Fréttatíminn - 11.02.2011, Síða 18
Allt er uppi
á borðinu
og ekkert
öðru líklegra
á þessari
stundu.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
45
32
9
Endurbótum er nú lokið á Vínbúðinni Skeifunni og við
bjóðum ykkur velkomin í nýja og glæsilega búð.
vinbudin.is
Höfum opnað nýja
og betri Vínbúð
í Skeifunni
F
jórar leiðir eru
ræddar í þeirri nefnd
sem falið var að gera
tillögur um við
brögð stjórnvalda
eftir að Hæstiréttur ógilti stjórn
lagaþingskosninguna. Ágúst
Geir Ágústsson, skrifstofustjóri
í forsætisráðuneytinu, er formað
ur nefndarinnar. Hann segir að í
fyrsta lagi ræði nefndin uppkosn
ingu með sömu frambjóðendum,
í öðru lagi nýja kosningu með
nýjum framboðum, í þriðja lagi
að Alþingi kjósi þá 25 sem kosnir
voru til stjórnlagaþingsins í
nóvemberlok og fjórða leiðin sem
er rædd er endurtalning með
svipuðum hætti og fram kemur í
varatillögu Gísla Tryggvasonar
en hann hefur farið fram á endur
upptöku ákvörðunar Hæstaréttar
þar sem aðaltillaga er að kosn
ingin verði talin gild þrátt fyrir
formgalla við framkvæmd. Gísli
er einn þeirra sem kosnir voru á
stjórn lagaþingið.
Ágúst Geir segir allt uppi á
borðum í nefndinni, ekkert sé
öðru líklegra á þessari stundu
en nefndin hefur stuttan tíma, til
15. febrúar, til að gera tillögu um
hvaða leið skuli fara. Í framhaldi
þess yrði frumvarp lagt fyrir
Alþingi.
Hvað varðar leið eitt, þ.e. upp
kosningu með sömu frambjóð
endum, yrðu gerðar lágmarks
breytingar á lögunum með tilliti
til þeirra athugasemda sem
Hæstiréttur gerði en engu öðru
breytt. „Það er sú leið sem er
eðlilegust frá lagalegum sjónar
miðum. Ef þetta væru stjórnar
skrárbundnar og lögskyldar
kosningar væri þetta leiðin,“
segir Ágúst Geir en bendir jafn
framt á að þar sem um ráðgef
andi stjórnlagaþing sé að ræða
og ekki skylt að halda það nema
löggjafinn ákveði svo, veiti það
stjórnvöldum og Alþingi meira
svigrúm til að meta hvernig
bregðast eigi við niðurstöðu
Hæstaréttar.
Þess vegna séu menn að skoða
aðrar leiðir, m.a. endurskoðun
á öllum pakkanum þar sem
málið yrði tekið upp frá grunni.
Ný kosning færi þá fram með
nýjum framboðum. „Þá opnast
miklu víðtækari möguleikar
fyrir stjórnvöld til að endurskoða
lögin, bæði fyrirkomulag stjór
nlagaþings og aðferðafræðina
sem notuð var til að framkvæma
kosninguna,“ segir Ágúst Geir.
Í þriðja lagi kemur til greina
að Alþingi kjósi hreinlega þá 25
menn sem hlutu kosningu til
stjórnlagaþingsins. „Það yrði að
byggja á þeirri forsendu að það
væri mat Alþingis, þrátt fyrir
þá annmarka sem Hæstiréttur
telur að hafi verið á framkvæmd
kosningarinnar, að lýðræðislegt
umboð þeirra fulltrúa sem náðu
kosningu sé í raun ekki dregið í
efa með gildum rökum því ann
markarnir lúti að formsatriðum.
Mat Alþingis sé því að umboðið
hafi að þessu leyti ekki verið
skert,“ segir Ágúst Geir. Hann
segir að skýrt yrði að koma fram
í slíkri ákvörðun af hálfu Alþing
is að með þessu væri á engan
hátt verið að vefengja niðurstöðu
Hæstaréttar enda yrði tekið tillit
til hennar við kosningar framveg
is. „Þarna skiptir enn á ný höfuð
máli að að þetta er ráðgefandi
stjórnlagaþing sem Alþingi hefur
í raun á forræði sínu. Ella væri
ekki verið að tala um aðrar leiðir.
Við værum bara að tala um upp
kosningu,“ segir Ágúst Geir.
Fjórða leiðin hefur síðan komið
til umræðu í nefndinni. Í henni
felst að löggjafinn geti ákveðið
endurtalningu og látið þar við
sitja. „Það yrði þá með sama rök
stuðningi og kemur fram í endur
upptökubeiðninni; að mögulegt
sé að eyða báðum þeim annmörk
um sem Alþingi taldi að væru
verulegir,“ segir Ágúst Geir.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Ágúst Geir Ágústsson
nefndarformaður,
skrifstofustjóri í for-
sætisráðuneytinu.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i.
Nefnd ræðir fjóra möguleika
Uppkosning með sömu frambjóðendum, ný kosning frá grunni, 25-menningarnir kosnir af Alþingi eða að löggjafinn ákveði endurtalningu þar sem
eytt sé þeim annmörkum sem Hæstiréttur taldi verulega.
18 úttekt Helgin 11.-13. febrúar 2011