Fréttatíminn - 11.02.2011, Síða 16
N
afn Amy Chua hefur
farið eins og eldur í
sinu um barnalands-
síður Bandaríkjanna,
eftir að bókin hennar
„Baráttusöngur tígrismömmunnar“
kom út. Þar tíundar Chua reglurnar
sem hún sjálf hefur fylgt í uppeldi
dætra sinna. Markmið hennar, fyr-
ir hönd dætranna, er að þær skari
fram úr og séu ávallt efstar í bekkn-
um. Krafan um að dæturnar geri
sitt besta er ófrávíkjanleg. Meira
að segja afmæliskortið sem dótt-
irin Lulu teiknaði handa mömmu
sinni þótti Chua ófullnægjandi.
„Þetta vil ég ekki sjá,“ sagði Chua
við dóttur sína og krafðist þess að
Lulu teiknaði nýtt kort og vandaði
sig þá meira.
Námsárangur ofar öllu
Í stuttu máli snúast uppeldisaðferðir
Chua um að skemmtun sem ekki
skilar beinum framförum í náms-
árangri er ekki leyfð. Dæturnar
Sophia og Lulu, sem nú eru 18 og
15 ára, hafa ekki mátt fá vini í heim-
sókn, tekið þátt í skólaleikritum eða
fengið að gista hjá vinkonum sínum.
Það þarf vart að taka það fram að
tölvuleikir og sjónvarpsgláp eru
bannorð. Eina tómstundaiðjan sem
stúlkunum hefur staðið til boða –
eða öllu heldur verið uppálag — er
tónlistarnám á píanó eða fiðlu. Þar
gildir sami járnaginn og ekki eins-
dæmi að píanóæfingar nái sex tím-
um á dag.
Um árangurinn þarf enginn að
efast. Dætur Chua eru fyrirmyndar-
námsmenn og Sophia er í fremsta
f lokki hljóðfæraleikara á sínum
aldri. Mörgum Bandaríkjamönn-
um hefur hins vegar blöskrað hvað
Chua er til í að leggja á dætur sínar
til að þvinga þær í fremstu röð.
Bandarísk linkind, kínversk
harka
Amy er sjálf hneyksluð á vestrænum
foreldrum, sem eru að hennar mati
allt of eftirlátssamir. Í heimi þar
sem aðeins þeir bestu ná árangri er
sjálfsagi og elja besta veganestið —
og þetta læra börnin ekki af sjálfu
sér. „Kínverskir foreldrar skilja
hins vegar að ekkert er skemmti-
legt fyrr en maður er góður í því,“
skrifar hún. „Til þess að verða góð-
ur í einhverju þarf maður að æfa sig
en börn hafa ekki sjálf löngun til að
æfa sig. Þess vegna er lykilatriði að
leyfa þeim ekki að ráða.“
Eiginmaður Amy og faðir stúlkn-
anna, bandaríski gyðingurinn Jed,
er í bókinni nokkurs konar hold-
gervingur vestrænna viðhorfa.
Hann biður börnunum vægðar und-
an þindarlausum píanóæfingum og
hörkulegum tóni móðurinnar en
lýtur oftast í lægra haldi. Í þessari
sjálfsævisögulegu úttekt á móður-
hlutverkinu hvikar Amy hvergi í
gallharðri trúnni á réttmæti eigin
aðferða.
Minnimáttarkennd?
Bókin situr nú í öðru sæti met-
sölulista New York Times og hin
stranga Amy Chua er á milli tann-
anna á Bandaríkjamönnum. Margir
eru rasandi reiðir en aðrir hrífast
af hreinskilinni frásögninni. Tígris-
mamman er umræðuefni sem fólk
hikar ekki við að hafa sterkar skoð-
anir á og Amy segist hafa fengið orð-
ljót skilaboð og jafnvel morðhótan-
ir frá reiðum lesendum. Fjölmiðlar
hafa jafnvel reifað að múgæsingin
sé til marks um minnimáttarkennd
Bandaríkjamanna gagnvart upp-
gangi Asíulandsins. Grunnskóla-
nemendur í Shanghai náðu fyrsta
sæti í PISA rannsókninni fyrir jól
en bandarískir jafnaldrar þeirra
sátu í 17. sæti að meðaltali og náðu
ekki nema 31. sæti í stærðfræði.
Kínverskir nemendur í Bandaríkj-
unum hafa einnig orð á sér fyrir að
ná góðum árangri.
Ekki þess virði
Velgengni Kínverja á sér ofurein-
faldar skýringar. Þetta kemur allt
fram í bók tígrismömmunnar: meiri
heimavinna, lengri píanóæfingar,
aukin einbeiting og metnaður — en
um leið minni leikur. Leiðin er greið
og vel vörðuð en þorri vestrænna
foreldra kýs meðvitað að fara hana
ekki. Ef járnagi og þrotlaus vinna er
það sem þarf til að vestrænu börnin
standi jafnfætis tígrisungunum kín-
versku, þá finnst foreldrunum topp-
árangur ekki vera erfiðisins virði.
Þeir neita að takmarka valkosti
barnanna, leiktíma og áhugamál.
„Vestrænir foreldrar hafa miklar
áhyggjur af sjálfstrausti barnanna
sinna,“ skrifar Amy um muninn á
menningarheimunum. „Þeim er
mjög annt um að leyfa börnunum að
þróa sinn eigin persónuleika, eltast
við ástríður sínar og það sem þau
langar til að gera. ... Kínverskir for-
eldrar telja hins vegar að besta leið-
in til að hlúa að börnunum sínum sé
að búa þau hæfileikum, vinnusemi
og sjálfstrausti.“
Ættgengur agi
Amy var sjálf alin upp af mjög
ströngum kínverskum foreldrum.
Hún segir að járnaginn hafi gert
henni kleift að ná þeim frama sem
hún vildi; hún er núna kennari við
lagadeildina í Yale-háskóla. Nú þeg-
ar stúlkurnar nálgast fullorðinsárin
segist Amy hins vegar vera farin að
slaka á klónni og segir að dæturnar
megi velja sér hvaða starfsframa
sem er, svo lengi sem þær sýni
metnað og eljusemi í því sem þær
taka sér fyrir hendur.
Sophia og Lulu hafa tekið upp
hanskann fyrir móður sína í fjöl-
miðlum vestra og segjast sjálfar
munu beita svipuðum uppeldisað-
ferðum, — þó þær muni líklega veita
börnum sínum meiri tíma með vin-
unum. Lulu segir meira að segja að
henni finnist viðbrögð móður sinn-
ar við afmæliskortinu réttlætanleg.
„Það var bara svo einfalt að kortið
var lélegt og ég var tekin á beinið
fyrir það“, skrifar Lulu í New York
Post. „Ef ég hefði gert mitt besta
þá hefði [mamma] aldrei brugðist
svona við.“
Tígrismamman
kínverska og
bandarískir
óþekktarangar
Börn eru sterk
Amy Chua gagnrýnir banda-
ríska foreldra meðal annars
fyrir að ofvernda börnin sín.
Hún segir mikilvægt að líta
á börn sem sterka einstak-
linga sem geti tekist á við
erfiðleika.
Hara Estroff Marano, höf-
undur bókarinnar „Aum-
ingjaþjóðin“ (e. A nation of
wimps), skrifar í sálfræði-
tímaritið Psychology Today
að bandarískir foreldrar
gangi of langt í að vernda
börn sín fyrir óþægindum og
áföllum. „Börn sem fá vart
að takast á við áskoranir upp
á eigin spýtur skortir hæfi-
leikann til að finna lausnir á
alvanalegum áskorunum síð-
ar í lífinu. Þetta veldur því að
þau forðast að taka áhættu
og eru berskjaldaðri fyrir
kvíða og öðrum sálfræðileg-
um veikleikum.“
Endurtekningar eru af
hinu góða
Þegar Sophia varð önnur í
hraðakeppni í margföldun í
skólanum (slakur árangur,
að mati tígrismömmunnar)
lét Amy dóttur sína æfa sig á
hverju kvöldi í heila viku; tók
tímann með skeiðklukku og
spurði hana út úr.
Endurteknar æfingar og
aftur æfingar eru lykillinn
að framúrskarandi árangri
en mikilvægi endurtekninga
er vanmetið í Bandaríkjun-
um,“ segir Daniel Willing-
ham, prófessor í sálfræði við
Virginíuháskóla í samtali við
bandaríska tímaritið Time.
Við það að endurtaka sömu
æfinguna aftur og aftur fer
heilinn að geta klárað verk-
efnið sjálfvirkt og áreynslu-
laust, segir Willingham, og
bætir við að þetta auki færni
heilans til að takast á við
önnur og flóknari verkefni.
Hól í óhófi
Tígrismömmunni Chua er
meinilla við þegar banda-
rískir foreldrar hlaða börnin
sín óverðskulduðu hrósi, fyr-
ir árangur sem henni þykir
miðlungsgóður eða lakari.
Carol Dweck, sálfræðipró-
fessor við Stanford-háskóla,
segir að það sé einnig eðlis-
munur á hrósi bandarískra
og asískra foreldra. Þeir
bandarísku hrósi gjarnan
fyrir gáfur, segi eitthvað eins
og: „þú ert svo klár í stærð-
fræði“ en asískir foreldrar
hrósi frekar fyrir vinnusemi.
Rannsóknir Dweck sýna
að hrós fyrir vinnusemi sé
líklegra til að hvetja börn
til dáða. Börn sem fengu
hrós fyrir gáfur í rannsókn
Dweck, tókust mun síður á
við ný og erfiðari verkefni.
„Þau vildu ekki taka áhætt-
una á að afhjúpa eigin veik-
leika,“ segir Dweck í samtali
við Time.
Niðurrifsuppeldi
Flestum fræðimönnum ber
þó saman um að hótanir og
uppnefni, sem Chua notar
markvisst til að ýta dætrum
sínum áfram, sé skaðlegt
bæði fyrir þroska barnsins
og fyrir samband foreldra og
barns. Þá eru skiptar skoð-
anir um ofuráherslu á vinnu,
á kostnað leiktíma. David
Elkind, prófessor í þroska-
sálfræði við Tufts-háskóla,
skrifar að börn þurfi frjálsan
leiktíma til að þroska félags-
vitund sína. Í grein í New
York Times skrifar hann
að ein af höfuðástæðum
þess hve einelti hafi aukist á
undanförnum árum sé sú að
börn hafi ekki svigrúm eins
og áður til að læra á lífið og
mannleg samskipti í frjáls-
um leik.
Er ofuragi of mikill agi?
Mörgum blöskra uppeldisaðferðir Amy Chua en rannsóknir í uppeldisfræðum skjóta stoðum undir margt í kenningum hennar.
Amy Chua Höfundur hinnar
umdeildu bókar Baráttusöngur
tígrismömmunnar.
Hin kínverskættaða Amy Chua náði forsíðu Time fréttaskýringa-
tímaritsins aðeins rúmri viku eftir að bók hennar um hörkulegar
uppeldisaðferðir kom út í Bandaríkjunum í janúar. Þar sakar hún
bandaríska foreldra um linkind og segist sjálf ekki sætta sig við
annað en toppárangur frá dætrum sínum.
Vestrænt uppeldi í Kína Ólíkt Amy Chua hrífast æ fleiri foreldrar í Kína af
vestrænum gildum og aðhyllast frjálslyndari og eftirlátssamari uppeldisaðferðir.
Bestu nemendurnir Grunnskólanem-
endur í Shanghai í Kína stóðu sig best
í PISA-rannsókninni á námsárangri í
fyrra. Það verður þó að hafa í huga að
námsárangur í stórborginni Shanghai
gefur fegraða mynd af meðalframmi-
stöðu kínverskra skólabarna á landsvísu.
Lj
ós
m
yn
di
r/
N
or
di
c
Ph
ot
os
/G
et
ty
Im
ag
es
16 úttekt Helgin 11.-13. febrúar 2011