Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 58
58 bíó Helgin 14.-16. janúar 2011
D r. Lawrence Gordon (Cary Elwes) var í vægast sagt vond-
um málum þegar við skild-
um við hann í lok Saw. Þar
hafði hann verið leiksoppur
Jigsaw, sem vildi meðal ann-
ars refsa lækninum fyrir
framhjáhald og að hafa ekki
brugðist rétt við greiningu
á krabbameinsæxli í heila
morðingjans. Í lok mynd-
arinnar skreið Gordon út í
óvissuna eftir að hafa sagað
af sér annan fótinn við ökkla
og áhorfendur hugðu hon-
um vart líf.
Síðan hefur lítið spurst
til Gordons þótt á hann hafi
verið minnst af og til í síð-
ari Saw -myndum. Hann
mætir hins vegar aftur til
leiks í Saw 3D sem fastlega
má gera ráð fyrir að verði
síðasta myndin í flokknum
þannig að Carey Elwes fær
að loka hringnum sem byrj-
aði fyrir sjö árum.
Morðinginn Jigsaw gerði
sér það að leik að gefa sér-
völdum fórnarlömbum sín-
um kost á því að leysa við-
bjóðslegar þrautir, sem
gætu kostað þau lífið á við-
bjóðslegan hátt, en gefa
þeim frelsi tækist þeim að
klára það sem fyrir þau var
lagt. Það sem helst stóð Jig-
saw fyrir þrifum í skugga-
legri iðju sinni var að hann
var þjakaður af krabbameini
sem dró hann að lokum til
dauða eitthvað í kringum
fjórðu mynd eða svo. Morðin
hafa þó haldið áfram í hans
nafni þar sem honum hafði
tekist að smita geðveilu
sinni yfir á aðra, og þá ekki
síst fórnarlömb hans sjálfs
sem héldu lífi við illan leik.
Lögreglumaðurinn Mark
Hoffman (Costas Mandy-
lor) hefur haldið nafni Jig-
saw á lofti í síðustu mynd-
um. Hann kom fyrst við
sögu í þriðju Saw-myndinni
en hefur verið áberandi í
þeirri fimmtu og sjöttu og
lýkur nú keppni í þeirri sjö-
undu. Það er nóg í gangi í
Saw 3D en hringurinn er
farinn að þrengjast veru-
lega um Hoffman og lög-
reglukona í hans umdæmi
gefur sig fram við innra eft-
irlit lögreglunnar og býðst
til að fletta ofan af Hoffman
gegn því að öryggi hennar
verði tryggt. Hoffman situr
ekki heldur auðum höndum
og beinir spjótum sínum nú
að sjálfshjálpar-gúrúinum
Bobby Dagen (Sean Pat-
rick Flanery) sem hefur
náð frægð og frama með
lygasögum um að hann hafi
sloppið lifandi úr klóm Jig-
saw. Hann stjórnar sjálfs-
hjálparhópi fyrir lifandi
fórnarlömb morðingjans
en verður ekki kápan úr því
klæðinu að upphefja sig á
nafni brjálæðingsins.
Sögur fleiri einstaklinga
og óheppinna fórnarlamba
fléttast síðan inn í þetta allt
saman, þar á meðal fyrr-
nefnds Lawrence Gordon
sem er ekki alveg í lagi eftir
viðbjóðinn sem hann gekk í
gegnum í boði Jigsaw fyrir
nokkrum árum.
Aðrir miðlar: Imdb 5,7/10,
Rotten Tomatoes 11%,
Metacritic 24/100.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
hryllingur Enn Eitt framhalDið af framhalDi
Lögreglumaðurinn Mark Hoffman er fláráður skrattakollur sem hefur tekið við kefli pyntinga og ógeðslegra morða af hinum
eina sanna Jigsaw.
bíóDómur roklanD
Þrívíðar limlestingar
Spennuhrollurinn Saw var ein allra hressilegasta bíómyndin í hryllingsdeildinni árið 2004 enda
fersk, ógnvekjandi, spennandi og mátulega ógeðsleg. Snældugeðbilaði raðmorðinginn Jigsaw var
kynntur til leiks í Saw þar sem hann gerði ekki ómerkari mönnum en Cary Elwes og Danny Glover
lífið leitt. Framhaldsmyndunum hefur verið dælt út mjög reglulega og þótt engin þeirra hafi nálg
ast fyrstu myndina að gæðum er sú sjöunda að detta inn í kvikmyndahús um helgina. Saw 3D er
sögð vera sú síðasta í bálknum og eins og nafnið gefur til kynna er fólki nú misþyrmt í þrívídd.
u ndir hrjúfu yfirborði er Böddi besta skinn og við-kvæm sál en hann virðist
hafa, eins og svo margur ólánsmað-
urinn í gegnum tíðina, lesið yfir sig
af Nietzsche. Heimska, grægði og
skefjalaus efnishyggja eru eitur í
beinum Bödda sem fer hvergi leynt
með skoðun sína á samfélaginu og
því fólki sem það byggist á. Hann
ryður úr sér gremjunni og pirringn-
um á bloggsíðu sinni á milli þess
sem hann þvælist sem stefnulaust
rekald um heimabæinn Sauðárkrók,
drekkur bjór, sefur hjá, elskar, þráir
og fílósóferar.
Uppfullur af ofurmennishug-
myndum þýska skáldheimspekings-
ins hefur hann gert sveitunga sinn,
Gretti Ásmundarson, að ljósinu í
lífi sínu. Alls ekki svo galið þar sem
báðir eru þeir útlagar, hvor á sinn
hátt.
Svartagallsrausið í Bödda á ekki
síður erindi við fólk í dag, eftir hrun,
en árið 2005 þegar Íslendingar töldu
sig vera kórónu sköpunarverksins
og miðju alheimsins. Þó er rétt að
halda því til haga, þótt sú iðja að
bera saman bækur og bíómyndir
sem á þeim byggjast sé fánýt og
bjánaleg, að bók Hallgríms er
miklu sterkara verk en bíómyndin.
Sagan er frekar þvæld og handritið
veikasti hlekkurinn. Þetta breytir
þó engu um það að Rokland er dá-
góð skemmtun og tekur nokkra fína
spretti. Stórgóður leikhópur hefur
þar heilmikið að segja en þar fer
Ólafur Darri fremstur í flokki, al-
veg hreint frábær, í aðalhlutverkinu.
Hann tekur Bödda snilldartökum
og fer létt með að bera myndina á
sínum breiðu herðum. Elma Lísa
Gunnarsdóttir er sjarmerandi og
tekst að vekja samúð með fláráðri
smábæjardruslu og Lára Jóhanna
Jónsdóttir er heillandi í mikilvægu
aukahlutverki. Stefán Hallur Stef-
ánsson glansar í hlutverki óþolandi
bróður Bödda og Hilmir Snær,
Laddi og Steinn Ármann setja
skemmtilegan svip á
fjölskrúðugt persónu-
galleríið. Þorsteinn
Bachmann stelur
síðan öllum sínum
senum en hann hefur
átt svo marga góða
spretti undanfarið að
maður er farinn að brjóta heilann
um hvenær í ósköpunum hann varð
skemmtilegur leikari. Það eru sem
sagt fyrst og fremst góðir leikarar
sem breiða yfir gallana og skila
Roklandi í mark með þó nokkrum
stæl. Þórarinn Þórarinsson
Skemmtilegt svartagallsraus
Leikstjóri Bullitt látinn
Breski leikstjórinn Peter Yates er látinn,
82 ára að aldri. Hans verður líklega fyrst
og fremst minnst um ókomna tíð fyrir
löggumyndina Bullitt, frá árinu 1968,
með Steve McQueen í titilhlutverkinu,
og þá ekki síst fyrir magnaðan bílaelt-
ingarleikinn í þeirri mynd. Þar brunaði
McQueen um götur San Francisco á Ford
Mustang í tíu mínútna atriði á meðan
djassinn dunaði. Þessi bílaeltingarleikur
er án efa einn sá þekktasti í kvikmynda-
sögunni og hefur í gegnum árin verið
margstældur en sjaldan ef nokkurn
tíma toppaður. Yates eyddi þremur
vikum í tökur á senunni og nýtti sér fyrri
reynslu sína sem ökuþór í kappakstri við
útfærsluna á atriðinu.
Yates vann sig upp metorðastigann í
kvikmyndabransanum og í kringum 1960
reyndi hann fyrir sér sem
leikstjóri nokkurra sjón-
varpsþátta í seríunum
The saint og Danger
Man. Fyrsta kvikmynd
hans í fullri lengd var svo
hin líflega söngvamynd
Summer Holiday með
Cliff Richard í aðalhlut-
verkinu. Síðar lá leiðin til
Hollywood þar sem Yates
festi sig í sessi með Bullitt. Verkefnaval
Yates var fjölbreytt og hann á að baki
rómantíska gamanmynd, John and Mary,
stríðsmyndina Murphy’s War, ævintýra-
myndina The Deep og fantasíuna Krull.
Yates var tilnefndur til Óskarsverðlauna í
tvígang, fyrir Breaking Away árið 1979 og
árið 1983 fyrir The Dresser sem var gerð
eftir leikriti Ronalds Harwood.
Lífrænt
eplaedik
Fáanlegt í flestum
matvöruverslunum
Öflugt til hreinsunar
líkamans – beint frá
náttúrunni
• 100% lífrænt
• Ósíað og óhitað
• Inniheldur móðuredik
Steve
McQueen
var svalur
að vanda í
Bullitt.
Ástin grípur úlfana
Teiknimyndin Alpha and Omega segir frá
úlfunum Kate og Humphrey sem ólust
upp í Jesper-þjóðgarðinum og hafa þekkst
síðan þau voru yrðlingar. Stéttaskipting
í hópnum gerir þeim erfitt fyrir þar sem
Kate er dóttir foringja úlfanna, Alpha,
en hinn gamansami Humphrey skrapar
botninn sem Omega. Stöðu hennar vegna
stendur til að þvinga Kate í hjónaband
með úlfi úr annarri hjörð með sameiningu
hópanna í huga. Áður en af þessu verður
hefur þjóðgarðsvörður hendur í hári Kate
og Humphrey og þau eru send í annan
garð. Kate er hins vegar ákveðin í að upp-
fylla skyldur sínar og Humphrey ákveður
að hjálpa henni að komast heim. Á leiðinni
kviknar ást á milli þeirra sem getur haft
afdrifaríkar afleiðingar, komist þau yfirleitt
á áfangastað.
Aðrir miðlar: Imdb 4,5/10, Rotten
Tomatoes 14%, Metacritic 36/100.
frumsýnDar Vonarglæta í leikhúsi
Burlesque fjallar um samnefnt leikhús
sem er á niðurleið. Cher leikur Tess,
sem er fyrrverandi dansari og eigandi
hússins. Hún stendur í ógnarbasli við að
halda rekstrinum gangandi, fjármálin eru
í rúst og leikararnir uppteknari af eigin
persónulegu vandamálum en því sem þeir
eiga að gera á sviðinu. Og síðast en ekki
síst hefur auðmaður áhuga á að eignast
húsið. Smábæjarstúlkan Ali, sem sjálf
Christina Aguilera leikur, er ráðin sem
þjónustustúlka í Burlesque. Hún heillast
af leikhúsinu og fær með hjálp vina sinna
í húsinu tækifæri til að láta rætast draum
sinn um að leika á sviði. Ekki spillir fyrir að
hún syngur eins og engill þannig að allt í
einu fara hjólin að snúast í rétta átt og hún
dregur fólk í leikhúsið á ný.
Aðrir miðlar: Imdb 6,2/10, Rotten
Tomatoes 37%, Metacritic 48/100.
Það er nóg
í gangi í
Saw 3D en
hringurinn
er farinn að
þrengjast
verulega ...
Það skiptast á skin og skúrir hjá Bödda og Döggu í
Roklandi.