Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 70
É g verð að viðurkenna að ég sakna Evu Maríu. Ekki síst vegna þess að það var svo auðvelt að draga
hana með sér í Kringluna og skoða
föt. Gummi hefur aðeins minni áhuga
á því,“ segir Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir sem er annar tveggja kynna
Söngvakeppni Sjónvarpsins. Að þessu
sinni stendur hún á sviðinu án stöllu
sinnar Evu Maríu Jónsdóttur en
hefur í hennar stað fengið Guðmund
Gunnarsson sér til halds og trausts.
Eva María og Ragnhildur voru báðar
með barni þegar þær stóðu vaktina í
fyrra og barnalánið hefur ekki snúið
baki við Söngvakeppninni. „Mér líst
rosalega vel á að gera þetta með
Gumma. Hann heldur líka mjög fast
í hefðirnar og tilkynnti mér á fyrsta
starfsdegi að hann ætti von á barni í
sumar. Mér finnst það alveg frábært
vegna þess að þá nennir hann að tala
um barnastúss og bleyjur. Mér líst vel
á hann. Við erum alveg að fíla okkur
vel og höfum svipaðar hugmyndir og
væntingar til verkefnisins.“
Fimmtán ný íslensk lög keppa um
að verða framlag Íslands til Eurovision
í vor og Ragnhildur Steinunn og Guð-
mundur munu kynna lögin fyrir alþjóð
næstu laugardagskvöld.
Guðmundur hefur undanfarið sést
á skjánum í þáttunum Ferð til fjár þar
sem hann hefur fjallað um fjármál ein-
staklinga. „Mér líst vel á þetta. Ég sef
vel og það er enginn kaldur sviti eða
neitt. Ekki enn alla vega,“ segir Guð-
mundur sem hafði umsjón með þátt-
unum Á meðan ég man sem gerðir voru
í tilefni 80 ára afmælis Ríkisútvarpsins.
„Þau gætu varla verið ólíkari verkefnin
sem ég hef fengið hjá Sjónvarpinu.
Söngvakeppnin er eitt stórt partí og ég
verð klár í það þegar þar að kemur,“
segir Guðmundur.
Guðmundur segist vitaskuld njóta
reynslu og ráða Ragnhildar Steinunnar
og það á fleiri sviðum en söngvakeppn-
innar. „Hún gefur mér ekki bara góð
ráð um hvernig best sé að haga sér í
svona þáttum heldur getur hún líka
komið með ungbarnaráð.“
„Ég er eiginlega bara búin að vera í
dúkkó síðan í síðustu Söngvakeppni og
ætlaði mér í raun ekki að fara að vinna
strax en sló til þegar mér bauðst þetta,“
segir Ragnhildur Steinunn. „Þannig að
ég fer strax aftur í frí og fólk losnar við
mig fljótt aftur,“ segir Ragnhildur Stein-
unn, hláturmild að vanda.
ragnhildur Steinunn leiðbeinir verðandi föður í Söngvakeppninni
heSton blumenthal breSkur SjónvarpSkokkur kíkti við í tjöruhúSinu
Tala um bleyjur baksviðs
Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst á laugardagskvöld. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir mætir
fersk úr barneignarleyfi og stendur vaktina – þó án Evu Maríu Jónsdóttur en þær áttu báðar
von á sér þegar þær kynntu keppnina í fyrra. Guðmundur Gunnarsson fyllir skarð Evu Maríu
en svo skemmtilega vill til að hann á von á barni í sumar þannig að þau Ragnhildur Steinunn
hafa ýmislegt annað að ræða en þáttagerðina.
S egja má að heimsfrægðin hafi óvænt bankað upp á hjá Jóni Mýrdal, afleys-
ingakokki í Tjöruhúsinu á Ísafirði, þegar
hinn þekkti breski sjónvarpskokkur, He-
ston Blumenthal, kom við í eldhúsinu
hjá honum og fékk hann til að elda fyrir
sig steinbít. Afraksturinn verður sýndur á
bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 á föstu-
dagskvöld í þættinum Heston´s Fishy Feast.
„Við fórum með honum og veiddum
steinbít. Hann ætlar að elda einn slíkan
í þættinum en Bretar borða víst lítið af
steinbít,“ segir Jón Mýrdal. „Ég eldaði svo
tvo rétti fyrir hann úr steinbítnum sem við
veiddum,“ segir Jón sem sýndi listir sínar
við eldavélina fyrir framan sjónvarpstöku-
vélar Hestons. „Hann notar samt örugglega
ekki mína uppskrift vegna þess að hann er
einhvers konar hátæknikokkur og þætt-
irnir hans minna víst meira á vísindaþætti
en matreiðsluþætti. Mér skilst að margar
milljónir horfi á þennan þátt og hann er víst
hrikalega frægur en ég vissi ekkert hver
hann var þegar hann birtist,“ segir Jón sem
ætlar að bjóða nokkrum vel völdum vinum
í mat á föstudagskvöld, elda handa þeim
rauðsprettu að hætti Tjöruhússins og horfa á
þátt Hestons. -þþ
Mýrdal matreiðir fyrir milljónir
Mér líst
vel á hann.
Við erum
alveg að fíla
okkur vel og
höfum svip-
aðar hug-
myndir og
væntingar til
verkefnisins.
70 dægurmál Helgin 14.-16. janúar 2011
Ragnhildur Steinunn og Guðmundur ná vel saman og sjá fram á lífleg laugardagskvöld fram í febrúar. Ljósmynd Hari
Fylgi við Spaug-
stofuna dalar
Þegar rýnt er í fyrstu áhorfstölur
rafrænna mælinga Capacent
á þessu ári vekur óneitanlega
athygli að Spaugstofunni virðist
vera að fatast flugið eftir að
hafa hrakist frá RÚV yfir á Stöð
2. Aðeins tæp 15% Íslendinga
á aldrinum 12-80 ára horfðu á
síðasta þátt Spaugstofunnar
og líklega hefur áhorf á
þáttinn aldrei mælst
jafn lítið enda var
Spaugstofan einn
allra vinsælasti þáttur
Sjónvarpsins um
langt árabil.
Beint úr sigurleik á Lé
Handboltakempurnar Ólafur Stefánsson og
Róbert Gunnarsson gáfu ekki þumlung eftir
síðastliðinn laugardag en nánast jafnskjótt og þeir
höfðu lokið við að ganga frá þýska handbolta-
landsliðinu fyrir fullri Laugardalshöll skelltu
þeir sér á harmleikinn um Lé konung í
Þjóðleikhúsinu. Báðir tóku þeir sig vel
út og ekki á þeim að sjá að þeir hefðu
skömmu áður verið svitastorknir að
djöflast á íþróttaleikvangi. Með þeim í för
voru eiginkonur þeirra, þær Kristín Þor-
steinsdóttir og Svala Sigurðardóttir,
og vart þarf að gera ráð fyrir öðru en
að pörin tvö hafi átt góða kvöldstund þar
sem Arnar Jónsson sýnir mikil tilþrif í hlut-
verki hins harmræna konungs.
Rödd þjóðar-
innar ómar
enn í karókí
Karókísöngur frægra og
óþekktra hefur heldur
betur vakið athygli á
söfnun undirskrifta
við kröfuna um að
orkuauðlindir skuli
vera í eigu þjóðarinnar.
Söngurinn, sem Björk
leiddi, var óslitinn í
Norræna húsinu um
síðustu helgi og undir
var tekið annars staðar
á landinu. Söngurinn
heldur áfram enda útlit
Hann er víst
hrikalega frægur
en ég vissi ekkert
hver hann var.
Ég sel 5 eignir í þessum mánuði,
eignin þín gæti verið ein þeirra,
skráðu eignina þar sem hún selst!
Hringdu núna
699 5008
Hannes Steindórsson
Sölufulltrúi
hannes@remax.is
Sími: 699 5008
Þórarinn
Jónsson hdl.
lögg. Fasteignasali
Heston Blumenthal og Jón Mýrdal í Tjöruhúsinu. Heston á veitingastaðinn The
Fat Duck og nýtur mikilla vinsælda og virðingar í heimalandi sínu og víðar.
Mynd/Halldór Sveinbjörnsson bb.is
fyrir að undirskriftasöfnunin geti endað
sem sú fjölmennasta í sögunni hér á landi
áður en síðasti söngvarinn þagnar. Í gær,
fimmtudag, var orkulindunum sunginn
óður í Reykjanesbæ, á Egilsstöðum, í
Stykkishólmi og á Höfn í Hornafirði og á
þessum stöðum verður sungið áfram fram
eftir helgi.