Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Side 56

Fréttatíminn - 11.02.2011, Side 56
48 tíska Helgin 11.-13. febrúar 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Eykur og styrkir heilsuna Óteljandi rannsóknir hafa verið gerðar á hreyf- ingu. Margar spurningar hafa verið lagðar fram og enn fleiri svör. Í flestum tilvikum, ef ekki öllum, hafa niðurstöðurnar reynst jákvæðar. Niðurstöður hafa sýnt fram á að við græðum á hreyfingu á öllum sviðum. Líkamlega, andlega og félagslega. Alveg frá upphafi mannkynsins hefur hreyfing verið ein af grunnþörfum okkar en eftir því sem leið á upplýsingaöldina fór þetta allt að dragast saman. Nú á 21. öldinni þarf oftast mikinn metnað og ákefð til þess halda við hreyfingunni og því miður eru ekki allir sem finna þann kraft. Það er ekki sjálfsagt að öllum falli vel við líkamsræktar- stöðvar. Langt í frá. Það er mikilvægt að við finnum það sem hentar okkur best og sinnum því af einstakri löngun. Ungt fólk á erfitt með að draga sig inn í rútínu sem krefst líkamlegra átaka. Þægindin eru í fyrrarúmi. Kókið í hægri og tölvan í þeirri vinstri. Það verður alltaf fyrir valinu. Löng nótt með tölv- una fyrir framan sig og snooz-takkinn ofnotaður morguninn eftir. Lítið sem ekkert hugsað um mataræðið og líkaminn er notaður sem ruslafata skyndibitastaðanna. Ætli meðalaldur Vestur- landabúa fari ekki lækkandi með árunum? Fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á það að hreyfing eykur og styrkir andlega heilsu. Svefninn kemst í fastar skorður og mataræðið er ósjálfrátt tekið í gegn. Það eru margir sem geta tekið undir þessa staðreynd þeirra fræðimanna sem vinna hörðum höndum að því að fullvissa komandi kynslóðir. Það er mikilvægt að við hugsum vel um líkama okkar. Því miður er ekki hægt að hafa líkama eftir pöntun og við þurfum því að hlúa vel að honum og halda honum þannig að okkur líki við hann. Miðvikudagur Skór: Kaupfélagið Buxur: Original Peysa: H&M Fimmtudagur Skór: Monki Leggings: Selected Kjóll: Lindex Jakki: H&M Dökkir litir á veturna Gurrý Jónsdóttir er tuttugu ára og stundar snyrtifræðinám í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist líkamsrækt, tísku og tónlist og finnst ekkert skemmtilegra en að ferðast. „Ég klæði mig helst í það sem mér finnst flott; er ekki mikið að spá í aðra í kringum mig. Ég tek þó eftir því hvernig aðrir klæða sig og pæli í því. Stíllinn minn er rosalega einfaldur. Ég er mjög dökkklædd á veturna, geng helst í gráu eða svörtu. Á sumrin bæti ég jafnvel einhverjum litum við. Mín helsta fyrirmynd þegar kemur að tísku er leikkonan Eva Longoria. Mér finnst hún alltaf rosalega flott. Fötin sem ég klæðist kaupi ég mest í H&M og skóna í Kaupfélaginu. Uppáhaldsbúðin mín er þó Armani Exchange í New York. Við kærastinn minn kláruðum þá búð um daginn. Ég hreinlega elska hana! Mánudagur Hálsmen: Armani Exchange Skór: Kaupfélagið Buxur: Sautján Bolur: Armani Exchange Peysa: Armani Exchange Þriðjudagur Skór: Fókus Samfestingur: H&M Hundrað prósent náttúrulegar Youngblood-förðunarvörurnar eru nýkomnar til landsins. Þær eru hundrað prósent náttúrulegar, olíulausar og án allra kemískra efna. Vörurnar eru án ilm- og rotvarnarefna og þær halda húðinni opinni. Þær hafa þann eiginleika að anda í gegnum húðina og skapa létta áferð sem hylur roða og litabreytingar í húðinni. Farðinn er fyrir allar húð- tegundir og sérstaklega fyrir viðkvæma húð. Förðunarlínan hefur farið vel af stað í Evrópu og það stefnir í að hún nái gríðarlegum vinsældum hér á landi. Nú í byrjun febrúar hófst sala á förðunarvörunum í Hagkaupi í Smáralind. Marley hannar fatnað fyrir Ól- ympíuleikana Í vikunni tilkynnti fyrirtækið Puma, sem sér um landsliðsbúningana fyrir Jamaíku, að Cedella Marley, elsta dóttir Bobs Marley, myndi hanna íþróttabúningana fyrir þá keppendur sem halda á Ólympíuleikana 2012. Cadella segir þetta vera mikinn heiður, ekki síst að fá að klæða fótfrá- asta mann í veröldinni, Usian Bolt. Cadella er enginn byrjandi þegar kemur að hönnun á íþróttafatnaði. Hún rekur verslunina Catch a Fire, sem er nefnd eftir einni af plötum Bobs Marley, þar sem hún selur sér- hannaðan íþróttafatnað fyrir konur. 5 dagar dress Föstuagur Skór: Kaupfélagið Buxur: Vero Moda Bolur: H&M Klútur: H&M Vesti: Armani Exchange Frískar og endurnærir á áhrifa ­ ríkan hátt, dregur úr þreytu­ merkjum og hrukkum í kringum augun. Inniheldur Q10 leyndar­ málið sem finnst náttúru lega í húðinni og vinnur gegn hrukkum. Nivea Q10 aNti-wriNkle aUGNrOller NÝtt!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.