Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 8
Ú trásarvíkingarnir Björgólfur Thor Björgólfsson, Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa allir misst lúxusvillur sínar í Þingholtunum eftir hrun. Það hefur þó gerst með ólíkum hætti hjá þremenningunum. Í tilfelli Björgólfs Thors tók Mynni ehf., eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans, húsið yfir sem hluta af skuldauppgjöri hans við lánardrottna sína, innlenda og erlenda. Mynni hefur nú sett húsið, Fjölnisveg 3, á sölu og er óskað tilboða í eignina. Hún er þriggja hæða og 321 fermetri að stærð. Björgólfur Thor keypti húsið á 150 millj- ónir sumarið 2006 en bjó aldrei í því. Það stóð autt mestan hluta þess tíma sem hann átti það. Hannes Smárason átti hús á Fjölnisvegi 11 í gegnum eignarhaldsfélagið Fjölnisveg 9 ehf. Landsbankinn tók félagið yfir vegna skulda Hannesar á árinu 2010 og eignað- ist þar með villuna á Fjölnisvegi. Hún er 433 fermetrar að stærð. Fjölnisvegur 9 ehf. keypti húsið árið 2005 af útgerðarmann- inum Guðmundi Kristjánssyni í Brimi. Hannes keypti síðan húsið af félaginu í september 2007 og seldi það aftur til baka í mars 2008. Hann leigir nú húsið, sam- kvæmt samkomulagi við Landsbankann, en sambýliskona hans, Unnur Sigurðardótt- ir, á húsið við hliðina á því, Fjölnisveg 9. Jón Ásgeir Jóhannesson seldi móður sinni einbýlishús sitt á Laufásvegi 69 í ágúst á síðasta ári fyrir 107 milljónir. Jón Ásgeir keypti húsið, sem er 334 fermetrar að stærð, í desember 1999 en hafði ekki búið í því frá árinu 2002. Hann sagði í sam- tali við Fréttatímann að hann hefði ekki átt annarra kosta völ en að selja húsið til að eiga fyrir lögfræðikostnaði vegna málaferla sem hann stendur í við slitastjórn Glitnis hérlendis og erlendis. oskar@frettatiminn.is Björgólfur Thor og Fjölnisvegur 3. Útrásarvíking- arnir Björgólfur Thor Björg- ólfsson, Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa allir misst lúxusvillur sínar í Þingholtunum eftir hrun. Það hefur þó gerst með ólíkum hætti hjá þre- menningunum.  hÚsnæðismál Útrásarvíkingar Útrásarvíkingar missa lúxusvillur í Þingholtunum Þrír útrásarvíkingar hafa misst einbýlishús í miðbænum á undanförnu ári. Bankar hafa tekið yfir tvö þeirra en móðir þess þriðja keypti hús af syni sínum. Hannes Smárason og Fjölnisvegur 11.Jón Ásgeir og Laufásvegur 69. E kki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins.“ Svo segir m.a. í tillögu sjálfstæðis- manna í skipulagsráði vegna Bald- urstorgs sem einnig hefur verið kallað Nönnutorg, á mótum Nönnu- götu, Baldursgötu og Óðinsgötu í Reykjavík. Í Fréttatímanum síðast- liðinn föstudag kom fram gagn- rýni á endurbætur á torginu eftir að ábendingar bárust um að ýmis- legt hefði farið úrskeiðis í andlits- lyftingu þess. Haft var eftir Páli Hjaltasyni, formanni skipulags- ráðs, að þetta hefði ekki gerst á vakt núverandi meirihluta og lag- færinga væri þörf, m.a. vegna þess að breytingin virtist hamla aðkomu slökkviliðsbíla. Í tillögu sjálfstæðismanna seg- ir að í netkosningu í desember 2009 hafi verið samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt, m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Haft hafi verið í huga að útfærsla landslagsarkitekta yrði endurskoðuð með veglegri hætti þegar betur áraði en hönnun hafi gert ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og neyðarþjónustu. Slökkviliðs- stjóri hefur staðfest að þetta að- gengi sé tryggt. Tillagan hafi verið kynnt 11. maí í umhverfis- og samgönguráði og í hverfisráði Miðborgar sem hafi lýst ánægju sinni með tillöguna á fundi 26. maí. Hverfisráðinu hafi aftur verið kynnt málið 8. júlí. Þar var ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með til- löguna. Framkvæmdir hafi verið kynntar íbúum með dreifibréfi 21. júlí, áður en þær hófust. „Ekki komu fram hugmyndir frá núver- andi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins,“ segir m.a. í tillögunni. -jh  UmdEilt torg sjálfstæðismEnn í skipUlagsráði Frestun eða endurskoðun ekki lögð til Líf í árvekni Mindful Living Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is Kennt er á þriðjudagskvöldum í sex skipti frá 1. febrúar til 8. mars Skráning í síma 571 2681 eða bjorgvin@salfraedingur.is Námskeið sem leggur drög að einfaldari og streituminni lífsstíl Lausn við - streitu - krónískum verkjum - vefjagigt - síþreytu - þyngdaraukningu - kvíða Viltu hægja á þér og fá meira út úr lífinu? Við gerum Vínbúðina Skeifunni fallegri og betri Vínbúðin Skeifunni verður lokuð til 10. febrúar vegna endurbóta. Opnum aftur 10. febrúar E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 9 0 0 BRUNCH HLAÐBORÐ Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 11.00–15.00 UPPLIFÐU NAUTHÓLSVÍKINA HJÁ OKKUR Í EINSTÖKU UMHVERFI www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 A N T O N & B E R G U R 8 fréttir Helgin 14.-16. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.