Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 10
Nissan Qashqai hefur farið sigurför um Evrópu og verið mest seldi bíllinn í sínum flokki undan- farin misseri. Nú er komin glæný og mikið endurnýjuð útgáfa af þessum frábæra sportjeppa, sem líka má fá í 7 manna útfærslu, Qashqai+2. Komdu við hjá okkur í dag, kynntu þér magnaðan fjölskyldubíl og mátaðu hvor útgáfan af Nissan Qashqai hentar þér betur. Nánari upplýsingar á www.nissan.is NISSAN JUKE Framhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 bensín, eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 145 g/km. 3.850.000 kr. / 44.221 kr. pr.mán.* NISSAN QASHQAI 5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 189 g/km 4.990.000 kr. / 57.227 kr. pr. mán.* NISSAN QASHQAI+2 7 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 194 g/km 5.390.000 kr. / 61.790 kr. pr. mán.* *Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasamning í 84 .mán. B&L OG INGVAR HELGASON Sævarhöfða 2, sími 525 8000 Verð frá: 4.990.000 Eyðsla: 8.2 l/100 km CO2 losun: 189 g/100 kmÓBREY TT VERÐ! E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 2 6 „Það er nú bara verið að klára mál sem hófst fyrir mörgum árum og snýst um tryggingabætur vegna læknamistaka sem urðu þegar ég var skorinn upp vegna krossbandaslits á hné árið 2002 að því að mig minnir. Ég var í námi þegar þetta gerðist og deilurnar snúast um hversu háar bæt- ur skuli greiða. Bótaskyldan er við- urkennd. Ég held að við séum að tala um einhverja hundrað þúsund kalla,“ segir þingmaðurinn Höskuldur Þór- hallsson um skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur lækninum Stefáni Dalberg, VÍS og Sjóvá. Höskuldur þurfti í kjölfar mis- heppnaðrar aðgerðar að leggja knatt- spyrnuskóna á hilluna. Hann lék með KA og Fram í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins en lauk ferlinum sem spilandi þjálfari hjá Gróttu. Hann hefur lítið getað spilað síðan. „Þetta er búið að vera sorgarsaga. Ég hef farið í tvær krossbandaaðgerðir og fjórar aðgerðir á liðþófa síðan ég meiddist. Löngunin er enn til staðar og ég freistast til að spila fótbolta með vinum mínum endrum og eins. Ég finn þó fyrir hnénu á hverjum degi,“ segir Höskuldur. oskar@frettatiminn.is Þetta er búið að vera sorgarsaga. Ég hef farið í tvær kross- bandaaðgerðir og fjórar aðgerð- ir á liðþófa síðan ég meiddist.  dómsmál skaðabætur Þingmaður vill sjúkrabætur vegna læknamistaka Þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson þurfti að leggja knattspyrnuskóna á hilluna árið 2000 vegna slitinna krossbanda. Aðgerð gerði illt verra. Þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson var öflugur knatt- spyrnumaður áður en meiðsl bundu enda á feril hans.  Heilbrigðismál Fækka Hjúkrunarrýmum þrátt Fyrir biðlista Fleiri en fimm þurfa að deyja til þess að aðrir fái pláss Þótt nærri þrjátíu séu á biðlista eftir plássum á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi á að fækka rýmum um fimm. Fram- kvæmdastjóri heimilisins segir að sjaldan hafi jafn margir verið í brýnni þörf og vill að velferðarráðuneytið endurskoði ákvörðun sína. þ rátt fyrir að allt að þrjátíu séu á biðlista og marg-ir í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými á að fækka hjúkrunar- og dvalarrýmum á Höfða á Akranesi úr 78 í 73; um fimm. Forsvarsmenn hjúkrunarheimilis- ins höfðu einnig lýst yfir vilja til að taka við þeim tug langlegusjúklinga sem gista sjúkrahúsið á staðnum, en geta það ekki við þessar breytingar, segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis. „Við getum ekki tekið inn nýja íbúa næstu mánuðina. Við megum ekki vista nýja einstaklinga fyrr en eftir að þessi fimm rými eru laus,“ segir Guðjón en bætir því við að aðeins tvisvar eða þrisvar í þrjátíu ára sögu heimilisins hafi fólk farið annað en yfir móðuna miklu. Bíðum upplýsinga Fréttatíminn óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum velferðarráðuneytisins um það hvar annars staðar á landinu rýmum yrði fækkað, en fékk þær ekki í tíma því að ráðuneytið þurfti lengri frest. Fréttatíminn spurði einnig hvenær og hvers vegna fækka ætti rýmum og óskaði eftir upplýsingum um hve mikið fækkunin ætti að spara ríkissjóði og hvort ráðuneytið hefði skoðað hversu langir biðlistar væru á viðkomandi hjúkrunar- heimilum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir í samtali við blaðið að landið hafi verið metið heildstætt með þessari útkomu á Akranesi. Hann viðurkenni þó að ósamræmi sé milli stofnana á Akranesi og stilla eigi betur saman þær aðgerðir sem ráðast eigi í milli stofnana. „Biðlistinn [eftir hjúkrunarrýmum] hefur miðast við það í landinu í heild að enginn sem búinn er að fá vist- unarmat bíði lengur en þrjá mánuði. Meðaltalið núna er 2,6 mánuðir,“ segir hann. „Niðurskurðurinn núna þýðir að við förum eitthvað yfir þrjá mánuði. Ástandið verður eftir sem áður gott, en það er mismunandi eftir svæðum.“ Undarleg ráðstöfun Stjórn Höfða húkrunar- og dvalarheimilis fer þess á leit við Guðbjart að ákvörðun ráðuneytisins verði end- urskoðuð í ljósi þess að um langt árabil hafi nýting á Höfða verið 100% og biðlistinn langur. „Við erum mjög ókát, svo vægt sé til orða tekið, og finnst þetta undarleg ráðstöfun,“ segir Guðjón. Óvenjumargir þeirra sem bíða vistunar segir hann að séu ósjálfbjarga. Guðbjartur ætlar að hitta Skagamennina – þó vart fyrr en í mars – og fara yfir málið með þeim. „Það er búið að samþykkja viðbyggingu bæði út frá fram- kvæmdasviði aldraðra og laga á þjónustusvæðið. Þannig að það er verið að vinna úr þessum málum á Akranesi,“ segir hann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Við getum ekki tekið inn nýja íbúa næstu mánuðina. Við megum ekki vista nýja einstaklinga fyrr en eftir að þessi fimm rými eru laus. 10 fréttir Helgin 14.-16. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.