Fréttatíminn - 11.02.2011, Blaðsíða 10
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s
Pantaðu tíma í
heyrnarmælingu í síma
568 6880
og prófaðu Acto
Það er ástæðulaust að láta heyrnarskerðingu koma í veg fyrir að þú getir
notið þess besta í lífinu - að eiga samskipti við ættingja, vini og
samstarfsfólk í hvaða aðstæðum sem er.
Acto frá Oticon eru nýjustu heyrnartækin í milliverðflokki. Acto
heyrnartækin búa yfir þráðlausri tækni og endurbættri örtölvutækni
sem gerir þér kleift að heyra skýrar í öllum aðstæðum.
Acto eru falleg, nett og nærri ósýnileg á bak við eyra.
Ómótstæðileg heyrnartæki!
8,4
milljarða vöru-
skiptajöfnuður
Í janúar 2011
Hagstofan
Umferð markvisst átak
Óhöppum hjá Strætó hefur fækkað um helming
Óhöpp í umferðinni þar sem strætis-
vagnar Strætó bs. áttu í hlut voru færri
á síðasta ári en þau hafa verið frá því
farið var að vinna markvisst að því að
fækka þeim. Á fimm ára tímabili, frá
2006 til 2010, fækkaði óhöppum um
nærri helming á ársgrundvelli, eða
um 48%, að því er fram kemur á síðu
Strætó. Óhöpp hjá Strætó voru þannig
að jafnaði liðlega 25 á mánuði árið
2006 en voru komin niður í um 13 á
mánuði að jafnaði á síðasta ári.
„Sérstakt forvarnarverkefni Strætó
í samstarfi við VÍS hefur gegnt lykil-
hlutverki í þeim árangri sem náðst
hefur, auk þess sem sveitarfélög
hafa brugðist vel við þegar Strætó
hefur vakið athygli á áhættuþáttum í
skipulagi gatna og nánasta umhverfis.
Þá hafa strætisvagnabílstjórar tekið
virkan þátt í forvarnarstarfinu og eiga
eins og gefur að skilja stóran þátt í
því hversu vel hefur tekist að fækka
óhöppum í akstri.
Forvarnarverkefni Strætó og VÍS
hófst í byrjun árs 2008 en árið 2006
hóf Strætó markvisst að skrá óhöpp
og leita leiða til að fækka þeim. Mark-
mið verkefnisins er að fækka óhöppum
í akstri Strætó og stuðla að auknu
öryggi vegfarenda. Óhætt er að segja
að vel hafi tekist til, því árið 2006 voru
óhöppin 304, árið eftir fækkaði þeim
lítillega, niður í 297, en eftir að for-
varnarverkefni Strætó og VÍS hófst
hafa stökkin verið stór,“ segir á síðunni
en árið 2008 voru óhöpp í akstri Strætó
268, árið 2009 hafði þeim fækkað í 197
og á síðasta ári voru þau 157.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Óhöpp hjá strætó voru að jafnaði 25 á mánuði árið 2006 en 13 á liðnu ári.
Strætóbílstjórar hafa
tekið virkan þátt í
forvarnarstarfinu.
GUll Ónotaðir eða Ónýtir skartGripir bræddir
k reppan og hátt gullverð hefur orðið til þess að margir draga upp ónotaða eða ónýta gull-
skartgripi og selja til bræðslu. „Við
höfum keypt gull undanfarin fjöru-
tíu ár en það hefur verið meira um
slíkt undanfarið eða alveg frá hruni,“
segir Hákon Jónsson, framkvæmda-
stjóri hjá skartgripaverslun Jóns og
Óskars á Laugavegi. Verslunin hefur
auglýst að hún kaupi gull til að smíða
úr og með því sparist gjaldeyrir. „Það
gerðist tvennt við hrunið; gengið féll
og gullverð hækkaði í dollurum talið.
Fólk fær því miklu meira fyrir gull
en áður,“ segir Hákon. Fyrir gramm
af hreinu gulli, þ.e. 24 karata, fást
um fimm þúsund krónur. „Við tökum
á móti fólki á hverjum degi,“ segir
hann.
Fyrir blandað gull, t.d. 14 karata,
er borgað fyrir það hlutfall að frá-
dregnum ákveðnum afföllum því
gullið þarf að hreinsa svo hægt sé
að nota það. Hákon segir fólk mest
koma með ónýta skartgripi sem það
hefur átt ofan í skúffu, úr sér gengn-
ar keðjur eða annað sem það vill ekki
eiga. Meðal þess geta verið gamlir
giftingar- eða trúlofunarhringar sem
ekki hafa tilfinningagildi lengur, t.d.
vegna skilnaðar. Hákon segir að fyr-
ir fimm gramma giftingarhring úr
blönduðu gulli geti fengist um tíu
þúsund krónur.
„Við hreinsum gullið, sendum það
sem þarf utan til bræðslu, og fáum
það svo aftur og smíðum úr því,“
segir Hákon. Vinna þarf aukamálma,
silfur og kopar, úr gullinu. Hann seg-
ir að ef fólk komi með skartgripi sem
séu meira virði en nemi bræðsluvirði
sé því bent á það. „Sumir hætta þá
við en aðrir kæra sig ekki um að eiga
gripina og selja,“ segir hann. Hákon
segir þó að ekki sé markaður hér-
lendis fyrir notaða skartgripi í endur-
sölu.
Magnús Steinþórsson, gullsmíða-
meistari í Pósthússtræti 13, hefur
keypt gull, gullpeninga og gull-
skartgripi. Hann segir að heldur hafi
hægst um en mikið framboð hafi ver-
ið af gulli eftir hrunið. „Ég hef keypt
mest af skemmdum skartgripum
sem fólk er hætt að nota. Þetta hef-
ur legið í skúffum hjá fólki. Það gat
ekki losað sig við slíkt áður fyrr þar
sem enginn markaður var fyrir gull,“
segir Magnús. Hann borgar nálægt
heimsmarkaðsverði fyrir eðalmálm-
inn en taka þarf tillit til kostnaðar þar
sem bræða þarf gullið og setja það í
stangir. Magnús bræðir hér heima.
„Það gull sem ég kaupi með þess-
um hætti dugar til framleiðslunnar
hjá mér. Fyrir bragðið þarf ég ekki
að flytja inn gull fyrir erlendan gjald-
eyri,“ segir Magnús sem býður úrval
skartgripa sem hann hefur smíðað
úr þeim gripum sem misst höfðu
nota- og tilfinningagildið.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Innlent gull dugar til
skartgripaframleiðslunnar
Gengið féll og gullverð hækkaði í dollurum. landsmenn hafa frá hruni kíkt í gamlar hirslur, láta
bræða og spara dýrmætan gjaldeyri.
magnús steinþórsson gullsmíðameistari. Hann þarf ekki lengur að flytja inn gull
til smíðanna. Gamalt gull sem hann kaupir hérlendis dugar til framleiðslunnar. Hið
sama á við hjá jóni og Óskari.
sókn í leiguhúsnæði
alls var 884 leigusamningum um íbúðar-
húsnæði þinglýst hér á landi í janúar.
Þetta eru nokkuð færri leigusamningar
en þinglýst var í janúar í fyrra þegar
þeir voru 935, sem og í janúar árið 2009
þegar þeir voru 919. Engu að síður má
segja að enn sé töluverð sókn í leigu-
húsnæði líkt og verið hefur síðastliðin
tvö ár í kjölfar efnahagsþrenginganna
og erfiðrar stöðu á fasteignamarkaði,
segir Greining Íslandsbanka sem vitnar
til talna Þjóðskár Íslands. auk þess virðist
umfang leigumarkaðar hafa náð einhvers
konar jafnvægi, sem má t.d. sjá á því að
litlar breytingar hafa orðið á 12 mánaða
meðaltali yfir fjölda leigusamninga síðustu
misseri. Þetta, segir Greiningin, getur þýtt
að ákveðin eðlisbreyting hafi átt sér stað
á markaðnum með íbúðarhúsnæði þannig
að eðlilegra þyki nú en áður að leigja í stað
þess að festa kaup á eigin íbúð. -jh
Hrein eign lífeyrissjóða
1.920 milljarðar
Hrein eign lífeyrissjóða var 1.920,2
milljarðar króna í lok desember en seðla-
bankinn hefur birt efnahagsyfirlit lífeyris-
sjóðanna. Eign lífeyrissjóðanna hækkaði
um 26,9 milljarða í mánuðinum. innlend
verðbréfaeign hækkaði um 43,4 milljarða
króna og nam rúmlega 1.352 milljörðum í
lok mánaðarins. Hækkunina má að mestu
leyti rekja til aukningar á eign lífeyrissjóða
á íbúðabréfum. Hrein eign sjóðanna jókst
um tæplega 6% að raungildi í fyrra. Ætla
má að ríflega þriðjungur þeirrar aukningar
sé tilkominn vegna innflæðis í sjóðina og
því áhöld um hvort raunávöxtun eigna
hluta þeirra hafi náð 3,5% trygginga-
fræðilega viðmiðinu sem notað er við mat
á framtíðareignum og skuldbindingum
þeirra, segir Greining Íslandsbanka en hún
áætlar þó að raunávöxtun eigna sjóðanna
hafi numið um 4% á árinu. -jh
Útflutningur í janúar nam 43,5 milljörðum króna
og minnkaði um ríflega 6 milljarða króna frá
desember 2010, að því er Hagstofan greinir frá. Í
mánuðinum voru fluttar inn vörur fyrir 35 millj-
arða króna, sem var lítilsháttar samdráttur frá
desembermánuði. Afgangur á vöruskiptum var því
rúmlega 8,4 milljarðar króna í mánuðinum. Sam-
setning innflutningsins breyttist hins vegar tölu-
vert milli mánaða, þar sem talsverð aukning varð
á innflutningi hrá- og rekstrarvara auk þess sem
innflutningur fjárfestingarvara var sá mesti frá því
fyrir hrun, tæplega 9,7 milljarðar króna. -jh
Mesti innflutningur fjárfestingarvara frá hruni
10 fréttir Helgin 11.-13. febrúar 2011