Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.02.2011, Page 59

Fréttatíminn - 11.02.2011, Page 59
Á hljómgrunnur.is er að finna að- gengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. dægurmál 51Helgin 11.-13. febrúar 2011 Föstudagur 11. Febrúar Gréta Salóme Café rósenberg kl. 22 Gréta Salóme blæs til tónleika ásamt 15 manna fylgdarliði . Auk Grétu koma meðal annars fram Varsjárbandalagið, Erik Quick, Ásgeir Ásgeirsson, Birgir Kárason, Birgir Bragason og Stefán Henrýsson. Aðgangur 1.500 kr. XXX ROTTWEILER sódóma reykjavík kl. 22 XXX ROTTWEILER taka fram míkrafóna og aðrar græjur. Sveitt kvöld í vændum. Laugardagur 12. Febrúar KK tjarnarbíó kl. 20.30 KK kemur fram einn og óstuddur, en það er langt síðan KK hefur haldið tónleika með þeim hætti. Hann ætlar að flytja blöndu af lögum frá ferli sínum sem hefur staðið yfir í um 25 ár. Aðgangur 2.500 kr. GLYMSKRATTINN — VAGG- ANDI & VELTANDI sódóma reykjavík kl. 22 X97.7, Wildcat Vintage, Reykjavík Ink og Tuborg bjóða til rockabilly kvölds þar sem koma fram: The 59’s, Langi Seli & Skuggarnir, Blues Willis, Arnar Ingi (The Johnny Cash Kid) og DJ Óli Dóri. Að auki verður rockabilly verslun á staðnum. Aðgangur 1.000 kr. sunnudagur 13. Febrúar Frakkland/Ítalía — Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna seltjarnarneskirkja kl. 17 Hljómsveitin leikur Pavön eftir Ravel og Fauré, Ancient Airs & Dances eftir Respighi og Gítar- konsert nr. 1 eftir Castelnuovo- Tedesco. Einleikari er Þórarinn Sigurbergsson og stjórnandi: Oliver Kentish. Aðgangur 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. B essastaðabækur Gerðar Krist­nýjar – Ballið á Bessastöðum (2007) og Prinsessan á Bessastöð- um (2009) – hafa alveg farið fram hjá mér og krökkunum mínum, kannski vegna yfir­ þyrmandi áhugaleys­ is lesara á tignarfólki. Því vissum við ekkert við hverju var að búast þegar við mættum á leikritið, en vorum sko alls ekki svikin því leikritið er fjörugt og skemmtilegt, litríkt og hressandi. Söguþráðurinn er nú kannski ekki neitt svakalega margslung­ inn. Á Bessastöðum situr forsetinn og stritar við að svara bréfum, sem póststrákur á hjólabretti hrúgar á hann. Forsetinn er með þrjá ritara og ráðskonu sér til aðstoðar. Er­ lendur kóngur og drottning koma í heimsókn og með þeim barnabarn­ ið, prinsessan. Kóngafólkið vill skoða Ísland en prinsessan nenn­ ir því ekki svo að hún fær að vera á Bessastöðum. Þá fer ráðskonan í brúðkaup úti á landi. Hún hefur bakað forláta kransaköku til að taka með í veisluna, sjálfa brúðkaupstert­ una. Kakan verður óvart eftir svo að forsetinn og prinsessan leggja upp í langferð til að koma henni til skila. Eflaust er farið mun dýpra í þetta allt í bókunum, en í leikritinu virk­ ar söguþráðurinn eins og hálfgerð afsökun fyrir alls konar skemmti­ legum senum með gríni og glensi og söng. Líklega nær maður betra sambandi við verkið hafi maður les­ ið bækurnar. Stundum lætur Gerð- ur persónurnar segja eitthvað spak­ legt sem fær fullorðna til að brosa í kampinn, en aðallega er þó keyrt á góðu og einlægu stuði á þessu balli. Forsetinn er viðkunnanlegur ná­ ungi og ég myndi eflaust kjósa hann ef hann byði sig fram í alvörunni. Hann er fyndnastur allra í leikritinu og Jóhannes Haukur Jóhannes- son leikur hann af öryggi og krafti. Fyrst heldur maður að prinsessan, sem Þórunn Arna Kristjánsdótt- ir leikur sannfærandi, sé frekjudós, en þegar allt kemur til alls er hún bara sveitastúlka á rangri hillu. Gamall bakaradraugur, sem Kjart- an Guðjónsson rúllar upp, flæk­ ist um forsetabústaðinn og skelfir yngstu börnin í fyrstu, en er fljótur að breytast í krútt. Önnur hlutverk eru minni og tekin föstum tökum. Nett hljómsveit er alltaf á sviðinu og það er mjög flott og virðingarvert að boðið skuli vera upp á lifandi tón­ listarflutning. Leikmynd og búning­ ar eru bjartir, glaðlegir og virkilega smart, og svo ganga leikararnir út um allan sal, sem er alltaf skemmti­ legt trix. Bragi Baggalútur semur lög og texta í samvinnu við Gerði. Nokkrir raktir smellir eru í verkinu: lokatitil­ lagið sem gestir syngja hástöfum þegar þeir koma út, Bréfalagið og Fagrar litlar diskókýr, sem eru flótta­ kýr af Diskóeyjunni. Lögin hafa ver­ ið gefin út og standa vel ein og sér. Mér fannst skemmtilegt og krökkunum fannst rosagaman. Þau voru sammála um að hápunkt­ ur sýningarinnar hefði verið þegar beljan Lilja skeit. Það er náttúrlega bara á allra bestu böllum sem beljur skíta á sviðið! Dr. Gunni Ballið á Bessa- stöðum  Eftir Gerði Kristnýju og Braga Valdimar Skúlason Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Þjóðleikhúsið  leikdómur Ballið á Bessastöðum Gott stuð ballinu á

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.