Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 28
E in helstu tíðindi í „Orkustefnu fyrir Ísland“, sem stýrihópur iðnaðarráðherra hefur lagt fram til umsagnar og um- ræðu, er tillaga um verulega styttingu nýtingartíma einkafyrirtækja á auðlindum í almannaeigu. Langur nýt- ingartími HS orku á jarðorku á Reykja- nesi er einmitt þungamiðjan í umdeildum kaupum kanadíska fyrirtækisins Magma Energy á HS orku. Bent hefur verið á að 65 ára nýtingarréttur með möguleika á framlengingu í sama árafjölda, sé í raun ígildi eignarhalds á auðlindinni. Til- lögur stýrihópsins gera ráð fyrir róttækri breytingu á þessu sviði. Fyrsta heildstæða stefnan Stýrihópurinn var skipaður af Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra sumarið 2009 og fékk það hlutverk að móta heild- stæða orkustefnu fyrir Ísland. Formaður stýrihópsins er Vilhjálmur Þorsteinsson (sjá viðtal á næstu opnu). Hópurinn hafði víðtækt samráð við mótun stefnunnar; fjölmargir gestir komu á fund hópsins og frumdrög orkustefnuskjalsins voru send 26 aðilum til umsagnar. Afraksturinn er fyrsta heildstæða orkustefna fyrir Ísland. Fjölmargt athygl- isvert er að finna í skjali stýrihópsins. Þar er tekið á öllum helstu álitamálum sem snúa að auðlindum og orkubúskap lands- ins, lögð til markmið til framtíðar og leið- ir að þeim. Skýrslan gefur viðameira og heilsteyptara yfirlit en áður hefur verið tekið saman um þennan málaflokk. Í skjali hópsins er bent á að „orkustefna annarra landa fjallar gjarnan um þrjá meginþætti, það er orkuöryggi, umhverf- isáhrif orkuframleiðslu og -notkunar, og skipulag á orkumarkaði. Vegna sérstöðu Íslands sem orkuvinnslulands er mikil- vægt að fjalla jafnframt um fjórða þáttinn, sem er nýting orkuauðlinda til samfélags- legs ábata í víðu samhengi, til dæmis sem grunn að fjölbreyttu atvinnulífi, og hvernig arði af sameiginlegum auðlind- um verði skilað til þjóðarinnar“. Meginmarkmið stefnunnar eru dregin saman með þessum hætti: Að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta. Orkuþörf almennings og almenns at- vinnulífs verði mætt með öruggum hætti til lengri og skemmri tíma. Við nýtingu orkuauðlinda verði borin virðing fyrir umhverfi, náttúru og sér- kennum landsins. Þjóðin njóti arðs af sameiginlegum orkuauðlindum. Þjóðhagsleg framlegð orkubúskapar- ins verði hámörkuð. Orkuframboð henti fjölbreyttu atvinnu- lífi. Dregið verði úr notkun jarðefnaelds- neytis eins og kostur er. Leggja til helmings styttingu á nýtingartíma Í fyrsta skipti hefur verið sett fram heild- stæð orkustefna fyrir Ísland. Í nýrri skýrslu stýrihóps iðnaðarráðherra er meðal annars lagt til að nýtingarleyfi orku- fyrirtækja verði 25 til 30 ár í stað 65 ára, bent á að nú þegar sé búið að virkja um það bil helming orkuauð- linda landsins og að mögulegur arður af raforkusölu í fram- tíðinni geti orðið allt að 190 milljarðar á ári að núvirði. Vinnsla Nýting 17.250 Vinnsla nú 12.750 Vinnanlegt í framtíð, neðri bilmörk (30 Teravatt- stundir á ári) 20.000 Vinnanlegt í framtíð, efri bilmörk (50 Teravatt- stundir á ári) 50.000 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 Gigavatt- stundir á ári VinnanlEg raforka og nýting hEnnar Almennur markaður Elkem Grundartanga Norðurál Grundartanga I Norðurál Grundartanga II Becromal Krossanesi Rio Tinto Alcan Straumsvík Alcoa Fjarðaál Reyðarfirði Framhald á næstu opnu 28 úttekt Helgin 14.-16. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.