Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 18
Smiðjuvegi 2 Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 Löggiltir dýnuframleiðendur – Starfandi í 60 ár FRÍ LEGUGREINING OG FAGLEG RÁÐGJÖF Svæðaskipt heilsurúm í öllum stærðum Af því þú átt það skilið! Gerðu verð og gæðasamanburð! 30-50% AFSLÁTTUR 6 MÁNAÐA VAXTALAUST VISA / MASTERCARD LÁN ÚTSALAN ER Á FULLU ostur Ríkur af mysupróteinum 9% aðeins Prófaðu bragðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. H úsnæðiskostnaður meðal-fjölskyldu er um fjórðungur af ráðstöfunartekjum henn- ar, samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna árin 2007-2009. Hagstofan birti í liðnum mánuði niðurstöður úr samfelldri rannsókn á útgjöldum heimilanna á verðlagi ársins 2009. Í úrtaki rann- sóknarinnar voru 3.484 heimili en 1.850 heimili tóku þátt. Svörun var því 53%. Neysluútgjöld á meðalheimili árin 2007-2009 voru 456 þúsund krónur á mánuði og hækkuðu um 7% frá tímabilinu 2006-2008. Með- alárstekjur á heimili voru 5.886 þús- und krónur en neysluútgjöld sama meðalheimilis námu 5.471 þús- und krónum. Meðalstærð heimila minnkaði úr 2,39 einstaklingum í 2,37. Útgjöld á mann hækkuðu því um 7,9% milli tímabila og eru nú 192 þúsund krónur á mann á mán- uði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 12% á tímabilinu. Heimilisút- gjöldin drógust því saman um 4,8% að teknu tilliti til verðbreytinga, eða um 4% á mann. 24,7% ráðstöfunartekna í hús- næðiskostnað hér Ráðstöfunartekjur heimila sem tóku þátt í rannsókninni hækkuðu um 3,9% á tímabilinu 2006 -2008 til 2007-2009 eða um 4,8% á mann. Miðað við 7,9% útgjaldaaukningu hækkuðu útgjöld því um 3% umfram tekjur. Hagur heimilanna versnaði því á tímabilinu en tekjur heimila eru engu að síður að jafnaði hærri en út- gjöld. Miðað við nýju rannsóknina eru neysluútgjöld að meðaltali 93% af tekjunum en voru 90% á tímabilinu 2006-2008. Ráðstöfunartekjur með- alheimilis voru rúmar 490 þúsund krónur eða um 206 þúsund krónur á heimilismann. Húsnæðiskostnaður meðalheim- ilis, þar með talin hiti og rafmagn, nam 1.352 þúsundum króna eða sem svarar 24,7% af ráðstöfunartekjum heimilisins. 28,3% í Danmörku Til samanburðar kemur fram í töl- um dönsku hagstofunnar að heildar- neyslukostnaður danskrar fjölskyldu á sama tímabili er 310.696 danskar krónur eða sem nemur 6,4 millj- ónum íslenskra króna. Það heldur meira en neyslukostnaður íslensku fjölskyldunnar. Húsnæðiskostnaður danskrar fjölskyldu nemur 87.944 dönskum krónum eða sem svarar um 1.811 þúsund krónum. Það svar- ar til 28,3% af heildarneyslu dönsku meðalfjölskyldunnar. Þetta er hærra bæði hlutfallslega og í krónutölu en hjá íslensku meðalfjölskyldunni. Það ræður m.a. nokkru að áætla má að rafmagns- og hitakostnaður dönsku fjölskyldunnar sé meiri en þeirrar ís- lensku. Í hita og rafmagn hjá þeirri dönsku fara 21.610 danskar krónur eða sem svarar 445 þúsund íslensk- um krónum. Rúmlega 23% búa í leiguhús- næði Vegin meðalstærð hins íslenska heimilis var 2,37 einstaklingar, þar af 1,6 fullorðnir og 0,8 börn. Íslensk heimili fara minnkandi, samkvæmt rannsókninni, en í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands hefur verið miðað við 2,5 einstaklinga á heimili. Í eigin húsnæði búa 76,9% fjöl- skyldna en 23,1% í leiguhúsnæði. Sé litið til gerðar húsnæðis kemur í ljós Húsnæðiskostnaður fjórðungur ráðstöfunar- tekna meðalfjölskyldu Kostnaður vegna húsnæðis er hlutfallslega heldur minni hér en í Danmörku. Neysluútgjöld í heild eru að meðaltali 93% af tekjum íslenskrar fjölskyldu. Hjá nokkrum hópum eru útgjöldin hærri en tekjurnar.  neysla nær 77% búa í eigin Húsnæði en rúm 23% í leiguHúsnæði Neysluútgjöld eru 93% af ráðstöfunartekjum meðalheimilis. Húsnæðiskostnaður nemur þar af 24,7%. Sambærilegur hlutfalls- legur húsnæðiskostnaður danskrar meðalfjölskyldu er heldur hærri, þ.e. 28,3%. Lj ós m yn d/ H ar i nýársspáin Fáðu að vita allt um nýja árið þitt, ástina, fjármál og heilsu. einkatímar sími. 552 4244 eða 823 6393 18 úttekt Helgin 21.-23. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.