Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 20
Nýherji hf. Borgartúni 37 www.netverslun.is
Í tilefni af HM í handbolta bjóðum við Panasonic
sjónvarpstæki á einstöku tilboðsverði í verslun
Nýherja, Borgartúni og á netverslun.is.
Njóttu þess að horfa á strákana okkar á
úrvalsskjá frá Panasonic.
Tilboðið gildir meðan birgðir endast.
VERÐ FRÁ
99.990 KR.
STÆRÐ
FRÁ 32”-50”
HM TILBOÐ
PANASONIC SJÓNVÖRP
Á FRÁBÆRU VERÐI!
H reyfing er komin á sölu nýrra fólksbíla hér á landi eftir áralanga ládeyðu frá því gengi
krónunnar féll nokkru fyrir hrun
efnahagskerfisins. Ræður þar mestu
verðlækkun sparneytinna og um-
hverfisvænni bíla í kjölfar breyttra
laga um vörugjöld um áramótin. Full-
trúar þeirra bílaumboða sem Frétta-
tíminn ræddi við eru sammála um að
lagabreytingin hafi haft jákvæð áhrif
og að merkja megi aukinn áhuga á
þeim nýju bílum sem lækkað hafa í
verði, sumir svo skiptir hundruðum
þúsunda. Bílaumboðin eru aftur farin
að auglýsa nýja bíla en slíkar auglýs-
ingar hafa um langa hríð aðeins verið
svipur hjá sjón miðað við það sem var
þegar best lét.
Nýr bíll fyrir tæplega 1,7 milljónir
„Landslagið er að breytast,“ segir
Benedikt Eyjólfsson, framkvæmda-
stjóri Bílabúðar Benna. Hann segir að
í raun hafi sala nýrra bíla til almenn-
ings að mestu legið niðri frá því í mars
árið 2008 þegar gengi krónunnar féll,
eða í nær þrjú ár. Ef frá er talin sala
nýrra bíla til bílaleiga hafi samdráttur-
inn numið um 90%.
„Þetta gæti breyst núna,“ segir
Benedikt og bendir á að allir Chevr-
olet-bílar hafi lækkað í verði. Ódýrasti
Cheverolet-bíllinn, Spark, hafi lækkað
um 300 þúsund krónur, úr 2 millj-
ónum í 1.695 þúsund krónur. Benedikt
bendir ennfremur á að dýrir bílar eins
og Porsche-jeppinn hafi lækkað í verði
sem nemur um einni milljón króna.
Hann sé uppseldur fram í apríl.
„Það er tilfinning mín nú að eitthvað
sé að gerast á markaðnum, það er líf í
honum. Fólk vill nýta tækifærið,“ segir
Benedikt og bendir á að viðhald á
gömlum bílum sé mikið og dýrt. Hann
segir aftur hægt að fá lán til bílakaupa
en fólk verði að eiga 30% í útborgun,
sem sé eðlilegt.
Hlutfallslega meiri lækkun
dísilbíla
Marínó B. Björnsson, sölustjóri
hjá Heklu, segir að mikið hafi verið
að gera frá áramótum og fólk sé nú
tilbúið til að panta bíla. Hekla er
með umboð fyrir Volkswagen (VW),
Skoda, Audi og Mitsubishi. Marínío
segir dísilvélar VW-samsteypunnar
(VW, Skoda og Audi) koma einkar vel
út hvað kerfisbreytingarnar varðar.
Grunngerð VW Polo dísil hafi lækk-
að úr 2.890 þúsund krónum í 2.290
þúsund krónur og grunngerð VW Golf
hafi lækkað úr 3.890 í 3.190 þúsund
krónur. Lækkunin er hlutfallslega
meiri í dísilgerðum bílanna en bensín-
gerðunum. Marínó bendir þó á að nýj-
ar gerðir bensínvéla séu orðnar mjög
sparneytnar en ódýrasti VW Polo er
með bensínvél og kostar 2.190 þúsund
krónur. Sölustjórinn segir enn fremur
að spenningur sé fyrir nýjum VW Pas-
sat metanbíl sem væntanlegur sé. Þar
sé um að ræða stóran fjölskyldubíl, án
vörugjalds, en grunngerð hans kemur
til með að kosta 3,990 þúsund krónur.
„Markaðurinn var steindauður en
nú er að lifna yfir þessu,“ segir Mar-
ínó. „Það er mikill áhugi hjá fólki að
finna hagkvæma bíla enda hefur elds-
neytisverðið mikið að segja,“ bætir
hann við. Marínó segir að um 8 vikur
taki að afgreiða bíla frá pöntun þótt
eitthvað sé til á lager. Fólk sé ekki eins
hrætt um gengisfall krónunnar og í
upphafi árs í fyrra. Gengi hennar hafi
verið stöðugt um hríð.
Marínó segir, líkt og Benedikt Eyj-
ólfsson, að dýrir bílar seljist og vísar
þá t.d. til Audi Q7 jeppans.
Menn eru að velja liti og kaupa
Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi
Toyota, segir að nú megi merkja breyt-
ingu, fólk komi, skoði og velti fyrir
sér verðlækkunum. „Það er fullt af
sölumálum í gangi, menn eru að velja
liti og kaupa,“ segir hann og bendir á
að Toyota hafi verið með bílasýningu
í Kópavogi um síðustu helgi þar sem
nær þúsund manns hafi komið, auk
þeirra sem komu á sýningar umboðs-
ins á Akureyri, Selfossi og í Reykja-
nesbæ.
„Almennt hafa Toyota-bílar lækkað
í verði, meira að segja Landkrúserinn
líka,“ segir Páll. Hann segir algenga
lækkun 6-10% og upp í 15%. Grunngerð
Yaris lækkar úr 2.660 þúsund krónum
í 2.370 þúsund krónur og grunngerð
Corolla úr 3.580 þúsund krónum í
3.350 þúsund krónur. Land Cruiser
150 lækkar um 50 þúsund krónur,
t.d. sjálfskipt GX gerð með dísilvél úr
9.590 í 9.540 þúsund krónur. Bens-
ínknúinn Land Cruiser hækkar hins
vegar um 600 þúsund krónur, eða
tæplega 5%.
Páll segir vaxandi áhuga á tvinn-
bílum, þ.e. bílum búnum rafmótor
og bensínvél, t.d. Prius og Auris, auk
þess sem nánast allar gerðir Lexus séu
fáanlegar í tvinngerð. Vörugjald sem
leggst á tvinnbíla er 10% miðað við t.d.
15% á grunngerð Aygo og Yaris, 20%
á grunngerð Corolla og 44% á Land
Cruiser.
Páll er sammála öðrum forráða-
mönnum bílaumboðanna um að dýrir
bílar hafi selst vel. Þar kaupi fólk sem
eigi peninga. Markaður fyrir Land
Cruiser 150 er t.d. ekki mettaður en
jepparnir verða ekki til fyrr en í mars.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Markaður-
inn var
steindauður
en nú er
að lifna yfir
þessu.
vörugjöld Breyting lækkar verð umHverfisvænna Bíla
Sala nýrra bíla af stað á ný
eftir þriggja ára ördeyðu
Lagabreytingin hefur haft jákvæð áhrif. Verðlækkun fjölskyldubíla getur numið hundruðum þúsunda króna.
Heldur er að lifna yfir
sölumarkaði nýrra
bíla eftir nær þriggja
ára „dauða“ í grein-
inni. Þar ræður miklu
breyting á vöru-
gjöldum sem lækkar
verð umhverfisvænna
og sparneytinna bíla.
Á myndinni er Toyota
Auris, sem m.a. fæst í
tvinngerð.
20 bílar Helgin 14.-16. janúar 2011