Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Side 8

Fréttatíminn - 14.01.2011, Side 8
Ú trásarvíkingarnir Björgólfur Thor Björgólfsson, Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa allir misst lúxusvillur sínar í Þingholtunum eftir hrun. Það hefur þó gerst með ólíkum hætti hjá þremenningunum. Í tilfelli Björgólfs Thors tók Mynni ehf., eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans, húsið yfir sem hluta af skuldauppgjöri hans við lánardrottna sína, innlenda og erlenda. Mynni hefur nú sett húsið, Fjölnisveg 3, á sölu og er óskað tilboða í eignina. Hún er þriggja hæða og 321 fermetri að stærð. Björgólfur Thor keypti húsið á 150 millj- ónir sumarið 2006 en bjó aldrei í því. Það stóð autt mestan hluta þess tíma sem hann átti það. Hannes Smárason átti hús á Fjölnisvegi 11 í gegnum eignarhaldsfélagið Fjölnisveg 9 ehf. Landsbankinn tók félagið yfir vegna skulda Hannesar á árinu 2010 og eignað- ist þar með villuna á Fjölnisvegi. Hún er 433 fermetrar að stærð. Fjölnisvegur 9 ehf. keypti húsið árið 2005 af útgerðarmann- inum Guðmundi Kristjánssyni í Brimi. Hannes keypti síðan húsið af félaginu í september 2007 og seldi það aftur til baka í mars 2008. Hann leigir nú húsið, sam- kvæmt samkomulagi við Landsbankann, en sambýliskona hans, Unnur Sigurðardótt- ir, á húsið við hliðina á því, Fjölnisveg 9. Jón Ásgeir Jóhannesson seldi móður sinni einbýlishús sitt á Laufásvegi 69 í ágúst á síðasta ári fyrir 107 milljónir. Jón Ásgeir keypti húsið, sem er 334 fermetrar að stærð, í desember 1999 en hafði ekki búið í því frá árinu 2002. Hann sagði í sam- tali við Fréttatímann að hann hefði ekki átt annarra kosta völ en að selja húsið til að eiga fyrir lögfræðikostnaði vegna málaferla sem hann stendur í við slitastjórn Glitnis hérlendis og erlendis. oskar@frettatiminn.is Björgólfur Thor og Fjölnisvegur 3. Útrásarvíking- arnir Björgólfur Thor Björg- ólfsson, Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa allir misst lúxusvillur sínar í Þingholtunum eftir hrun. Það hefur þó gerst með ólíkum hætti hjá þre- menningunum.  hÚsnæðismál Útrásarvíkingar Útrásarvíkingar missa lúxusvillur í Þingholtunum Þrír útrásarvíkingar hafa misst einbýlishús í miðbænum á undanförnu ári. Bankar hafa tekið yfir tvö þeirra en móðir þess þriðja keypti hús af syni sínum. Hannes Smárason og Fjölnisvegur 11.Jón Ásgeir og Laufásvegur 69. E kki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins.“ Svo segir m.a. í tillögu sjálfstæðis- manna í skipulagsráði vegna Bald- urstorgs sem einnig hefur verið kallað Nönnutorg, á mótum Nönnu- götu, Baldursgötu og Óðinsgötu í Reykjavík. Í Fréttatímanum síðast- liðinn föstudag kom fram gagn- rýni á endurbætur á torginu eftir að ábendingar bárust um að ýmis- legt hefði farið úrskeiðis í andlits- lyftingu þess. Haft var eftir Páli Hjaltasyni, formanni skipulags- ráðs, að þetta hefði ekki gerst á vakt núverandi meirihluta og lag- færinga væri þörf, m.a. vegna þess að breytingin virtist hamla aðkomu slökkviliðsbíla. Í tillögu sjálfstæðismanna seg- ir að í netkosningu í desember 2009 hafi verið samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt, m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Haft hafi verið í huga að útfærsla landslagsarkitekta yrði endurskoðuð með veglegri hætti þegar betur áraði en hönnun hafi gert ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og neyðarþjónustu. Slökkviliðs- stjóri hefur staðfest að þetta að- gengi sé tryggt. Tillagan hafi verið kynnt 11. maí í umhverfis- og samgönguráði og í hverfisráði Miðborgar sem hafi lýst ánægju sinni með tillöguna á fundi 26. maí. Hverfisráðinu hafi aftur verið kynnt málið 8. júlí. Þar var ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með til- löguna. Framkvæmdir hafi verið kynntar íbúum með dreifibréfi 21. júlí, áður en þær hófust. „Ekki komu fram hugmyndir frá núver- andi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins,“ segir m.a. í tillögunni. -jh  UmdEilt torg sjálfstæðismEnn í skipUlagsráði Frestun eða endurskoðun ekki lögð til Líf í árvekni Mindful Living Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is Kennt er á þriðjudagskvöldum í sex skipti frá 1. febrúar til 8. mars Skráning í síma 571 2681 eða bjorgvin@salfraedingur.is Námskeið sem leggur drög að einfaldari og streituminni lífsstíl Lausn við - streitu - krónískum verkjum - vefjagigt - síþreytu - þyngdaraukningu - kvíða Viltu hægja á þér og fá meira út úr lífinu? Við gerum Vínbúðina Skeifunni fallegri og betri Vínbúðin Skeifunni verður lokuð til 10. febrúar vegna endurbóta. Opnum aftur 10. febrúar E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 9 0 0 BRUNCH HLAÐBORÐ Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 11.00–15.00 UPPLIFÐU NAUTHÓLSVÍKINA HJÁ OKKUR Í EINSTÖKU UMHVERFI www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 A N T O N & B E R G U R 8 fréttir Helgin 14.-16. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.