Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 11.02.2011, Qupperneq 30
g Fjórar LP plötur með Savanna tríóinu 1964 - 1971 g Þórir Baldursson leikur vinsæl íslenzk lög 1970 g Fimm LP plötur með Geim- steini 1976 - 1980 g Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson Lög Jenna Jóns 1979 g Klukknahljóm 1983 g Tvær LP plötur með Gömmum 1984 og 1986 g Til eru fræ með Rúnari Georgssyni 1986 g Eins og þá með Savanna tríóinu 1991 g Hammond-molar 1999 g Amon Düül Hijack LP 1974 (hljómborð) g Donna Summer A Love Trilogy 1976 (útsetningar) g Giorgio Moroder Knights in White Satin 1976 (útsetningar) g Sailor Checkpoint 1977 (útsetningar) g Donna Summer I Remember Yesterday 1977 (útsetningar, hljómborð) g B&B (Þórir & Mats Björklund) Boogaloo 1978 g Metropolis The Greatest Show on Earth 1978 g Grace Jones Muse 1979 (útsetningar og orgel) g Melba Moora Burn 1979 (útsetningar, hljómborð) g The Salsoul Orchestra Street Sense (útsetningar, hljómborð) g Elton John Victim of Love 1979 (útsetningar, hljómborð) 2 hljómgrunnur Helgin 11.-13. febrúar 2011 Tíu ára var Þórir farinn að spila með pabba og félögum á böllum, en fyrsta „prófess- ional“ bandið sem Þórir starfaði með var Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar. Þar var hann byrjaður að spila fjórtán ára gamall. Arfurinn settur í nýjan búning Þórir var hættur og fluttur til Reykjavíkur um svipað leyti og Gunni Þórðar hætti í Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og stofnaði Skugga og síðar Hljóma. Á mölinni gekk Þórir í MR og kynntist strákum - Birni Björnssyni og Troels Bendtsen og fleirum – sem hann stofnaði Sav- anna tríóið með. Amerísk þjóðlagatónlist í anda Kingston tríósins og Clancy Brothers var í miklum hávegum á þessum tíma og hafði mikil áhrif á strákana. Þegar Savanna byrjaði kunni Þórir þó ekkert á gítar - sem var mikilvægasta hljóðfærið í þjóðlagamúsíkinni – en æfði sig bara þangað til hann var orðinn góður. Uppgangur Savanna var mikill eftir að Pétur Pétursson þulur tók við umboðsmennsku fyrir tríóið, nóg að gera við að spila undir borðhaldi og á skemmtunum og Svavar Gests kveikti snemma á perunni og gaf út fjórar LP plötur á 7. áratugnum. Fljótlega einbeitti tríóið sér að ís- lenska þjóðlagaarfinum og aðlagaði gömul ís- lensk lög að ameríska þjóðlagastílnum. „Safn Bjarna Þorsteinssonar var fjársjóður,” sagði Þórir í viðtali við Fréttablaðið 2009. „Við vorum bara að leita að einhverju sem við gætum notað sem skemmtiefni því það var aðal-bisness- inn. Við vorum ekki að verða ríkir á plötusölu. Uppákomur á þorrablótum og mannfögnuðum hingað og þangað gáfu aur. Það voru okkar ær og kýr.“ Þórir var alltaf leiðtogi Savanna tríósins, sá um útsetningar og samdi þau frumsömdu lög sem tríóið flutti. Aðrir nutu einnig starfskrafta hans. Hann samdi þrjú lög á fyrstu litlu plötu Dáta og í lok 7. áratugarins, þegar komið var los á Sav- anna, var Þórir farinn að spila dansmúsík með Heiðursmönnum. Þar söng María Baldursdótt- ir, systir Þóris. Þegar hér var komið sögu hafði Þórir fengið „algjöra dellu“ fyrir orgelum - „þetta var mér nýr heimur og áhuginn var svo mikill að ég tæpast svaf á næturnar,“ sagði hann í viðtali við Benedikt Viggóson á Tímanum 1969. Hann varð sér úti um risavaxinn, 280 kílóa Hammond hlúnk, sem varð aðalhljóðfæri hans næstu miss- erin. Þórir hefur alla tíð haldið tryggð við orgel af Hammond tegund og er enn í nánu grúv-sam- bandi við hljóðfærið. München-sándið Í byrjun 8. áratugarins fór Þórir – eiginlega óvart – í útrás sem skilaði honum fyrst til Stokkhólms og svo til München í Þýskalandi. Í Stokkhólmi kynntist hann sænsku söngkonunni Ninu Lizell, sem hann átti eftir að kvænast og eignast með tvö börn. „Svo gerðist ég orgelleikari með þýsku bandi sem spilaði meðal annars á fallegum skíða- stöðum í Sviss,“ sagði hann 2009. „Meðan ég var þar kom þýski söngvarinn Edo Zanki og hreifst af orgelleiknum. Hann var að fara að gera plötu í München og spurði mig hvort ég væri tilkippi- legur að vera með á plötunni. Ég sló til og fór að spila með honum. Við áttum seinna eftir að fara á túr um alla Evrópu með Leo Sayer. Ég settist bara að í München og byrjaði að láta vita af mér.“ Eitt leiddi af öðru og þegar fréttist að í borg- inni væri íslenskur píanóleikari sem gæti „spilað svolítið eins og Elton John“ fóru hjólin að snúast. „Það var byrjað að hringja og fyrr en varði var ég bara farinn að útsetja og pródúsera.“ Teningunum var kastað. Hinn víðfrægi diskó- kóngur – en þá upprennandi - Giorgio Moroder starfaði á svæðinu. Leiðir hans og Þóris - eða Thor Baldursson, eins og hann var farinn að kalla sig – lágu saman. „Ég vann mjög mikið fyrir Giorgio. Á tímabili var það bara ég,“ sagði Þórir 2009. „Hann lét mig fá öll demóin, spólur þar sem hann gaulaði laglínuna. Hann spilar voða lítið sjálfur. Ég þurfti svo að gera demó af demóunum og bera undir Donnu Summer og fleiri lista- menn. München-sándið og stíllinn er alveg ein- stakur. Þessi stíll varð eftirsóknarverður á diskó- tímabilinu. Ég átti drjúgan þátt í að búa hann til.“ Diskóbólan springur Donna Summer var á samningi við Casablanca Records í Ameríku, fyrirtæki sem er þekkt í popp- sögunni fyrir yfirgengilegt bruðl. Þórir var á sí- felldu flandri á milli München og Los Angeles til að smíða diskósmellina. Hann segir þetta hafa verið æðislegan tíma, að íslenska 2007-góðærið hafi ekki komist í hálfkvisti við diskógóðærið. „Það var hvílíkt bruðl í gangi og dekrað við okkur. Maður var fluttur á milli landi á fyrsta klassa og svo var maður á íbúðarhóteli með bíl í kjallaranum fyrir sig. Maður tók aldrei upp vesk- ið. Þetta var bara lenskan, það var ekki það að við værum svona kröfuharðir.“ Auk þess að vinna í mörgum af helstu smellum Donnu, sem útsetjari og pródúser, vann Þórir á þessum tíma með fólki eins og Elton John, Grace Jones, Boney M, Melbu Moore, Twiggy og fjöld- anum öllum af vongóðum diskósmástjörnum. Þetta tímabil hefur síðar fengið á sig stjörnu- ljóma og Þórir segir að það séu helst grúskandi diskónördar sem séu að „moka ofan af honum moldinni“ í dag. Aðdáendasíða um hann er starf- andi á Facebook. Casablanca útgáfan reyndist þó eitt stórt kúlu- lán og þegar diskóbólan sprakk með látum kom það niður á Þóri. „Ég var á fullu í þessu. Á end- anum varð úr að ég flutti frá München til New York af því ég var alltaf meira og minna að vinna í Ameríku hvort sem var. Akkúrat þá, árið 1980, sprakk diskóbólan. Ég var með lænaðar upp tíu plötur sem ég var að fara að gera en það var allt sett út af borðinu.“ Aftur heim Eftir útrásina og rússibanareið diskósins segir Þórir að gott hafi verið að koma heim árið 1982. Í lok 9. áratugarins hélt hann þó aftur til New York og var meira og minna við vinnu þar í þrjú ár. Þá var hann búinn að kynnast seinni konu sinni, Guðrúnu Pálsdóttur kennara. „Þarna var ég mest í R&B -músík, rhythm and blues, og bara þeldökkt fólk í kringum mig. Ég bjó í þeirra hverfi og lifði og hrærðist í þeirra tón- list. Það var óhemju yfirlega fyrir mig að vinna í þessari tónlist. Þessir menn gátu alls ekki kastað höndunum til verka, og ótrúlegt nostur við allt sem spilað var. Það var mjög lærdómsríkt fyrir mig.” Meðal þeirra listamanna sem Þórir vann með á þessum árum voru Walter Beasley, Audrey Wheeler og Starpoint. Segja má að Þórir hafi verið alkominn heim árið 1990 og síðan þá hefur íslenskt tónlistarlíf fengið að njóta fagmennsku hans og ástríðu til tónlistarinnar. Þórir hefur fengist við listina á ýmsum sviðum; kennt, spilað, útsett og stjórnað stórhljómsveitum. „Ég held auðvitað áfram að spila,“ sagði Þórir í viðtalinu 2003. „Ef ný tækifæri rekur á fjörur mínar - tækifæri sem ég ræð við, tek ég þátt í þeim. Mér þykir svo gaman að spila. Það er engin kvöð. Ég ætla líka að halda áfram að kenna eins lengi og ég get, því ég hef mikla gleði af því að kenna og kynnast nemendum mínum. Og meðan einhverjir vilja mig sem útsetjara, held ég því áfram líka. Ef enginn vill mig í það; – ætli ég fari þá ekki bara að semja fyrir sjálfan mig - loksins - ég hef gert allt of lítið af því.“ Dr. Gunni tók saman Helstu plötur á íslenskum markaði Helstu plötur á alþjóðlegum markaði Heiðursverðlaunahafinn 2011 Þórir Baldursson tók við heiðursverðlaunum ÍTV í vikunni. Hann settist við píanóið af því tilefni og lék af fingrum fram, meðal annars í félagi við Jakob Frímann Magnússon og Agnar Má Agnarsson. Lj ós m yn d/ H ar i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.