Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 59

Fréttatíminn - 21.01.2011, Qupperneq 59
 leikdómur Afinn Verkið sjálft er rislítið og langt í frá frumlegt en það rennur býsna ljúft. Krúttleg sýning Á Litla sviði Borgarleik-hússins leikur Afinn lausum hala. Þar er sýndur uppistandseinleik- ur Bjarna Hauks Þórssonar með S ig - urð Sigur- jónsson í hlutverki. Í sameiningu kryfja þeir afahlutverkið líkt og þeir gerðu með föðurhlut- verkið í Pabbanum um árið – nema nú víxla þeir hlutverk- unum og Bjarni Haukur er leikstjóri. Afinn er fyrirtaks skemmt- un fyrir afa og annað fólk sem komið hefur nálægt uppeldis- störfum í víðasta skilningi þess orðs – það mátti glöggt heyra á viðbrögðum salarins á frumsýningunni. Umfjöll- unarefnið er æði skondið; fjöl- skyldu- og samlíf af ýmsu tagi, það að eldast og þroskast og takast á hendur nýtt hlutverk. Sigurður Sigurjónsson miðlar efninu af reynslu og á afar vina- legan hátt með látlausan húm- or að vopni. Það grenjuðu fáir úr hlátri en allir skelltu upp úr á einhverjum tímapunkti eða í það minnsta kímdu ítrekað. Verkið sjálft er rislítið og langt í frá frumlegt en það rennur býsna ljúft. Leitast er við að auðga frásögnina með ýmsum tólum leikhússins (tónlist, hljóði, leikmynd og ljósum) og er það faglega leyst og fallega. Verk sem þetta býður vel upp á það að þróast og „leikast“ til og ég sé vel fyrir mér að það megi taka ýmsa hluti lengra – eins og til dæmis samskipti við salinn. Í heildina litið býsna krúttleg sýning og þægileg; í lengra lagi þó en ávísun á nota- lega kvöldstund. Kristrún Heiða Hauksdóttir  Afinn Höfundur og leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson Borgarleikhúsið Sigurður Sigurjónsson miðlar efninu af reynslu og á afar vinalegan hátt með látlausan húmor að vopni. Laugardagur 22. janúar Kristjana Stefánsdóttir nemaforum/Slippsalur kl. 21 Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir flytur tregafulla dagskrá í Slippsalnum. Á dag- skránni verður blús, fönk og soul í bland við soldið af frumsömdu líka. Hljómsveitina skipa þeir Agnar Már Magnússon á píanó og hammond, Ómar Guðjónsson á gítar, Róbert Þórhalls á bassa og Halldór G. Hauksson á trommur. Aðgangur 1.500 krónur Svavar Knútur Café rósenberg kl. 22 Svavar Knútur trúbador heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Café Rósenberg. Tónleik- arnir hefjast kl. 22. stundvíslega og standa til rétt rúmlega miðnættis. Svavar mun leika lög af Ömmu og fleiri útkomnum og óútkomnum plötum sínum og annarra. Svavari til liðsinnis verður hinn ungi trúbador Daníel Jón Jónsson sem mun leika nokkur af sínum lögum í „upp- hitunarskyni“. Það er um að gera að mæta á þessa stórskemmtilegu kvöldstund. Aðgangur 1.500 kr. en kr. 1.000 fyrir náms- menn, eldri borgara og aðra sem telja sig með rökvísi og góðri dómgreind falla innan einhvers konar afsláttarramma. Sunnudagur 23. janúar Jazz í Langholti Langholtskirkja kl. 20 Jazz með Eivøru Pálsdóttur, Einari Vali Schev- ing, Kjartani Valdemarssyni, Sigurði Flosasyni og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni. Á þessum tónleikum gefst tækifæri til að heyra nýja hlið á hinni einu sönnu Eivøru er hún mætir landsliði jazzleikara okkar. Fjölbreytt dagskrá eldri og yngri jazz-standarda. Einnig verða frumflutt ný verk, sérstaklega samin fyrir tón- leikana, eftir þau Eivöru, Einar Val, Kjartan og Sigurð. Miðasala er á midi.is. Á hljómgrunnur.is er að finna að- gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. dægurmál 59Helgin 21.-23. janúar 2011 Fæst í öllum helstu matvöruverslunum. Hveitikím 23 nauðsynleg vítamín og steinefni 28% prótein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.