Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 32
S tefán Máni tekur á móti blaðamanni á köflóttum nátt- buxum og í stutterma- bol. Klukkan er fimm eftir hádegi og blokkin í Vesturbænum er hjúpuð skammdegismyrkri. Innan úr íbúðinni berst tónlist sem minnir á sumar, sól og iðandi mannlíf á stórborgarstrætum. „Þetta er rúmensk þjóðlagatónlist frá 1940. Einhver rúm- enskur sígauni sem syngur í falsettu,“ útskýrir Stefán Máni. Gamli þunga- rokkarinn leynir á sér. Hann segist hlusta svo mikið á tónlist að hann verði hreinlega stundum að hlusta á eitthvað annað en þungarokk. Ljósum prýtt jólatréð stendur ennþá í stofunni en jólabækurnar eru komnar upp í hillu. Stefán Máni gaf ekki út bók árið 2010 en er langt kominn með næstu bók sína, Guð tómleikans, sem gert er ráð fyrir að komi út í október 2011. Það stefnir í viðburðaríkt ár í lífi Stefáns Mána: Ný bók og bíómynd en í mars hefjast tökur á kvikmyndinni Svartur á leik sem gerð er eftir sam- nefndri bók hans. Í bókinni Guð tómleikans kemur snjó- flóðið í Súðavík við sögu. Á sunnudag- inn, 16. janúar, verða liðin sextán ár frá þeim hörmulega atburði þar sem fjórtán manns létu lífið. Stefán Máni segist muna vel eftir snjóflóðinu, enda sé þetta atburður sem Íslendingar gleymi aldrei. „Þegar flóðið féll var ég staddur í Ólafsvík, þar sem ég ólst upp, og var að vinna í fiski í myrkrinu og kuldanum. Eins og flestir Íslendingar upplifði ég þetta mjög sterkt og tók þetta inn á mig. Ég man eftir þessum stanslausu fréttum og gleymi þessu aldrei. Það var óhjákvæmilegt að ég blandaði þessu inn í söguna af mínum Súðvíkingi. Ég var svolítið ragur við það en ákvað að láta slag standa. Ég hafði samband við sveitarstjórann í Súðavík. Hann bauð mér vestur og sumarið 2009 dvaldi ég í viku í Súðavík í boði sveitarstjórnar; tók viðtöl við fólk, tók myndir og aflaði heimilda. Ég gleymi því aldrei þegar ég keyrði fyrir Kambsnesið, úr Seyðisfirði yfir í Álftafjörð, og sá Súðavík í fyrsta skipti. Þegar ég horfði yfir fjörðinn og hlíðina þyrmdi yfir mig og ég var næstum hættur við. Maður sér skarðið í byggðinni. Mér leið eins og þetta hefði gerst í gær og hélt að fólk hlyti ennþá að vera í sjokki. Ég ákvað þó að láta slag standa og komst að því að Súðvíkingar eru komnir yfir þetta áfall. Þeir hafa unnið sig út úr þessu og eru allir af vilja gerðir að tala um þetta.“ Hinn kaldi veruleiki Sagan fjallar um lögreglumann frá Súðavík, Hörð Grímsson, en Hörður kom einnig við sögu í bókinni Hyldýpi sem kom út árið 2009. „Þessi karakter stökk fullskapaður fram og ég fékk fljótlega þörf fyrir að gera heila bók um hann. Sagan hefst þegar hann er sautján ára en þá sökkvir hann báti, ásamt föður sínum, í þeim til- gangi að svíkja fé út úr tryggingum. En allt fer úrskeiðis, skipstjórinn drukknar og Hörður kennir sér um. Fyrir trygg- ingaféð byggja feðgarnir hús efst í þorpinu. Tveimur árum eftir sjóslysið fellur snjóflóðið. Hörður missir fjöl- skyldu sína í flóðinu en kemst sjálfur af fyrir tilviljun. Hann er maður sem lifir allt af en finnst hann ekki verðskulda það. Svona fer hann út í lífið. Hann flytur suður og gerist lögga. Þrátt fyrir að hafa misst trúna á sjálfan sig og lífið vill hann skilja heiminn eftir betri en áður. En það er eins og það snúist allt í höndunum á honum,“ upplýsir Stefán Máni. „Þetta er dramatísk örlagasaga um leitina að tilgangi lífsins.“ Er þetta þá ekki spennusaga? „Jú, þetta er líka spennusaga. Spenna getur verið svo margs konar, ekki endi- lega hefðbundin glæpaspenna. Það er óvænt flétta í bókinni og minn flottasti endir hingað til. Hlutirnir ganga upp á mjög óvæntan hátt.“ Það veittist Stefáni Mána erfitt að setjast niður og skrifa þann hluta bókar- innar sem fjallaði um snjóflóðið. „Ég ætlaði ekki að geta það. Ég upp- lifi það sem ég er að skrifa yfirleitt mjög sterkt. Ef ég væri að skrifa um eitthvað sem gerðist í bakaríi myndi ég finna brauð- og kökulykt. Þegar ég skrifa um erfiðar aðstæður upplifi ég þær mjög sterkt. En ég held að mér hafi tekist nokkuð vel upp og gerði þetta af eins mikilli virðingu og varfærni og ég gat, án þess að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Ég held án efa að þetta sé það langbesta sem ég hef skrifað.“ Skynjaðir þú þennan atburð sterkar en ella af því að þú ert sjálfur alinn upp í litlum byggðarkjarna úti á landi? „Ekki spurning. Af því að ég er frá litlu sjávarþorpi veit ég líka hvað ég má og hvað ekki. Hvar mörkin liggja. Þess vegna get ég gert þetta og er rétti mað- urinn til að gera þetta. Hluti af mínum uppvexti var að upp- lifa bátsskaða og það að skólafélagar mínir misstu feður sína í sjóslysum. Þennan kalda veruleika. Þess vegna finnur maður til samkenndar þegar eitthvað svipað kemur fyrir aðra. Þetta mótar mann og þetta mótar líka þjóð- ina. Bæði það góða og það slæma. Þessi dramatík í tilverunni.“ Spennandi ár fram undan Bækur Stefáns Mána hafa verið gefnar út á fimm tungumálum í fimm löndum og nú er verið að þýða Skipið á ensku og ítölsku. „Þetta hefur gerst frekar hratt. Skipið er brautryðjandaverkið mitt erlendis. Útgáfurétturinn á Svartur á leik hefur líka verið seldur til Frakklands og Dan- merkur. Skipið hefur alls staðar fengið góða dóma en hvergi eins góðar við- tökur og í Frakklandi. Ég sé ekki fyrir endann á þessu; held að boltinn haldi bara áfram að rúlla.“ Svo er Svartur á leik að fara í bíó ... „Já, það er mjög spennandi. Myndin fer í tökur eftir tvo mánuði og verður frumsýnd um jólin. Aðalhlutverkin leika Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jó- hannes Haukur Jóhannesson og María Birta Bjarnadóttir. Svartur á leik verður endurútgefin í tilefni af því en hún er löngu uppseld. Þetta eru spennandi tímar. Það er gaman að vera til!“ Breytir þetta einhverju fyrir þig fjár- hagslega? „Ekki ennþá. Hlutirnir gerast hægt. Ég hef verið að gefa út bækur í fimmtán ár og er enn ekki orðinn ríkur. Bolt- inn rúllar og þetta verður alltaf smám saman auðveldara. En betur má ef duga skal!“ Úr Stefáni í Stefán Mána Hvenær byrjaðirðu að skrifa? „Þegar ég var tuttugu og þriggja ára. Frekar seint miðað við kollegana. Ég bjó í Ólafsvík, allir skólafélagar mínir voru fluttir burt og ekki margir á mínu reki í bænum, sérstaklega ekki á veturna. Ég var einn eftir, var að vinna í fiskiðju og lifði engu glamúrlífi. Svo fór frystihúsið á hausinn þannig að ég missti vinnuna ofan á allt annað. Þá var ekkert við að vera. Bara skamm- degi, atvinnuleysi, vonleysi og myrkur. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og fannst ég allt eins geta látið jarða mig. Það var í þessu myrkri sem þetta kom til mín. Svona lítill silfurþráður. Einhver orð. Að fara að gera eitthvað, skrifa eitt- hvað, skapa eitthvað. Ég greip þessa líf- línu og fór að fikra mig eftir henni. Fór að skrifa aðeins meira og meira. Svo heltók þetta mig. Ég fékk ástríðu fyrir að setja saman orð og búa til sögur. Fann einhvern tilgang. Þetta var köllun. Ég svaraði kallinu og hef ekki snúið til baka síðan.“ Þú breyttir nafninu þínu úr Stefáni í Stefán Mána um þetta leyti. Varstu þá farinn að hugsa til þess að gerast rithöf- undur? „Já, það var árið 1994. Það var eitt- hvað mikið að gerast hjá mér á þessum tíma. Þegar ég horfi til baka sé ég nokkuð skýrt að ég hef verið að endur- skapa mig að innan sem utan. Með- vitað eða ómeðvitað. Ég sagði skilið við gamla mig og bjó til nýjan mig sem ég hef klæðst síðan. Ég held að ég hafi endurfæðst sem Stefán Máni rithöfund- ur. Þetta hljómar rosalega dramatískt en það er samt svolítið þannig.“ Hvað áttu við með því að þú hafir sagt skilið við „gamla þig“? „Bara þennan gaur. Þennan Stefán sem var að vinna í fiski úti á landi og vissi ekkert hvað hann vildi verða eða hvort morgundagurinn kæmi yfirhöfuð. Þetta var tilgangslaust líf. Það er mjög erfitt að lifa tilgangslausu lífi. Eftir að ég fór að skrifa vaknaði ég daginn eftir og sá tilganginn með lífinu. Að það væri eitthvert „point“. Áður var þetta bara blindgata.“ Maður fær það á tilfinninguna í gegn- um bækurnar þínar að þér hafi ekki liðið alltof vel í Ólafsvík. Er það rétt? „Já, mér líður ekki vel í fámenni. Þar sem allir fylgjast með öllum og það eru augu á bak við hvert einasta glugga- tjald. Mér fannst þetta óþægilegt og fékk köfnunartilfinningu; fannst eins og allir væru að fylgjast með mér og horfa á mig. Það var ekki ímyndunar- veiki. Mér leið strax miklu betur þegar ég flutti til Reykjavíkur og gat horfið í fjöldann. En svo er ég alltaf svo hrifinn af náttúrunni. Ég vil bæði búa í borg og hafa náttúruna í bakgarðinum. Mér finnst rosalega gott að fara út á land en líka gott að koma aftur í bæinn.“ Skarstu þig úr fjöldanum í heima- bænum? „Ég veit það ekki en mér leið þannig. Ég held að ég hafi þótt skrýtinn. En það er ekki erfitt að vera skrýtni gaurinn í litlu þorpi. Það er bara að klikka á Mil- let-úlpu-kvótanum og málið er dautt. Ég er náttúrlega skrýtinn en ég vil ekkert að það sé verið að benda á mig! Það er óþarfi.“ „Ég er pabbakarl“ Hvað er málið með öll þessi tattú sem þú ert með? „Þetta er bara einhver töffaraskapur frá þeim tíma þegar ég var með sítt hár og í leðurjakka. Mér þykir vænt um þau og er vís til að bæta við.“ Hafa þau einhverja þýðingu? „Þetta var allt útpælt á þeim tíma sem þetta var gert en þetta eru engin eld- flaugavísindi. Bara „show off“.“ Hvernig bækur lestu sjálfur? „Ég les klassískar fagurbókmenntir. Mitt uppáhald er að lesa góðar íslensk- ar þýðingar. Það er líka gott fyrir mig sem rithöfund. Ég les lítið af spennu- sögum; frekar heimspeki, mannkyns- sögu, ljóð, smásögur og bækur um and- leg málefni. Ég hef óslökkvandi þorsta fyrir öllu sem við kemur mannlegu eðli. Fyrir mér er maðurinn fyrst og fremst Hluti af mínum uppvexti var að upplifa bátsskaða og það að skólafélagar mínir misstu feður sína í sjóslysum. Þennan kalda veru- leika. Þess vegna finnur maður til samkenndar þegar eitt- hvað svipað kemur fyrir aðra. Þetta mótar mann og þetta mótar líka þjóðina. Endurfæddist sem Stefán Máni rithöfundur Árið 2011 verður viðburðaríkt í lífi rithöfundarins Stefáns Mána: Ný bók og ný bíómynd. Hann ræddi við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur um hvernig það var að vera skrýtni gaurinn í litla þorpinu, draumkonuna, dramatíkina í tilverunni og við- fangsefni næstu bókar sinnar, snjóflóðið í Súðavík, en á sunnudaginn verða liðin sextán ár frá því flóðið féll. Ljósmynd Hari 32 viðtal Helgin 14.-16. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.