Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 51
heimili 51 Helgin 14.-16. janúar 2011
Tímalaust og fágað
Fínleg og fáguð hönnun Guðbjargar Ingvarsdóttur nýtur sín nú á Aurum-borðbúnaði sem hún hefur
hannað í samstarfi við finnska hönnunarteymið Elinno. Og með því fetar Guðbjörg nýjar brautir sem
hönnuður.
– f y r i r f r a m h a l d s - o g h á s k ó l a n e m a
Námskeiðin framundan:
Silfurleir
Tálgun fersk
Tálgun fígurúr
Víravirki
Brýnsla
Hnífagerð
Silfurkeðjur
Íslenskir steinar
Scrimshaw
Tréskúlptúr
Skartleir
Tréútskurður
Gler Tiffanys
Hraunskart
Vefverslun:
handverkshusid.is
Reykjavík
Bolholt 4, Sími: 555 1212
Akureyri
Kaupangi Sími: 461 1112
Opið hús sunnudag kl. 13-15
Leiðbeinendur kynna námskeiðin og sýna handbragðið
Skráning og upplýsingar
s: 555-1212 – Dagskrá á handverkshusid.is
G uðbjörg Kristín Ingvarsdóttir er þekkt fyrir kvenlega, fágaða og fallega hönnun skartgripa sem vísa til fínna og óreglulegra forma náttúr-
unnar. Hún hefur ekki setið auðum höndum frá því hún
stofnaði Aurum árið 1999 og verið ötul að þróa og bæta
við hönnun sína. Hún kynnti í desember tvær nýjar
skartgripalínur auk Aurum-borðbúnaðar sem færir
hana inn á nýjar brautir í hönnun. Aurum-borðbúnaðinn
hannaði hún í samstarfi við finnska hönnunarteymið
Elinno og einkennist það af fínlegum bláum blómum
sem liðast um hvítt postulínið, form sem eru þekkt úr
skartgripalínunum Dögg og Heklu.
„Ég vildi búa til vandaðan borðbúnað sem væri tíma-
laus og gæti gengið kynslóða á milli, og leitaði sam-
starfs við finnska hönnunarteymið Elinno sem hefur
áralanga reynslu að baki við hönnun borðbúnaðar. Auk
þess féll hugmyndafræði þeirra vel að minni þar sem ég
vinn mikið með hið fínlega form,“ segir Guðbjörg. Borð-
búnaðurinn, sem er úr fínu en sterku postulíni, saman-
stendur af matar- og kaffistelli, og von er á að könnur og
djúpir diskar bætist við fljótlega. „Formin eru einföld og
öll hönnun borðbúnaðarins er þannig að vel er hægt að
blanda settunum saman að vild og nota bæði við hvers-
dagsleg og fínni tækifæri,“ segir Guðbjörg.
Aðspurð segir hún að hana hafi lengi langað til að
hanna borðbúnað, hún hafi brennandi áhuga á hönnun
og sjái fyrir sér að hugmyndir hennar og sköpun geti
notið sín víða. „Í mörg ár hef ég unnið með fínleg form
og smíðað úr hörðu efni, og því er eðlilegt að ég taki
skref í þessa átt.“
Aurum-borðbúnaðurinn fæst í verslun Aurum í
Bankastræti.
Aurum borðbúnaður
Getur þú verið heimilisvinur
Abigale?
www.soleyogfelagar.is