Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 14.01.2011, Blaðsíða 64
Helgin 14.-16. janúar 2011 Bikiníbomba kynnir barnaföt Bikiníbomban brjóstagóða, Katie Price, sem kallaði sig eitt sinn Jordan, kynnti á dögunum nýjar fatalínur sín- ar. Um er að ræða fatalínurn- ar KP Baby og KP Equestri- an. KP Baby er barnafatalína hinnar lukkulegu ljósku en KP Equestrian er reiðfatalína ungfrúarinnar sem hefur gríðarlega mikinn áhuga á hestum. Hún á meðal annars hest sem ber nafnið Klæð- skiptingur. Eftir því sem næst verður komist hlaut fatnaðurinn góðar undirtektir. Katie Price gefur ekkert eftir í stell- ingunum þegar ljósmyndarar eru annars vegar. Nordic Photos/Getty V ið gleymum seint 50. sýn-ingunni á Fjölskyldunni,“ segir Hilmir Snær Guðna- son, leikstjóri sýningarinnar sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Kona á miðjum aldri fékk aðsvif við upp- haf sýningarinnar á föstudaginn var. Uppi varð fótur og fit og kallað var á lækni úr salnum. Ung kona hljóp yfir þó nokkrar sætaraðir í átt að konunni en fyrstur á staðinn var Óttar Guðmundsson læknir. Stöðva varð sýninguna á meðan konan var flutt úr salnum og eftir sat fólk í óvissu um hvað gerst hafði þar til Hilmir Snær steig upp á svið og lýsti því yfir að konunni liði betur. Hann bætti svo um betur og greindi frá batnandi líðan konunnar í leikhléi. Óttar Guðmundsson segir að liðið hafi yfir konuna. „Ég stumraði yfir henni ásamt öðrum lækni og við fórum með hana fram og biðum þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Hún raknaði úr rotinu og jafnaði sig fljótt,“ segir hann. Hilmir Snær segir að þetta hafi farið betur en á horfðist í upp- hafi en einnig að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slíkt henti. „Nei, alls ekki. Svona atvik hafa oft gerst á ferlinum – hann er jú að lengjast. Ég man eftir þremur tilvikum. Til- finningin er afar sérstök og sjokk- erandi fyrir alla, jafnt leikarana sem fólkið í salnum. Okkur er kippt út úr leiklistinni inn í veruleikann,“ segir hann, en þegar vel fari skaði slíkt ekki sýningarnar. „Yfirleitt er það þannig að leikararnir fá meiri samkennd úr salnum og stemn- ingin verður mjög sérstök. Það hjálpast allir að við að gera gott úr þessu. Í þetta skiptið vissum við að konan var komin til sjálfrar sín og ástandið ekki grafalvarlegt. gag@ frettatiminn.is  leikhús AðsVif á 50. sýningu fjölskyldunnAr „Er læknir í salnum,“ var hróp- að upp, sýningin stöðvaðist og tveir stukku til bjargar „Ég stumraði yfir henni ásamt öðrum lækni og við fórum með hana fram og biðum þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Hún raknaði úr rotinu og jafnaði sig fljótt.“ Úr sýningunni Fjölskyldan þar sem Sigrún Edda Björnsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir fara á kostum. Ljósmynd/Borgarleikhúsið Hilmir Snær, leikstjóri sýningarinnar, og Óttar Guð- mundsson læknir. PRÓTÍNBOMBUR! Samkvæmt skýrslu Matís er harðfiskur hollari en áður var talið. Langhollasti þorramaturinn. Fæst í Bónus H R E I N Í S L E N S K F Æ Ð U B Ó T Tilvalið fyrir fundinn eða starfsmannapartýið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.