Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 68
68 dægurmál Helgin 14.-16. janúar 2011 Vertu hress í vetur Angelica er íslensk náttúruafurð úr ætihvönn. Angelica inniheldur heilsubætandi efni sem geta gefið þér aukna orku og styrkt varnir þínar gegn vetrarpestum. Sæktu styrk í náttúru Íslands! www.sagamedica.is Hressandi tilboð – þú færð tvö box af Angelicu en borgar fyrir eitt Tilboðið gildir á öllum útsölustöðum á meðan birgðir endast. Beðið eftir stúlku Beckham-hjónin David og Victoria vonast væntanlega eftir stúlku en þau eiga þrjá stráka fyrir. David Beckham tilkynnti á Facebook-síðu sinni um helgina að eiginkona hans, Victoria Beckham, væri ólétt að fjórða barni þeirra hjóna. „Ég hef frábærar fréttir að færa ykkur. Við Victoria eigum von á fjórða barni okkar í sumar. Strák- arnir eru mjög spenntir yfir því að eignast nýjan bróður eða systur,“ skrifaði Beckham á síðuna sína. Victoria og David eiga þrjá drengi fyrir, Brooklyn 11 ára, Romeo 8 ára og Cruz 5 ára. Að sögn Daily Mail vilja hjónin ekki vita hvers kyns barnið er en það er þó ljóst að Victoriu yrði létt ef hún fengi hjálp við að laga hlutföllin á heimilinu sem hafa farið síversnandi fyrir hana eftir því sem strákunum hefur fjölgað. Hún hefur gefið í skyn í viðtölum í gegnum tíðina að hún myndi gjarna vilja stúlku til lakka á sér neglurnar, hjálpa sér með snyrtivörurnar og velja með sér föt. Að því er fram kemur í Daily Mail hyggst Victoria halda áfram að vinna eins lengi og hún getur, líkt og hún gerði meðan á meðgöngunni stóð í hin þrjú skiptin. V ið fluttum út árið 2005 þegar Snorri, maðurinn minn, fékk vinnu sem framkvæmdastjóri hjá tölvufyrirtæki hér í Glasgow og erum búin að vera hérna síðan,“ segir Inga Geirsdóttir sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Skotgöngur. Það sérhæfir sig í að skipuleggja gönguferðir um marga af fegurstu stöð- um Skotlands. Og þetta er alvöru fjölskyldufyrirtæki. Inga er aðal- fararstjóri, Snorri tekur vissar leiðir á sumrin, Mar- grét, elsta dóttir þeirra, er fararstjóri og yngri sonurinn, Bjarki, sér um bókunarþjónustuna á sumrin. Það vantar bara Daða en hann leggur stund á sálfræðinám við Há- skóla Íslands. Aðspurð segist Inga ekki hafa verið mikið göngufrík áður en hún flutti til Skotlands. „Ég fór upp á Esjuna en þetta byrjaði af alvöru þegar ég kom hingað út. Nú geng ég þrjú þúsund kílómetra á hverju sumri,“ segir hún og bætir við að hún haldi sér í formi yfir vetrar- tímann með sundi, göngu og líkamsrækt. „Við vorum ekki búin að vera hérna lengi þegar við byrjuðum með þessar gönguferðir. Þá fórum við með vini og vandamenn upp um fjöll og firnindi. Síðan jókst eftirspurnin og þegar mest var, sumarið 2007, fórum við með 300 manns í gönguferðir. Þá komust eiginlega færri að en vildu,“ segir Inga. En kreppan hafði sín áhrif. „Við höfum heldur betur fundið fyrir kreppunni og rákum þetta með bullandi tapi bæði í fyrra og árið þar á undan – eiginlega ánægjunnar vegna. Núna finnst mér hins vegar vera að birta til. Fólk er þegar byrjað að panta og þar sem ég er líka fararstjóri í Edinborg hef ég tekið eftir því að Íslendingar eru farnir að ferðast meira og virðast hafa meira á milli handanna. Þannig að við erum bara bjartsýn,“ segir Inga og bætir við að í kreppunni hafi þau sótt inn á nýja markaði. „Við höfum farið inn á sænskan markað og einnig fengið Dani og Hollendinga. Svíarnir eru skemmtilegir. Þeir eru hrifnastir af viskí- ferðunum okkar og vilja helst bara rölta á milli verk- smiðja. Þeir eru vitlausir í viskíið,“ segir Inga og hlær. Það eru þó ekki viskíferðirnar sem eru vinsælastar. Vikulangar gönguferðir um skosku hálöndin eru gríðar- lega vinsælar. Og Inga er ekki á leiðinni heim. „Við fórum út fyrir sex árum í óvissuferð sem varir enn. Við erum ekkert á leiðinni heim,“ segir Inga að lokum. oskar@frettatiminn.is  gönguferðir Íslendinga Í skotlandi Það er óvíða meiri náttúrufegurð en í Skotlandi. Inga og Snorri sjást hér í einni af gönguferðum sínum. Úr einkasafni Bjóða Íslendingum upp á göngu um skosku hálöndin Hjónin Inga Geirsdóttir og Snorri Guðmundsson reka fyrirtækið Skotganga í Glasgow. Þau bjóða Íslending- um og öðrum áhugasömum göngugörpum upp á gönguferðir um fegurstu staði Skotlands.  beckham-hjónin fjórða barnið á leiðinni M yn di r: N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es David Beckham ásamt sonunum þremur, Brooklyn, Romeo og Cruz. Victoria með Romeo. Victoria með Brooklyn. Victoria með Cruz. Keira Knightley skilur eftir fimm ára samband Breska leikkonan Keira Knightley hefur sagt skilið við Rupert Friend, kærasta sinn til fimm ára. Þetta staðfestir faðir hennar í breskum blöðum. Knightley og Friend kynnt- ust við tökur á myndinni Hroki og hleypidómar árið 2005. Knightley er sögð vera niðurbrotin en ein af helstu ástæðum skilnaðarins ku vera að Rupert var orðinn þreyttur á að vera eltur af ljósmynd- urum hvert sem hann fór. Ásælni ljósmyndara hefur haldist í hendur við frama Keiru Knightley sem er ein eftirsóttasta leikkonan í kvikmyndaheiminum. Hún er orðuð við nokkur risahlutverk í myndum sem eru í bígerð. Þannig bendir flest til þess að hún leiki aðalhlutverkið í Önnu Kareninu Tolstojs, túlki Díönu prinsessu og síðast ekki síst er allt gert til að fá hana í aðalkvenhlutverkið í næstu Batman-mynd, The Dark Knight Rises. Keira Knightley og Rupert Friend á meðan allt lék í lyndi. Nordic Photos/Getty Images
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.