Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 34
M cKenna kynnir hamingjuæfingar sínar í bókinni
I Can Make You Happy en
lausnir hans renna stoðum
undir þá gömlu og góðu
klisju að eymd sé í raun val-
kostur. McKenna leggur til
að fólk brosi eða hlæi í 20
mínútur á dag til þess að
snúa geðslagi sínu í rétta átt
og höndla hamingjuna. Í við-
tali við Daily Mail segir hann
þessa æfingu vera „fáránlega
einfalda“. Daily Mail segir
McKenna hafa hjálpað millj-
ónum til þess að láta sér líða
betur. Hann leggur mikla
áherslu á að fólk geri hlátur
og bros að svo sjálfsögðum
hlut í fari sínu að það verði
hreinlega kækur að brosa og
vera hamingjusamur.
McKenna segir að jafnvel
þótt fólk hafi enga sérstaka
ástæðu til að brosa eða finni
ekki hjá sér innri þörf til
þess, sé um að gera að leggja
sig fram um að brosa samt.
Sé það gert reglulega muni
viðkomandi finna hamingju
sína aukast. Það þurfi enga
sérstaka ástæðu til þess að
brosa vegna þess að það dugi
að þykjast þar sem áhrifin á
heilann séu þau sömu.
McKenna útskýrir þessa
„fáránlega einföldu æfingu“ í
bókinni þar sem hann leggur
það fyrir fólk að það hlæi
tuttugu sinnum á dag og
brosi tuttugu sinnum á dag.
Gagnsemi hinna tilefnis-
lausu brosa felist í því að í
hvert skipti sem fólk brosir
fari serótónín, taugaboðefni
sem framkallar vellíðan, út
í líkamann. Þá bendi rann-
sóknir til þess að fólk sem
brosað er til sé hamingju-
samara en ella og eftir því
sem fólk brosi meira til
annarra mæti því fleiri bros
og vingjarnlegra viðmót.
McKenna segir einnig
að eftir að það sé komið
upp í vana að brosa, fjölgi
gleðistundunum í lífi fólks og
hamingja þess verði meiri.
Og það sem geri þetta allt
saman enn betra sé sú stað-
reynd að rannsóknir hafi
sýnt fram á að hlátur efli
ónæmiskerfið og hjálpi lík-
amanum að hreinsa út eitur-
efni þannig að með regluleg-
um brosum og miklum hlátri
verði meltingin betri og fólk
fái sjaldnar flensku og kvef.
McKenna heldur því þó til
haga að til þess að hámarka
vellíðan sína og lífshamingju
eigi fólk einnig að reyna á
líkamann daglega þar sem
adrenalínið sem líkaminn
framkallar við áreynslu
skerpi skilningarvitin og en-
dorfínið sem tekur við þegar
slakað er á eftir æfingu hafi
róandi áhrif. Hann leggur
þó ekki sérstaka áherslu á
að fólk djöflist endilega í lík-
amsræktarstöðvum heldur
mælir hann með göngutúr-
um. Sérstaklega fyrir þá sem
eru latir við að hreyfa sig. Þá
heldur McKenna því einnig
fram að í sumum tilfellum
séu alvarlegar og rótgrónar
ástæður fyrir depurð fólks
sem þurfi þá að meðhöndla
frekar og betur en bara með
því að pína sig til að brosa.
M yndlistarkonan Gegga, Helga Birgisdóttir, hefur hannað sér-
stakan skartgrip sem getur hjálpað
fólki að brosa og strá gleði í kringum
sig. „Þetta er lífsnauðsynlegur grip-
ur,“ segir Gegga um skartið sem hún
kallar Brosarann. Hann er þess eðlis
að hægt er að setja hann upp í sig, en
þá glennast munnvikin upp á við auk
þess sem ganga má að því gefnu að
þeir sem sjá fólk skarta Brosaranum
komast ekki hjá því að brosa með.
„Ég fékk hugmyndina í raun um
síðustu aldamót og gerði tilraunir
með þetta á meðan ég var í Listahá-
skólanum en það er ekkert svo langt
síðan hann var fullmótaður. Ég var
á námskeiði hjá góðum andlegum
manni í Bretlandi sama daginn og
bankahrunið varð 2008 og þá bara
kviknaði þessi þörf hjá mér – að ég
yrði að hrinda þessu í framkvæmd.“
Gegga segir hugmyndafræðina að
baki Brosaranum vera þá að hver og
einn sé sinn eigin skapari og að við-
horf fólks skipti miklu meira máli en
það sem er að gerast í kringum það.
„Gripurinn sýnir það í verki.“
Brosarinn er í raun hálsskraut
sem hentar báðum kynjum og öllum
aldri. Hann lítur út eins og bein en
er gerður úr postulíni og silfri. „Ég
lét hann líta út eins og bein vegna
þess að hundar verða svo kátir þegar
þeir sjá bein.“ Þegar við á er svo hægt
að smella hálsmeninu upp í munn
að hætti hunda og kalla fram bros.
„Stundum getur verið erfitt að vera
jákvæður og þá er gott að bregða á
leik með því að setja Brosarann upp í
sig og þá fara allir að hlæja í kringum
mann.“
Gegga hefur í hyggju að þróa grip-
inn frekar og gera víðreist um heim-
inn en þeir sem vilja skarta Brosaran-
um geta nálgast hann hjá listakonunni
sjálfri eða í galleríinu Kaolin við Ing-
ólfsstræti.
Bros getur dimmu
í dagsljós breytt
McKenna
segir að jafn-
vel þótt fólk
hafi enga sér-
staka ástæðu
til að brosa
eða finni ekki
hjá sér innri
þörf til þess,
sé um að gera
að leggja sig
fram um að
brosa samt.
Paul McKenna boðar fagnaðarer-
indi hlátursins í bók sinni I Can
Make You Happy.
Þú sem lætur hvunndagsraunirnar ríða þér á slig. Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn
framan í þig,“ söng Megas á sínum tíma og hafði vitaskuld heilmikið til síns máls. Það eru svo sem ekki
neitt sérstaklega ný vísindi að hver og einn getur haft heilmikið með andlega líðan sína að gera en nú hefur
metsöluhöfundurinn Paul McKenna endurunnið þá gömlu visku og styður með læknisfræðilegum rökum
þá niðurstöðu sína að fólk geti gerbreytt lífi sínu með því að hlæja og brosa í 20 mínútur á dag.
Hjálpartæki gleðinnar
Þ að er ýmislegt jákvætt í þessu en hann er ekki að boða neitt nýtt þarna og þetta virkar nú
frekar ódýrt. Titillinn I Can Make
You Happy hljómar dálítið eins og
sölutrix,“ segir Kolbrún Baldurs-
dóttir sálfræðingur.
„Auðvitað má alveg ímynda sér
að margir geti vanið sig á að setja
upp bros eins og að setja upp fýlu-
svip. Þeir sem festa sig í einhverju
neikvæðu gætu alveg eins prufað
að venja sig á eitthvað jákvætt eins
og að brosa. Maður sér það alveg
fyrir sér að það sé rökrétt. Fólk er
líka að plata sig dálítið með þessu
og getur hugsað með sér að fyrst
ég er að brosa þá hlýt ég bara að
vera pínulítið glöð og ánægð. Það
jákvæðasta við þetta er auðvitað að
ef þú brosir og brosir framan í fólk
þá ertu að kalla á mjög jákvæð við-
brögð frá umhverfinu og getur jafn-
vel orðið betur liðinn eða vinsælli
fyrir vikið.“
Kolbrún bætir því við að með
því að reyna að aga sig til að brosa
reyni fólk á sjálfsagann sem sé öll-
um hollt. „Það er ágætt að reyna að
gera eitthvað þótt maður finni að
innri líðan stríði gegn því og reyna
að temja sér jákvæða og góða hegð-
un þótt jafnvel bæði löngun og vilja
til þess skorti. Þarna reynir á sjálf-
saga hvers og eins. Fólk verður líka
stundum að taka sér tak, hvort sem
það er í þessu eða einhverju öðru.
Tilfinningar eru nú einu sinni þann-
ig að þær gera manni ekki alltaf gott
og maður má ekki alltaf leyfa nei-
kvæðum tilfinningum að stjórna.“
Kolbrún segir að sú aðferðafræði
sem Paul McKenna kynni í bók
sinni virki dálítið á sig eins og um
forritun sé að ræða. Að McKenna
einfaldi málin þannig að það liggi
við að fólk geti bara tekið einn disk
úr hausnum á sér og stungið öðrum
inn. „Þeir sem geta gert þetta – farið
út í einhvers konar endurforritun
á sjálfum sér – þurfa virkilega að
vilja gera þetta eða hafa einhvern
hvata.“ Því er þó oftast þannig farið
að þeir sem helst þurfa á viðhorfs-
breytingu að halda finna einna síst
döngun í sér til þess að gera eitt-
hvað í sínum málum. „Það hrekkur
skammt að segja fólki að brosa og
vera glaðlegt í tíma og ótíma ef því
líður illa. Fólk þarf að finna þörf-
ina innra með sér eða langa til að
prófa þetta. Það er samt ekkert úti-
lokað, til dæmis eftir að hafa lesið
þessa bók eða tekið ákvörðun um að
breyta sér, að þá geti hafist einhver
nýr hugsanahringur. Ég vil ekki
gera lítið úr því.“
Að mati Kol-
brúnar býður
framsetning
McKenna ýms-
u m hæt t u m
heim. „Það er
mjög varasamt
að selja einhverj-
um sem er fár-
veikur eða hald-
inn djúpstæðu
þunglyndi að
þetta sé ein-
hver allsherjar
lausn. Auð vitað
skaðar ekki að
hafa svona með
í meðferðum
þegar verið er
að vinna með
mikið þunglyndi en þetta er engin
töfralausn.“
Kolbrún segir einnig að aðferð
McKenna virki mjög kerfisbundin
á sig og henni finnist slíkt alltaf frá-
hrindandi. „Það að segja fólki að
brosa 20 sinnum á dag eða hlæja í
20 mínútur á hverjum degi; ég veit
það ekki. Mér finnst það alltaf svo-
lítið ódýrt þegar fólki er sagt að fara
að telja skiptin sem það gerir eitt-
hvað. Síðan má líka benda á það sem
rök á móti svona löguðu að óánægð
manneskja sem líður mjög illa virk-
ar auðvitað mjög fölsk á aðra ef hún
er síbrosandi þrátt fyrir að fólk
skynji að það er eitthvað að. Þeir
sem ungangast fólk sem bregður
á þetta ráð vita þá aldrei hvar þeir
hafa viðkomandi. Það er alveg hægt
að fara út í öfgar með þetta og það
hjálpar ekkert ef breitt er yfir mik-
inn vanda.“
Ýmislegt jákvætt
en ekkert nýtt
Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur segir McKenna ekki vera að boða neitt nýtt í
bók sinni og að ýmislegt við framsetningu hans sé varasamt.
Tilfinningar
eru nú einu
sinni þannig
að þær gera
manni ekki
alltaf gott
og maður
má ekki
alltaf leyfa
neikvæðum
tilfinningum
að stjórna.
Gegga fann hjá sér sterka þörf til að koma
Brosaranum í umferð þegar bankakerfið
hrundi haustið 2008.
34 heilsa Helgin 14.-16. janúar 2011