til Gallerís Borgar vegna þess að það var talið falsað og sá maður fékk endurgreitt. Galleríið seldi svo Skúla það án þess að greina honum frá því að grunur léki á fölsun. Ólafur Ingi Jónsson forvörður fullyrðir að mynd sem hékk úti í glugga í Galleríi Borg í nóvember 2009 og sögð vera eftir Nínu Tryggvadóttur, sé falsað verk. Hann fékk í hendur ljósmynd af verkinu og segir það ekki fara milli mála að myndin sé fölsuð. „Þessi mynd er þannig að fólk myndi sannfærast um það, sæi það hana,“ segir hann. Hvar myndin er í dag veit hann ekki en segir að verk eftir Nínu Tryggva- dóttur seljist á allt að tvær milljónir króna. „Ef þú átt verk sem lítur svona út er það mjög líklega falsað. Þú verður að láta athuga það,“ segir hann. Ólafur segir að sjálfsagt ætti að vera að eftir- litsstofnanir fylgdust með málverkasölu Péturs Þórs Gunnarssonar, þar sem hann hafi þegar verið dæmdur fyrir fölsun málverka árið 1999. „Er óeðlilegt að ætlast til þess að maður sem brotið hefur lög hafi skyldur sem sýna uppruna verka?“ Hann segir að ekki eigi alltaf að vera í verkahring fórnarlamba að reyna að rétta sinn hlut. Það kosti þá peninga. „Honum er leyft að setja upp gallerí og halda uppboð. Ef upp koma vafamál sem hann getur ekki upplýst, er það þá fólksins að sanna að hann hafi brotið af sér eða er það yfirvaldsins sem klúðraði [stóra málaverka]málinu?“ -gag „Málverkið er falsað“ Hér má sjá ljósmynd af meintu verki Nínu Tryggvadóttur sem Ólafur Ingi segir að hafi hangið úti í glugga Gall- erís Borgar í nóvember 2009. 14 úttekt elgin 14.-16. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.