Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 12
HUSK er 100% náttúrulegt „þarma stillandi“ efni. HUSK er hreins uð fræskurn indversku lækninga­ jurtarinnar Plantago Psyllium. HUSK er án sykurs eða bragðefna og bætir starfsemi þarmanna á vægan hátt. HUSK fæst í lyfjaverslunum og heilsu verslunum um allt land! Náttúrulegar trefjar sem halda meltingunni í góðu formi 20% afsláttur Upplýsingar um Husk duft til inntöku: Virkt efni: Ispaghula husk. Ábendingar: Náttúrulyf til meðferðar við þrálátri hægðatregðu; til notkunar við aðstæður þar sem mjúkar hægðir og auðveld hægðalosun eru æskileg. Viðbótarmeðferð við einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja, t.d. við iðraólgu. Skammtar og lyfjagjöf: Dagsskammtur fyrir fullorðna, aldraða og börn eldri en 12 ára: 2­3 mæliskeiðar (3­5 g) kvölds og morgna. Blanda skal u.þ.b. 5 g með 150 ml af köldu vatni, mjólk, ávaxtasafa eða öðrum drykkjum, hræra rösklega og drekka svo fljótt sem mögulegt er. Drekka skal að auki nægilegan vökva. Taka skal náttúrulyfið inn að deginum a.m.k. hálfri til einni klukk ustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Frábendingar: Ispaghula husk er ekki ætlað sjúklingum með hægðateppu eða einkenni frá kviðarholi af ógreindum orsökum, kviðverki, ógleði eða uppköst, nema að ráði læknis. Ispaghula husk er heldur ekki ætlað sjúklingum sem hafa þrengingar í meltingarvegi, sjúkdóma í vélinda eða magaopi, þaninn ristil, sykursýki sem erfitt er að meðhöndla eða ofnæmi fyrir ispaghula eða einhverjum öðrum innihaldsefnum náttúrulyfsins.Varnaðarorð: Fyrirstaða getur myndast í meltingarvegi ef vökvaneysla er ekki nægileg samhliða notkun náttúrulyfsins. Ef kyngingarörðugleikar hafa einhvern tíma átt sér stað eða um sjúkdóma í koki er að ræða skal ekki nota náttúrulyfið. Sjúklingar með bráðan bólgusjúkdóm í meltingarvegi eða truflanir í saltbúskap ættu ekki að nota náttúrulyfið. Milliverkanir: Frásogi annarra lyfja sem tekin eru samhliða, t.d. kalsíums, járns, litíums og sinks, vítamína (B12), glýkósíða með verkun á hjarta og kúmarín afleiða getur seinkað. Af þessum ástæðum skal taka náttúrulyfið a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Gæta þarf varúðar þegar lyf sem draga úr hreyfanleika maga og þarma (morfínlík lyf, lóperamíð) eru notuð samhliða vegna hættu á teppu í meltingarvegi. Aukaverkanir: Vindgangur og kviðverkir geta átt sér stað við notkun náttúrulyfsins, einkum í upphafi meðferðar. Þaninn kviður, hætta á fyrirstöðu í görnum eða vélinda og hægðateppa, sérstaklega ef vökvaneysla er ekki nægilega mikil. Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja náttúrulyfinu. 10 desember 2008. Sími 577 1215, Holtasmári 1, 201 Kópavogur ehb@ebridde.is, www.ebridde.is 15. janúar – 15. febrúar Þ að er meiri slagkraftur á fasteignamarkaðnum en var t.d. á sama tíma í fyrra, það þarf ekki annað en skoða tölur Þjóðskrár til þess að sjá að þetta er að snúast, að lifna við,“ segir Þorleifur St. Guðmundsson, löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun. Hann tekur undir mat sérfræðinga Íslandsbanka um að botninum á íbúðamarkaði hafi verið náð á nýliðnu ári. Þorleifur segir allar tegundir fasteigna seljast nú, unga fólkið sé farið að sjást á markaðnum aftur eftir 3-4 ára hlé en einnig sé töluvert um það að fólk sé að kaupa dýrari eignir. Samdráttur á fasteignamarkaði hófst í ársbyrjun 2008, nokkru fyrir hrun. Þorleifur segir að þá hafi bankar hætt að lána til byggingaframkvæmda og lóðamarkaðurinn hafi stöðvast. Í samantekt Íslandsbanka kemur fram að íbúðaverð hafi á þessu tímabili lækkað um 15% að nafnvirði en tæp 40% að raunvirði. Þorleifur metur það svo að fasteignaverð muni eilítið þokast upp á við á næstunni en það munu þó ekki gerast hratt. „Það hefur að segja að vaxtastig hefur lækkað. Fjármagn sem var í bönkunum leitar nú út á fasteignamarkaðinn. Hann er ekki eins sveiflukenndur og margur annar og miklu öruggari en t.d. hlutabréfamarkaður. Þegar menn fá lítið fyrir að hafa peninga sína í bönkum sjá þeir kost í því að kaupa fasteignir, einkum ef þær eru á mjög góðu verði eins og er núna. Þetta er því fjár- festingarkostur hjá sumum,“ segir Þorleifur. Þorleifur bætir því við að unga fólkið sem haldið hefur að sér höndum frá því fyrir efnahagshrunið sé orðið 3-4 árum eldra. Því sé undirliggjandi fasteignaþörf þar. Hann segir fyrirgreiðslu Íbúðalánasjóðs svipaða og verið hefur og að lífeyrissjóðirnir standi töluvert opnir um lánafyrirgreiðslu en bankarnir haldi enn að sér höndum. Vextir á verðtryggðum lífeyrissjóðslánum eru eitthvað mismunandi eftir sjóðum en ligga yfirleitt á bilinu 4,5-5%, eða á svipuðum nótum og hjá Íbúðalánasjóði. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fjórðungi fleiri kaup- samningar Vísbendingar eru um aukna eftirspurn þótt enn sé hún nálægt sögulegu lágmarki. R úmlega 4600 kaupsamning-um var þinglýst á nýliðnu ári á landinu öllu. Það er um 25% aukn- ing miðað við árið 2009. Heildar- viðskipti með fast - eignir námu tæplega 115 milljörðum k r ó n a á árinu. Það er 16% aukning miðað v ið árið á undan. Meðalupp- hæð hvers samnings á síðasta ári var 24,8 milljónir króna sem er lækkun miðað við árið 2009. Þá var meðalupphæðin 26,9 milljónir króna. Veltuaukningin á höfuð- borgarsvæðinu var meiri, eða 40% milli ára. þar voru gerðir 2.900 samningar í fyrra miðað við 2.100 árið 2009. Stórkaupavísitala Gallup gefur vísbendingu um eftirspurn á íbúðamarkaði. Hún hækkaði í desember um 2,7 stig frá septem- bermælingu og mælist nú 7 stig. Vísitalan hefur ekki verið hærri frá því í september 2008, rétt fyrir hrun. Það bendir til þess að áhugi á húsnæðiskaupum næstu sex mánuði hafi ekki verið meiri síðan þá. Það breytir því þó ekki að vísitalan er enn í grennd við sögulegt lágmark. Hæst var hún sumarið 2007 þegar hún var rúmlega 18 stig. Lægst fór vísitalan í mars 2009, 3, 8 stig. Þótt vísitalan sé að hækka telur 82% aðspurðra hjá Gallup ólíklegt að þeir kaupi fasteign næsta hálfa árið en 5% telur íbúðakaup frekar eða mjög líkleg. jonas@frettatiminn.is Meðalupp- hæð hvers samnings 24,8 millj- ónir króna.  fasteignakaup MeiRi slagkRaftuR en á saMa tíMa í fyRRa Horfur á fasteignamarkaði er marktækt bjartari nú er var t.d. fyrir réttu ári. Lágir bankavextir valda því að fjármagn leitar frá þeim til fjárfestingar í fasteignum. Ungt fólk sést á ný á markaðnum eftir 3-4 ára hlé. Ljósmynd Hari Fjármagn sem var í bönkunum leitar nú út á fasteigna- markaðinn. Unga fólkið sést á ný á fasteignamarkaði Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir veita fyrirgreiðslu en bankar halda enn að sér höndum lýsing landshornamanns Bleikur, manna vörpuleg- astur. Göngulag fjaður- magnað og kastar til höfði. Breiðleitur, rjóður í vöngum og kinnbeinamikill, varir þykkar. Granstæði breitt og oft í vanhirðu. Herðasterkur og vöðvaber, þjómikill og spengilegur, þó kringilfættur. Útskeifur. Sögusamur og kenningagjarn um betri menn. Fjölorður um hugðar- efni, segist vel frá, rætinn. Drykkjumaður þaulsætinn og góður, ör, slyngur að vaka, skemmtinn og hávær, en yfirgangsamur við lítilþæga ef vill. Sundurgerðarmaður og lostasamur, ötull úti- legumaður. Sækir í ritað mál, einnig tónmál. Þó lesblindur án sjónglerja og óhirðusamur um þau sem aðrar eigur. Tónsmiður nokkur ósemjan- legra verka, en afkastalítill. Vandlætingasamur. Fimmtíu og eins árs. A u G Lý S in G 12 fréttir Helgin 14.-16. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.