Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 66
66 dægurmál Helgin 14.-16. janúar 2011
MIDI.IS MIÐASALA 527 2102
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
5
22
09
0
1/
11
PÁLL ÓSKAR OG
EUROVISION-
STJÖRNUR ÍSLANDS
Í KÖBEN 5. MAÍ 2011
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði í eina nótt, aðgöngumiði á tónleika Páls Óskars og EUROVISION-stjarna ásamt
þriggja rétta kvöldverði, aðgöngumiða á dansleik.
GESTASÖNGVARAR:
Icy-hópurinn
(Pálmi Gunnarsson, Eiríkur
Hauksson, Helga Möller)
Stebbi & Eyfi
Björgvin Halldórsson
Hera Björk
Jóhanna Guðrún
Selma Björns
Friðrik Ómar
Regína Ósk
VERÐ Á MANN FRÁ:
89.900* KR. Í TVÍBÝLI
99.900* KR. Í EINBÝLI
EINSTÖK TÓNLISTARUPPLIFUN
FYRIR HÓPA OG KLÚBBA.
Eurovision-stórtónleikar í Cirkus í Kaupmannahöfn þar sem Páll Óskar skemmtir ásamt fjölda
söngvara sem hafa allir tekið þátt í söngvakeppninni á árum áður.
Tónleikarnir fara fram undir borðhaldi þar sem snæddur verður glæsilegur þriggja rétta kvöldverður meðan
listamennirnir skemmta gestum. Síðan verður dansleikur og stanslaust stuð til kl. 02.00 þar sem
Páll Óskar sér um tónlistina og heldur uppi fjörinu eins og honum er einum lagið.
Nánari upplýsingar á www.icelandair.is
Fæst í öllum helstu matvöruverslunum.
Hveitikím
23 nauðsynleg
vítamín og steinefni
28% prótein
Ó perusöngvarinn Gunnar Guðbjörnsson hefur ekki sungið sitt síðasta en hann
hefur lagt sönginn á hilluna til að
stýra menningarvefnum Menning-
arpressunni á Pressunni. Vefurinn
var opnaður í október en Gunnar
segir að hugmyndin sé ársgömul.
„Mér fannst vanta fjölmiðil sem
sinnti menningu. Eftir talsverðar
bollaleggingar varð niðurstaðan sú
að netið væri hentugt fyrir slíkan
miðil þar sem kostnaður við fram-
kvæmdina er ekki óyfirstíganleg-
ur. Lengi vel stefndi ég á að stofna
sjálfstæðan vef en þrátt fyrir að
það sé ekki dýrasta leiðin til að
búa til menningarfjölmiðil kostar
það samt sitt og kreppan auðveld-
aði ekki hlutina. Það sem var ekki
síður þrándur í götu var markaðs-
setning og kynning slíkas miðils.
Hugmyndin dó þó ekki alveg og ein-
hvern tíma í haust barst þetta í tal
við ritstjóra Pressunnar, Steingrím
Sævarr Ólafsson. Hann skoðaði
hugmyndir mínar með öðru ráðandi
fólki á Pressunni og tveimur vikum
síðar var Menningarpressan orðin að
veruleika inni á pressan.is. Ég held
að það sé óhætt að segja að fólk í
menningu sé Pressunni mjög þakk-
látt fyrir að hleypa þessu inn hjá sér.
Það að komast að hjá leiðandi vef-
miðli hefur einfaldlega gert gæfu-
muninn við að starta þessu og þurfa
ekki að sjá um alla framkvæmdina
við að búa til og kynna vefinn,“ segir
Gunnar.
Og viðtökurnar hafa verið góðar
að sögn Gunnars. „Við höfum smátt
og smátt fengið auknar heimsóknir,
sem er auðvitað frábært og sýnir að
það er þörf fyrir miðil sem sinnir
menningunni í sinni breiðustu
mynd,“ segir Gunnar.
oskar@frettatiminn.is
Sýnir ljósmyndir
frá Finnlandi
Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýning
Bjargar Þorsteinsdóttur í anddyri Norræna
hússins. Björg, sem er menntuð í myndlist í
Reykjavík, Stuttgart og París, var staðar-
listamaður í bænum Pori í Finnlandi á síðasta
ári. Þar vann hún að mestu við ljósmyndun
og hélt sýningu í boði PortaitS galleria.
Myndirnar á sýningunni, sem eru sextán
talsins, eru allar úr kirkjugarðinum í Pori.
Tenór stýrir menningarvef
Hér má sjá eitt af verkum
Bjargar sem eru til sýnis.
L eikhópurinn Aldrei óstelandi frumsýnir á morgun, laugardag, hið sígilda leikverk Jó-hanns Sigurjónssonar um Fjalla-Eyvind.
Verkið er sett upp í svo litlum sal að einungis 36
manns komast í sæti á hverri sýningu.
„Nándin milli leikara og áhorfenda gerist varla
meiri,“ segir leikstjórinn, Marta Nordal. „Þetta
eru bara tvær sætaraðir þannig að þetta reynir
mjög mikið á leikarana, ekki síst þar sem við
erum að vinna með hundrað ára gamlan texta.
Þannig að þetta er mikil ögrun fyrir leikarana.“
Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur Höllu í
verkinu og segja má að þær vinkonurnar, hún og
Marta, hafi myndað leikhópinn í kringum þetta
tiltekna stykki.
„Þetta byrjaði þannig að við sátum vinkon-
urnar, ég og Edda Björg, yfir kaffibollum og
vorum að spá í hvað okkur langaði að setja upp.
Ég hef alltaf verið ofsalega hrifin af þessu verki
frá því ég las það fyrst og það varð ofan á. Þessi
sterka ástarsaga og sýn Jóhanns á samband karls
og konu höfðar mjög sterkt til mín. Allar þessar
miklu og heitu tilfinningar. Halla er einhver
sterkasta kvenhetja íslenskra leikbókmennta.“
Eftir að þær voru búnar að velja sér verk fóru
þær Marta og Edda að smala saman leikurum og
þannig varð hópurinn Aldrei óstelandi til. „Nafn
ALdrei ÓsteLAndi nýr LeikhÓpur tekst á við eyvind og höLLu
Halla er
einhver
sterkasta
kvenhetja ís-
lenskra leik-
bókmennta.
Útlagapar í
þröngu rými