Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Page 38

Fréttatíminn - 21.01.2011, Page 38
Nýr krimmi kom út hjá Forlaginu rétt eftir hátíð- ar. Boðar fátt nýtt annað en að hann er prentaður í Ísafold. Það er langt síðan ég sá bók prentaða af þeirri öldruðu prentsmiðju. Kiljan er prýðilega frá gengin og bundin. Hún heitir Utangarðsbörn – Askungar sem ég hélt í minni fáfræði að væru krógarnir í öskustónni. En líka það verður að þurrka úr málminningunni. Höfundurinn er ung sænsk kona sem hefur þekkingu á starfi í löggunni, segir á kápu, þó að persónugallerí hennar og glæpir standi ekkert framar öðrum bókum norrænna höfunda sem leggja þá íþrótt fyrir sig. Þar er endurtekningin regla, stílæfingar miðast við að halda málinu í spennitreyju orðfæðar og höfundum er helst hrósað ef þeir veigra sér við að beita það venju- legasta listrænum brögðum svo að enginn stygg- ist við og kasti kiljunni horna á milli, kallandi: orð sem ég skil ekki. Orðaúrvalið er best geymt í orðabókum. Hér er vikið að barnshvarfi og lögregluhópur fær málið til lausnar. Hér eru uppáhaldssiðir nor- rænna krimmahöfunda: misþyrmingar á konum, bág staða kvenna innan lögreglunnar, illa farin börn. Svo er keyrt um og barið að dyrum og talað í gsm-síma. Spennandi. Æ ... Heldur er það nú allt fyrir- sjáanlegt og lítið verður maður undrandi. Líkast til eru svona sögur að verða allar eins með samræmdum sögubrögðum og persónum, helst að menn geti fundið tilbrigði í veðurfari. Maður á kannski að gefa krimmunum frí og taka upp lestur á annarri afþreyingu sem lesa má hugsun- arlaust. -pbb Samkvæmt fréttum norskra blaða eru væntan- legir yfir fimmtíu nýir krimmar á markað í Noregi á þessu vori. Þar eru í bland norskir, danskir og sænskir höfundar og segja kunnugir að gæði glæpasagna í þessari bylgju fari batnandi. Meðal höfunda eru bæði kunnir höfundar og óþekktir. Samkvæmt lista Aftenposten eigum við enn eftir að kynnast fjölda höfunda sem eru að spreyta sig á þessu alþýðlega formi. Það vekur líka athygli að enginn íslenskur krimmahöfundur er talinn upp í langri grein Aftenposten um þessa glæpabylgju fyrr í þessari viku. -pbb Glæpaglaðir Norðmenn  Stutt ritgerð Fyrir SvartaSta Skammdegið e ndurreisn Lærdómsritanna var eitt af því fyrsta sem byltingar-stjórnin í Hinu íslenska bók- menntafélagi setti á oddinn fyrir ... tja ríflega fjörutíu árum þegar þeir Sigurður Líndal og Sverrir Kristins- son hófu félagið til nýrrar sóknar. Útlit Lærdómsritanna hefur verið samt síðan; þess er ekki getið innan í kápu en ef mér skjöplast ekki var það Haf- steinn Guðmundsson sem bjó þeim útlit og er ritröðin því tímalaus minnisvarði um þá mennt sem honum var tamt að leggja í prentgripi eins og sjá má á nær öllu prenti sem kom frá Hólum á meðan hann réð þar ríkjum. Bara svo að því sé haldið til haga. Í liðinni viku kom nýlegt bindi úr röðinni í hendur mínar: stutt ritgerð eftir bandaríska rithöfundinn William Styron, Darkness visible eða Sýnilegt myrkur, með inngangi eftir Einar Má Guðmundsson, þýdd snoturlega af Ugga Jónssyni, með eftirmála hans og ritstjóra útgáfunnar. Arkirnar fyllir svo listi yfir Lærdómsritin. Það er sem sagt teygt á textanum í þessu litla kveri. Sýnilegt myrkur er ekki langt rit, ekki stórt að vöxtum. Það er í bland ævi- sögulegt uppgjör og krufning á því hvernig melankólía lagði að velli full- hraustan mann sem þó var veikur fyrir, laskaður af víndrykkju og með óupp- tekna bagga frá ungaaldri. Ritgerðin er merkileg og nánast skyldulesning hverjum þeim sem vill vita hvað fer í gang þegar svartagallið rís yfir mörk í líkama og sál, sveifla dagsins fer að teygja sig í hæðir sem undanfari dýfunnar sem getur sótt svo langt í svört djúp örvæntingar, og á endanum hinnar algjöru uppgjafar með lamandi þrekleysi svo að tómið gapir við. Skiptir þá litlu hvort menn leika milli póla eða fara bara niður. Þunglyndi er marktækur sjúkdóm- ur, áþreifanlegur þótt margir séu svo hressir í yfirbragði að þeir gætu drepið allt í kringum sig með sínu ofleikna falska fasi. Eru ekki allir hressir, er æpt og svo hringt í talsamband við útlönd og grenjað af einmanaleik við stelp- urnar á vaktinni. Hin markaðskennda gleðivæðing sölumannsins, eða eigum við að kalla það söluferli, er hörgul- sjúkdómur samtímans, sprottinn af ríkri þörf til yfirbreiðslu staðbundinna félagslegra vandamála sem samfélagið getur ekki tekist á við. Lífsfylling verð- ur bara að fást með neyslu, segir máttur verslunarráðanna. Þú ert hamingju- samur ef þú færð þetta. Grunngildi, djúp þekking mannsins, fær ekki rönd við reist fyrr en öll sund lokast og sálin kennir í raun að lífsfylling er annað en satt kaupæði. Styron greinir sína vegferð af skarpri sýn. Hann dregur ekkert undan í sann- færandi lýsingu sinni sem lesandinn trúir eins og nýju neti. Vísast má segja sögu hans frá allt öðrum póli; til dæmis greina sterka tilhneigingu langvinnrar áfengisneyslu, sem verður líkama hans að lokum ofviða, sem stærstu gáttina inn í það örvæntingarástand sem greip hann um síðir. Samkeppnisumhverfi bandarískra söluhöfunda hefur átt sinn þátt, þótt Styron hafi kvænst til efna. Formáli Einars Más er þekkilegur inngangur að þessu riti, aðallega um hvar pláss Styrons er í bandarískri bók- menntamannasögu. Hann er blessunar- lega laus við boðun en setur skáldið og örlög þess í víðara samhengi.  Sýnilegt myrkur Frásögn um vitfirringu William Styron Uggi Jónsson þýðir 127 bls. HÍB, 2010 38 bækur Helgin 21.-23. janúar 2011  ÍSlenSk utangarðSbörn kriStina OhlSOn heitur helgi Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík og Halldór Pétursson myndlistarmann situr á toppi barnabókalista Eymundsson þessa vikuna. Þetta er sjötta útgáfa bókarinnar frá því hún kom fyrst út árið 1976.  utangarðsbörn Kristina Ohlsson Jón Daníelsson þýddi 432 bls. JPV Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Stofnunin sem gætir hagsmuna rétthafa á verkum Arthurs Conan Doyle hefur heimilað að unglinga- bókahöfundurinn Anthony Horowitz semji nýja sögu með hinum snjalla Holmes. Anthony er þekktastur fyrir hetjusögur sínar um leynilögguna og flugumann- inn Alex Rider. Holmes er ekki eini breski spæjarinn sem lifnar við á þessu ári. Jeffrey Deaver, sem er kunnur spennusagnahöfundur bandarískur, er nú búinn að skrifa nýja sögu um 007, Carte Blanche, sem gerist í Miðausturlöndum. Þessi tíðindi berast um sama leyti og MGM hefur í gjaldþroti sínu safnað kröftum til að gera nýja mynd með Danny Craig um hinn alkóhóliseraða kvalasjúka sendimann bresku krúnunnar, Bond. -pbb Tvær hetjur snúa aftur í bókum Dauðinn endurtekinn Myrkur sálarinnar Merkilegt ævi- sögulegt upp- gjör og krufning á því hvernig melankólía lagði að velli fullhraustan mann sem þó var veikur fyrir. Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is William Styron höfundur Sýnilegt myrkur er þekktastur fyrir bókina Val Sofíu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.