Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Side 28

Fréttatíminn - 11.02.2011, Side 28
bjóða vissulega upp á skemmtilega möguleika fyrir ádeilu og þegar vel tekst til er vitglóran í myndunum öllu meiri en í ófétunum sjálfum. Gott dæmi um þetta er atriði í Dawn of the Dead, sem Romero gerði árið 1978, í kjölfar The Night of the Living Dead. Þar leita eftirlifendur skjóls í verslunarmiðstöð en þangað hóp- ast uppvakningarnir og umkringja miðstöðina. Persónurnar velta fyrir sér hvernig í veröld- inni skrímslin fundu þær þar til ein bend- ir á það augljósa: „Þau eru við.“ Hvert fer heiladautt fólk í stórum hópum? Jú, í Kringluna og Smára- lind. Frank Darabont lagar mynda- söguna um The Walking Dead að sjónvarpinu og hann heldur sig við lausn Kirkmans og heldur spennu í þáttunum með því að leggja áherslu á persónurnar, sálarlíf þeirra og inn- byrðs átök frekar en skyni skroppna ógnina sem fylgir uppvakningun- um. Þessi lausn er þrautreynd og hef- ur virkað vel. Hinir lifandi dauðu eru því meira til skrauts og leggja til hrylling og spennu en eru ann- ars aukaatriði og frekar er horft til þess að venjulegt fólk getur breyst í skrímsli, sem eru verri og hættu- legri en uppvakningarnir, þegar samfélagið hrynur. Það sem af er þáttaröðinni The Walking Dead er ekkert sem bendir til annars en að þeir séu komnir til að vera og Darabont og félögum hafi tekist að þróa spennandi og áhuga- verða sögu þrátt fyrir annmarka uppvakninganna. Hér standa heldur engir aukvisar að málum. Darabont er með þrjár óskars- verðlaunatilnefningar í vasanum og segja má að hann hafi sérhæft sig í gerð bíómynda sem byggjast á verkum hrollvekjumeistarans Stephens King með frábærum ár- angri í The Shawshank Redemtion og The Green Mile en þriðja myndin, The Mist, sem er sú eina sem getur talist hryllingsmynd, var öllu síðri. Einn framleiðenda þáttanna er svo hin grjótharða Gale Ann Hurd sem hefur framleitt fjöldann allan af sígildum stórmyndum, þar á meðal The Terminator. The Walking Dead hefst á því að lögreglumaðurinn Rick Gri- mes vaknar úr dái eftir skotárás á mannlausu sjúkrahúsi. Hann áttar sig fljótt á því að eitthvað mikið er að. Fjölskylda hans er horfin og það fólk sem þvælist um göturnar er í meira lagi dularfullt. Eftir að hann áttar sig á því hvernig landið liggur hefur hann leit að eiginkonu sinni og syni um leið og hann leiðir lítinn hóp eftirlifenda sem setja stefnuna á nýlendu fólks sem hefur sloppið við uppvakningabit. Söguþráðurinn ætti því að vera flestum sem þekkja til uppvakningamynda kunnuglegur en úrvinnsla Darabonts svíkur ekki. Þættirnir eru í kvikmyndagæðum og gefa hryllingi í myrkum bíósal ekkert eftir. The Walking Dead hefja göngu sína á Skjá einum á sunnudags- kvöld. 28 Days Later Árið 2002 kom sá mæti leikstjóri Danny Boyle (127 Hours, Slumdog Millionare, Trainspotting) með þennan frábær breska uppvakningahroll. Myndin byrjar nánast nákvæmlega eins og The Walking Dead en í London vaknar ungur maður á spítala og heldur að hann sé Palli sem var einn í heim- inum þangað til hann rekst á veirusjúka uppvakninga sem hafa mikinn áhuga á að gæða sér á honum. Þeir örfáu sem sleppa við sýkingu berjast vonlítilli baráttu fyrir lífi sínu og þrátt fyrir áhersluna á blóðsúthellingar og líkamlegan viðbjóð finnur Danny Boyle, rétt eins og Romero í uppvakningamyndunum, samt pláss fyrir tilfinningar persónanna og vangaveltur um eðli mannsins sem þarf auðvitað, frekar en fyrri daginn, ekkert endilega á veirusýkingu að halda til þess að breytast í skepnu og brytja náungann í spað. Vinsældum myndarinnar var fylgt eftir með 28 Weeks Later og vonin um að 28 Months Later dúkki upp lifir enn. Ekki alveg einn í heim- inum. Betra að svo væri. T he Walking Dead byggjast á sam- nefndum myndasögum eftir Ro- bert Kirkman sem vinnur með sígildan uppvakningasöguþráð enda varla hægt að vera endalaust að finna upp hjólið þegar heiladauðar mannætur eru annars vegar. Kirkman heldur sig á þeirri kunnuglegu slóð sem leikstjórinn George A. Romero markaði með zombie-mynd sinni, The Night of the Living Dead árið 1968. Uppvakningarnir eru lifandi dauðir, illa lykt- andi, rotnandi ógeðsleg óféti í mannsmynd sem eigra baulandi um með það eina takmark að rífa í sig hold og blóð lifenda. Einir og sér eru þeir vanmáttugir aular – hálfgert drasl og hlaup- kenndur massi sem auðvelt er að stúta – en afl þeirra og ógn liggur í fjöldanum og fólk má sín ekki mikils gegn herskara hálvita sem sjá það ekki fyrir sér sem neitt annað en næsta aðal- rétt. Zombíurnar eiga það þó sameiginlegt með vampírunum að heiladoði þeirra og fíkn í ferskt mannakjöt smitast við bit þannig að þeim fjölg- ar ansi hreint ört þegar þær eru á annað borð komnar af stað. Zombíur eru fjótt á litið býsna ólíklegar til að geta haldið uppi fjörinu miklu lengur en í 90 mínútna hryllingsmyndum þar sem þær eru ger- sneyddar öllum þeim sjarma, kynþokka og til- vistarlegu angist sem til dæmis blóðsugurnar búa yfir. Romero tókst að gera uppvakninga- myndir sínar áhugaverðar með því að blanda samfélagsádeilu saman við þykkan graut inn- yfla, blóðs og tætts holds sem zombíurnar veltu sér upp úr. Þegar uppvakningaplágan fer á kreik hrynur samfélagsgerðin og siðferðinu hnignar þegar hver er næstur sjálfum sér þannig að þær –einfalt og ódýrt Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is TILBOÐ MÁNAÐARINS GALIEVE Cool mint mixtúra, 300 ml 1.665 kr. Cool mint skot, 24x10 ml 2.040 kr. Tuggutöflur, 48 stk. 1.559 kr. Tuggutöflur, 24 stk. 829 kr. TILBOÐIÐ GILDIR ÚT FEBRÚAR Nokkrar uppvakninga- myndir Braindead Peter Jackson Jennifer’s Body Karyn Kusama Planet Terror Robert Rodriguez Resident Evil Paul W.S. Anderson Zombie Strippers Jay Lee Poultrygeist: Night of the Chicken Dead Lloyd Kaufman Myndasögunni The Walking Dead hefur verið snarað yfir í sjónvarpsþætti af einvala liði kvik- myndagerðarfólks. The Night of the Living Dead Leikstjórinn George A. Romero er óumdeildur konungur uppvakninganna og nafn hans er tengt zombíum órjúfan- legum böndum. Hann reið á vaðið árið 1968 með Night of the Living Dead og fylgdi þeim eftir með Dawn of the Dead (1978) og Day of the Dead (1985). The Night of the Living Dead var tímamótamynd og með henni gerði Romero uppvakningana að sínum. Ósköpin byrja þegar bandarískt geimfar kemur til baka frá Venus og ber með sér geislavirkni sem hefur þau áhrif að hinir dauðu rísa úr gröfum sínum. Myndin var gerð fyrir lítinn pening en læsti helgreipum um áhorfendur enda krafturinn mikill hjá Romero. Myndin er fyrir löngu orðin sígild og heldur styrk sínum enn þann dag í dag, og þar sem pólitísk ádeila á stríðsbrölt og kjarnorku hefur dofnað má ætla að skelfingin sem uppvakningar Romeros bera enn með sér spretti upp úr algeru hruni kjarnafjölskyldunnar en í myndinni étur bróðir systur sína, dóttir nærist á föður Uppvakningar Romeros standa enn fyrir sínu og eru enn fyrirmyndir yngri zombía. sínum og drepur móður sína sem er trú móðurhlutverkinu allt til enda. Upplausnin er alger og með hruni fjölskyldunnar er stutt í að þjóðfélagið og siðmenningin öll fari sömu leið. Myndir Romeros hafa verið endurgerðar á síðustu árum og kallinn er hvergi nærri hættur. Árið 2005 gerði hann Lands of the Dead, Diary of the Dead árið 2007 og Survival of the Dead 2009. Zombieland Zombíurnar leka auðveldlega á milli kvikmyndagreina og hafa á síðustu árum staðið sig einna best í gamanmyndum á borð við Shaun of the Dead og Zombieland. Rétt eins og svo oft áður snýst Zombieland um lítinn hóp fólks sem er á leið í afgirt skjól frá uppvakningun- um sem fjölga sér hratt og eira engu. Grínið er þó alltaf í forgrunni þótt zombíurnar séu jafn ógeðslegar og lög gera ráð fyrir. Woody Harrelson, Jesse Eisenberg og Emma Stone eru í banastuði ásamt Bill Murray sem leikur sjálfan sig og gerir stólpagrín að ferli sínum um leið. Þarna þeysir ólíkt fólk yfir Bandaríkin en ógnin og óttinn við að verða að uppvakningum þjappar þeim saman, vináttubönd styrkjast og ástin blossar upp. Jesse Eisenberg kann nokkur skotheld ráð til þess að halda lífi í heimi sem uppvakningar hafa tekið yfir. Lögreglumaðurinn Rick Grimes þarf að taka á öllu sem hann á þegar hann reynir að leiða nokkra eftirlifendur í örugga höfn undan gráðugum uppvakningunum. Heiladauðar mannætur hertaka skjáinn Sígild skrímsli hryllingsmynda eru í stöðugri sókn úr bíó og af jaðrinum inn á heilaga miðju menningarneyslu fjöldans, sjálft sjónvarpið. Vampír- ur hafa gert það gott síðustu misseri í þáttunum True Blood og nú ryðjast uppvakningar á skjáinn í kjölfar þeirra í þáttunum The Walking Dead. 28 sjónvarp Helgin 11.-13. febrúar 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.