Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Page 24

Fréttatíminn - 21.01.2011, Page 24
Til hamingju, TóTi! „Dúndu r- skemm tilegt.“ Eg ill HElg ason / K iljan www.forlagid.is Bókasafn ömmu huldar er tilnefnd til Norrænu barna- bókaverðlaunanna 2011 BarNaBóka- verðlauN meNNtaráðs reykjavíkur 2010 Bradley Manning hefur setið í fangelsi í 290 daga. „Ef Bradley Manning er maðurinn sem lak Íraks-myndbandinu og séu logg- arnir raunverulega hans þá er hann hetja. Hann varð vitni að mjög alvarlegum stríðs- glæpum og hann ákvað, eins og er borgara- leg skylda allra, að láta vita af glæpum. Það á ekki að vera á ábyrgð Wikileaks eingöngu heldur okkar allra sem láta sig málið varða að standa á bak við þennan unga mann,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður. Wikileaks stefndi á að greiða 50 þúsund dollara lögfræðikostnað hermannsins Brad- leys Manning en þegar á reyndi gat það aðeins greitt um tuttugu þúsund í fyrstu atrennu. Spurð hvort uppljóstrunarvefur- inn hafi gleymt uppljóstrara sínum svarar Birgitta neitandi. „Nei, ég hef ekki trú á því heldur skrifa þetta á skipulagsleysi.“ Hún segir að skipulagsleysið sé ástæða þess að hún hætti samstarfi við Wikileaks. Bradley Manning hefur setið í ein- angrun í nærri átta mánuði. „Ég hvet alla til að skoða vefinn bradleymanning. org og kynna sér hvernig aðstæður hans eru. Hann er í einangrun og undir eftirliti vegna hugsanlegs sjálfsvígs, sem þýðir að hann fær ekki að hafa neitt nema teppi og hann er einungis nýorðinn 23 ára.“ Þrátt fyrir örlög Mannings telur Birgitta enga hættu á að meðferðin á honum verði til þess að fólk þori ekki að ljóstra upp um það sem misferst. „Nei, Wikileaks hefur vakið fólk til meðvitundar um þessa leið; að þora að afhjúpa og vera heimildamaður. Þess vegna verðum við að koma löggjöf okkar í gegn til þess að íslenskir heimild- armenn og afhjúparar hafi meiri hvata til að gera það sem gera þarf. Hefði einhver til dæmis lekið í aðdraganda hrunsins, hefði skellurinn hugsanlega orðið miklu minni.“ -gag Brot af vefjum Wikileaks og stuðningssíðu Bradleys Manning. Slóðirnar eru wikileaks.ch og bradleymanning.org. Grunaður uppljóstrari í margra mánaða einangrun Hann er í ein- angrun og undir eftirliti vegna hugsanlegs sjálfsvígs, sem þýðir að hann fær ekki að hafa neitt nema teppi og hann er einungis nýorð- inn 23 ára. þessu,“ segir hún. Verði þessu ekki mót- mælt harðlega af alþjóðasamtökunum, ís- lenskum yfirvöldum sem og öðrum sem láta sig varða friðhelgi þingmanna, hafi friðhelginni verið kastað á glæ, sem og getu þingmanna til að beita sér í alþjóð- legum málum. Birgitta er ekki sú eina sem bandarísk stjórnvöld vilja upplýsingar um vegna tengsla við Wikileaks og í viðleitni sinni til að fá forsprakkann Julian Assange framseldan til Bandaríkjanna. Þau ósk- uðu einnig upplýsinga um sjálfboðaliða samtakanna, þá Jacob Appelbaum og hol- lenska nethakkarann Rop Gonggrijp. „Þau leita sennilega að því hvort við höfum átt einhverjar samræður sem geti tengt hann við njósnamál í Bandaríkjun- um,“ segir hún. „Nú veit ég ekki hverjir innviðir Wikileaks eru í dag en ég tel að það hefði einhver áhrif, yrði Assange tek- inn úr umferð. Ég held þó að ég geti full- yrt að lekinn myndi halda áfram. Hann verður ekki stöðvaður.“ Assange með alla þræðina Birgitta gagnrýnir vanmátt fjölmiðla til að taka á lekamálum og óttast að stjór- nvöld eins og þau bandarísku geti nýtt sér veikleika þeirra til að beina athyglinni frá upplýsingum sem vefurinn Wikileaks geymir að fólkinu sem stendur að baki honum, eins og Julian Assange. „Á blaða- mannafundum er ég alltaf spurð út í Ass- ange. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að Wikileaks er fyrirbæri sem búið var til af mörgum. Þótt hann sé hjartað og sálin í Wikileaks var bakvinnslan og tæknivinn- an ekki hans. Hann er andlitið. Fjölmiðlar sækja í áhugavert fólk og hann er áhuga- verð manneskja, sérstakur í útliti, og því er mýtan um þennan áhugaverða karakter búin til,“ segir hún. Kastljós erlendra fjölmiðla beindist fyrst að Birgittu þegar hún vann að myndbandi fyrir hönd Wikileaks um morð banda- rískra hermanna á fjölskylduföður sem reyndi að koma tveimur starfsmönnum fréttavefjarins Reuters til hjálpar í Írak. Börn hans sátu í bílnum sem hann keyrði og annað særðist. Hún segir að brestirnir í utanumhaldi vefjarins hafi þá orðið henni ljósir. „Ég hef sett á stofn grasrótarsamtök og komið stjórnmálahreyfingu á lagg- irnar, átt og stofnað – eins og svo margir Íslendingar – fyrirtæki, þannig að ég hef þokkalega reynslu. Ég sá að Wikileaks var eins og frumkvöðlafyrirtæki, þar sem einn stýrði og hinir fylgdu, og strúktúrinn var enginn. Ég sá hins vegar að ég var sú eina sem hægt var að ná í símleiðis eftir að við birtum morð-myndbandið frá Írak. Ég fékk því holskeflu fjölmiðla yfir mig,“ segir hún. „Það vantaði alla umgjörð og skipu- lag, sem gerist auðvitað oft þegar svona [grasrótarstarf] springur út. Ég er ekki að segja, og hef ekki vitneskju um, að eitthvað sé gruggugt [við rekstur Wikileaks] en strax á þessum tíma kom fram gagnrýni á að gagnsæið í fjármálum Wikileaks væri ekki nægilegt.“ Birgitta er sammála því og bendir á að þegar kallað hafi verið eftir því að fólk gæfi peninga fyrir lögfræðikostn- aði Bradley Manning, sem er nú í haldi og hafður í einangrun, grunaður um að hafa komið gögnunum og myndbandinu frá Írak til vefjarins, hafi féð sem safnaðist ekki farið inn á sérreikning. Sá sem gaf hafi því ekki getað vitað hvort féð rann til lögfræðinga Mannings. „Um þetta hefði þurft að taka ákvarð- anir og mér hefði þótt eðlilegast að haldinn hefði verið sameiginlegur fundur þar sem þessar ákvarðanir um samskiptaleiðir, fjármál og ábyrgð yrðu teknar,“ segir hún og bætir við að eftir tveggja mánaða um- leitan um slíkan fund hafi hún hætt. „Mér fannst tíma mínum betur varið með fólki sem hlustaði á mig.“ Hrægammar sitja um upplýsingar Og nú vinnur hún að því að safna saman alþjóðlegum hópi þingmanna sem vilja berjast með henni fyrir því markmiði að tryggja upplýsingaflæði, tjáningarfrelsi og gagnsæi. Hún vill að Ísland verði í farar- broddi löggjafar um slíkt og að hér verði hægt að geyma upplýsingar án þess að þeim sé eytt. „Á hverjum einasta degi missum við spón úr aski upplýsingafrelsis, og það án þess að fólk geri sér grein fyrir því,“ segir hún og sér fyrir sér að slegið verði af í frek- ari uppbyggingu álvera og í klárinn hvað snertir gagnaver. Hún segist hafa stað- festingu ríkisstjórnarinnar á því að fullur vilji sé til að klára málið. „Margir halda að [gagnaver] geri Ísland að sjóræningjaeyju. Það er alls ekki svo. Þetta snýr að því að treysta undirstöðurnar fyrir upplýsinga- og tjáningafrelsi í alþjóðasamhengi. Upp- lýsingar hafa engin landamæri lengur. Það skiptir því engu máli hvar þær birtast. Það hefur leitt til þess að lögfræðingateymi – hrægammarnir sem vinna fyrir stórfyrir- tæki og pólitíkusa sem hafa eitthvað að fela – hafa sérhæft sig í að taka upplýsingar úr Ég hef þó ákveðnar áhyggjur af því að allar mínar upp- lýsingar af Facebook hafi verið afhentar. [...] vinir mínir hafa sent mér persónulegar upplýsingar án þess að átta sig á því hve opinn vefurinn er. Ég vil ekki að þær séu í höndum bandarískra yfirvalda. 24 viðtal Helgin 21.-23. janúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.