Fréttatíminn - 11.02.2011, Side 8
Vinsælustu
kiljurnar
Utangarðsbörn
„… spennuþrungið verk …
sagan heldur athygli lesandans
allt til enda.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið
Prjónaklúbburinn
„Frábær bók
– lestu hana núna.“
Glamour
Kiljulisti 02-08.02.11
Kiljulisti 02-08.02.11
L andsdómur kom saman í fyrsta skipti síðdegis í gær, fimmtudag, í húsakynnum Hæstaréttar. Um var að ræða undirbúningsfund en ekki eiginlegt
þinghald. Samkvæmt stjórnarskrá fer dómurinn með og
dæmir mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherr-
um út af embættisrekstri þeirra en á liðnu hausti ákvað
meirihluti Alþingis að höfða mál gegn Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir meinta vanrækslu í
starfi í aðdraganda efnahagshrunsins hér á landi.
Lög um landsdóm voru fyrst sett árið 1905 en endur-
skoðuð 1963. Í dómnum sitja 15 menn, átta kjörnir af
Alþingi, fimm hæstaréttardómarar sem hafa lengstan
starfsaldur, dómstjórinn í Reykjavík og prófessor í
stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Forseti Hæsta-
réttar er forseti landsdóms.
Alþingi kaus sína fulltrúa í landsdóm síðast 11. maí
árið 2005 en kosning átta aðalmanna og jafnmargra
varamanna er til sex ára.
Aðalmenn voru kosnir Linda Rós Michaelsdóttir
kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrverandi
alþingismaður, Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi
borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæsta-
réttarlögmaður, Fannar Jónasson viðskiptafræðingur,
Hlöðver Kjartansson hæstaréttarlögmaður, Dögg
Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður og Brynhildur Fló-
venz, dósent við lagadeild HÍ.
Varamenn voru kosnir Ástríður Grímsdóttir sýslu-
maður, Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og formaður
bankastjórnar Seðlabankans, Már Pétursson hæsta-
réttarlögmaður, Sveinbjörn Hafliðason lögfræðingur,
Björn Jóhannesson héraðsdómslögmaður, Magnús
Embættismissir, sektir eða fangelsi
L andsdómur hefur ekki verið kallaður saman
fyrr en í máli Geirs H.
Haarde þótt lög um dóminn
hafi verið sett árið 1905 og
endurskoðuð 1963. Lands-
dómi er gert að dæma í mál-
um sem falla undir lög um
ráðherraábyrgð. Ráðherra
ber ekki einungis pólitíska
ábyrgð gagnvart kjósend-
um heldur einnig lagalega
ábyrgð og getur skapað sér
refsiábyrgð ef hann brýtur
gegn stjórnskipunarlögum
landsins eða öðrum lögum.
Hið sama gildir ef hann mis-
beitir stórlega valdi sínu eða
framkvæmir nokkuð eða
veldur því að framkvæmt
sé nokkuð sem stofnar heill
ríkisins í fyrirsjáanlega
hættu.
Brot gegn þessum
lögum varða embættismissi,
sektum eða fangelsi allt
að tveimur árum og
eru dómar landsdóms
fullnaðardómar sem
verður ekki áfrýjað.
Embættismissir á augljós-
lega ekki við í tilfelli Geirs
en hann lét af ráðherraemb-
ætti snemma árs 2009. -jh
Einn dómar-
aranna við
landsdóm,
Vilhjálmur
H. Vil-
hjálmsson
hæstarétt-
arlögmaður,
mætir í hús
Hæstaréttar
í gær.
Lög um
landsdóm
voru fyrst
sett árið
1905 en
endurskoð-
uð 1963.
ráðherraábyrgð MáLið gegn geir h. haarde
Dómarar milli þrítugs og sjötugs
Dómarar við landsdóm verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
aVera milli þrítugs og sjötugs.
aVera lög- og fjárráða.
aHafa óflekkað mannorð.
aEiga heima á Íslandi.
aVera ekki alþingismenn eða starfsmenn í tjórnarráðinu.
aVera ekki skyldir öðrum dómanda í fyrsta eða annan lið.
Reynir Guðmundsson bæjar-
fulltrúi, Jónas Þór Guðmunds-
son (sem kosinn var 30. nóvember
2009) og Sigrún Benediktsdóttir
lögmaður.
Þeir fimm hæstaréttardómarar
sem lengstan starfsaldur hafa
eru Árni Kolbeinsson, Garðar
Gíslason, Gunnlaugur Claessen,
Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti
Hæstaréttar – og þar með lands-
dóms, og Markús Sigurbjörnsson.
Árni víkur sæti og tekur Viðar Már
Matthíasson sæti í dómnum í hans
stað. Aðrir hæstaréttardómarar með
lengri starfsaldur en Viðar Már lýstu
yfir vanhæfi.
Dómstjórinn í Reykjavík er Helgi
I. Jónsson. Björg Thorarensen,
prófessor í stjórnskipunarrétti, tekur
ekki sæti í landsdómi. Hennar sæti
tekur Benedikt Bogason, dósent við
lagadeild HÍ. Dögg Pálsdóttir hefur
greint frá því í bréfi að hún hafi setið
sem varamaður Geirs H. Haarde á
þingi og víkur því sæti. Við tekur
Ástríður Grímsdóttir sýslumaður.
Þá er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
vanhæf vegna aldurs. Magnús Reynir
Guðmundsson tekur hennar sæti
en varamenn á undan honum lýstu
yfir vanhæfi, þau Lára V. Júlíusdóttir
vegna persónulegra tengsla við Geir
og Sveinbjörn Hafliðason vegna
aldurs, að sögn Þorsteins A. Jóns-
sonar, ritara landsdóms.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Garðar
Gíslason
hæstaréttar-
dómari.
Gunnlaugur
Claessen
hæstaréttar-
dómari.
Markús
Sigurbjörnsson
hæstaréttar-
dómari.
Ingibjörg
Benediktsdóttir
hæstaréttar-
dómari og forseti
landsdóms.
Viðar Már
Matthíasson
hæstaréttar-
dómari.
Linda Rós
Mikaelsdóttir
kennari, valin af
Alþingi af hálfu
A-lista þáverandi
stjórnarflokka,
Sjálfstæðisflokks
og Framsóknar-
flokks.
Sigrún
Magnúsdóttir,
fyrrverandi
borgarfulltrúi,
valin af Alþingi
fyrir hönd A-lista.
Fannar
Jónsson
viðskiptafræð-
ingur, valinn af
Alþingi fyrir hönd
A-lista.
Hlöðver
Kjartansson
hæstaréttarlög-
maður, valinn af
Alþingi fyrir hönd
B-lista.
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson hæsta-
réttarlögmaður, valinn
af Alþingi fyrir hönd
B-lista, þáverandi
stjórnarandstöðu-
flokka, Samfylkingar,
Vinstri grænna og
Frjálslynda flokksins.
Brynhildur
Flóvenz
dósent við
lagadeild HÍ, valin
af Alþingi, valin af
hálfu B-lista.
Magnús Reynir
Guðmundsson
fyrrverandi bæjar-
fulltrúi, valinn af
Alþingi af hálfu
B-lista.
Ástríður
Grímsdóttir
sýslumaður, valin
af Alþingi af hálfu
A-lista.
Helgi I.
Jónsson
dómstjóri í
Reykjavík.
Benedikt
Bogason
dósent við
lagadeild HÍ.
Landsdómur kom
saman í fyrsta sinn
Fimmtán menn sitja í dómnum en Alþingi kýs átta þeirra. Fimm hæstaréttardómarar sitja einnig í dómnum.
Landsdóm skipa 15 dómarar
Lj
ós
m
yn
d
H
ar
i
8 fréttir Helgin 11.-13. febrúar 2011