Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.01.2011, Page 64

Fréttatíminn - 14.01.2011, Page 64
Helgin 14.-16. janúar 2011 Bikiníbomba kynnir barnaföt Bikiníbomban brjóstagóða, Katie Price, sem kallaði sig eitt sinn Jordan, kynnti á dögunum nýjar fatalínur sín- ar. Um er að ræða fatalínurn- ar KP Baby og KP Equestri- an. KP Baby er barnafatalína hinnar lukkulegu ljósku en KP Equestrian er reiðfatalína ungfrúarinnar sem hefur gríðarlega mikinn áhuga á hestum. Hún á meðal annars hest sem ber nafnið Klæð- skiptingur. Eftir því sem næst verður komist hlaut fatnaðurinn góðar undirtektir. Katie Price gefur ekkert eftir í stell- ingunum þegar ljósmyndarar eru annars vegar. Nordic Photos/Getty V ið gleymum seint 50. sýn-ingunni á Fjölskyldunni,“ segir Hilmir Snær Guðna- son, leikstjóri sýningarinnar sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Kona á miðjum aldri fékk aðsvif við upp- haf sýningarinnar á föstudaginn var. Uppi varð fótur og fit og kallað var á lækni úr salnum. Ung kona hljóp yfir þó nokkrar sætaraðir í átt að konunni en fyrstur á staðinn var Óttar Guðmundsson læknir. Stöðva varð sýninguna á meðan konan var flutt úr salnum og eftir sat fólk í óvissu um hvað gerst hafði þar til Hilmir Snær steig upp á svið og lýsti því yfir að konunni liði betur. Hann bætti svo um betur og greindi frá batnandi líðan konunnar í leikhléi. Óttar Guðmundsson segir að liðið hafi yfir konuna. „Ég stumraði yfir henni ásamt öðrum lækni og við fórum með hana fram og biðum þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Hún raknaði úr rotinu og jafnaði sig fljótt,“ segir hann. Hilmir Snær segir að þetta hafi farið betur en á horfðist í upp- hafi en einnig að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slíkt henti. „Nei, alls ekki. Svona atvik hafa oft gerst á ferlinum – hann er jú að lengjast. Ég man eftir þremur tilvikum. Til- finningin er afar sérstök og sjokk- erandi fyrir alla, jafnt leikarana sem fólkið í salnum. Okkur er kippt út úr leiklistinni inn í veruleikann,“ segir hann, en þegar vel fari skaði slíkt ekki sýningarnar. „Yfirleitt er það þannig að leikararnir fá meiri samkennd úr salnum og stemn- ingin verður mjög sérstök. Það hjálpast allir að við að gera gott úr þessu. Í þetta skiptið vissum við að konan var komin til sjálfrar sín og ástandið ekki grafalvarlegt. gag@ frettatiminn.is  leikhús AðsVif á 50. sýningu fjölskyldunnAr „Er læknir í salnum,“ var hróp- að upp, sýningin stöðvaðist og tveir stukku til bjargar „Ég stumraði yfir henni ásamt öðrum lækni og við fórum með hana fram og biðum þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Hún raknaði úr rotinu og jafnaði sig fljótt.“ Úr sýningunni Fjölskyldan þar sem Sigrún Edda Björnsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir fara á kostum. Ljósmynd/Borgarleikhúsið Hilmir Snær, leikstjóri sýningarinnar, og Óttar Guð- mundsson læknir. PRÓTÍNBOMBUR! Samkvæmt skýrslu Matís er harðfiskur hollari en áður var talið. Langhollasti þorramaturinn. Fæst í Bónus H R E I N Í S L E N S K F Æ Ð U B Ó T Tilvalið fyrir fundinn eða starfsmannapartýið!

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.